Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 23. MAl 2008 Ættfræði DV UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON kgk@dv.is Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóöþekktra Islendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendurgeta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is Guðríður Guðbrandsdóttir 60 ARA ALAUGARDAG húsmóðir í Reykjavík Guðríður er fædd að Spágilsstöðum í Laxár- dal í Dölum og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún var húsfreyja í Búðardal 1933-53 en eftir það í Reykjavík. Á sínum yngri árum í Dölum tók Guðríð- ur mikinn þátt í starfi Ungmennafélags- ins Ólafs pá, einkum leiklistarstarfi á veg- um félagsins. Eftir að Guðríður fluttist til Reykjavíkur tók hún virkan þátt í starfsemi Breið- firðingafélagsins. Hún er mikil hannyrðakona. FJÖLSKYLDA Guðríður giftist 4.9.1932 Þor- steini Jóhannssyni, f. 19.5. 1907, d. 23.7. 1985, verslunarmanni. Foreldrar hans voru Jóhann B. Jensson, hreppstjóri í Hauka- dalshreppi í Dölum, og Halldóra Ólafsdóttir en þau voru búsett að Hlíðarenda. Dóttir Guðríðar og Þorsteins: Gyða Þorsteinsdóttir, f. 2.4. 1942, d. 28.7. 2000, húsffeyja í Kópavogi, var gift Guðmundi Á. Bjarnasyni. Fósturbörn Guðríðar og Þor- steins: Sigurður Markússon, f. 16.9. 1929, fyrrv. framkvæmda- stjóri í Reykjavík, kvæntur Ingu Árnadóttur; Halldóra Kristjáns- dóttir, f. 26.5. 1931, húsffeyja í Kópavogi, ekkja eftir Hannes Alfonsson. Systlcini Guðríðar: Sigrún Guðbrandsdóttir, f. 1900, d. J968, húsfreyja að Neðri-Hunda- dal í Miðdölum; Guðmundur Guðbrandsson, f. 1901, d. 1932, til heimilis að Spágilsstöðum; Markús Guðbrandsson, f. 1902, d. 1966, bóndi að Spágilsstöðum; Ása Guðbrandsdóttir, f. 1903, d. 1972, húsfreyja í Reykjavík; Hin- rik Guðbrandsson, f. 1905, d. 1940, bóndi að Spágilsstöðum; Jón Guðbrandsson, f. 1907, d. 1931, til heimilis að Spágilsstöð- um; Kristmundur Guð- brandsson, f. 1909, d. 1999, bóndi að Skógs- koti í Miðdölum; Guð- rún Guðbrandsdóttir, f. 1912, d. 2003, ljósmóðir í Dölum, var búsett að Spágilsstöðum en síð- ar í Búðardal og loks í Reykjavík; Sigurbjörn Guðbrandsson, f. 1913, d. 2000, vann lengi að búi foreldra sinna á Spágilsstöðum, síðar húsvörður í Reykjavík; Sigurður Guðbrands- son, f. 1915, d. 1932, búsettur á Spágilsstöðum. Uppeldissystur Guðríðar: Lára Marteinsdóttir, f. um 1918, húsffeyja í Noregi; Bára Þórðar- dóttir, f. 23.2.1924, d. 12.1. 2001, húsffeyja í Reykjavík og á Suður- nesjum. Foreldrar Guðríðar: Guð- brandur Jónsson, f. 30.8.1873, d. 9.9. 1944, bóndi að Spágilsstöð- um, og k.h., Sigríður Margrét Sigurbjörnsdóttir, f. 7.2. 1876, d. 14.3.1946, húsfreyja þar. ÆTT Faðir Guðbrands var Jón Markússon, b. á Spágilsstöð- um. Hann var sonur Markúsar Magnússonar, b. á Svarfhóli í Laxárdal. Móðir Guðbrands var Guðríður Jónsdóttir ffá Geita- stekkíHörðudal, ÓJafssonar, en hún var seinni kona Jóns Mark- ússonar. Foreldrar Sigríðar voru Sig- urbjörn Guðmundsson, b. á Hömrum í Laxárdal, og fyrri kona hans Guðrún Jóhannes- dóttir ffá Sauðhúsum í Laxár- dal, Jónssonar. Sigurbjörn flutt- ist til Kanada með konu sinni og tveimur dætrum en þriðja dótt- irin, Sigríður, varð eftir heima. Hún ólst upp hjá ömmu sinni og afa á Vígholtsstöðum í Lax- árdal, Sigríði Bjarnadóttur og Guðmundi Tómassyni. Guðríður verður að heiman á afmælisdaginn. TorfhildurTorfadóttir húsmóðirá Isafirði Torfhildur fæddist mu í Asparvík á Ströndum en missti föður sinn kornung og ólst upp á Bólstað í Steingríms- C firði. Hún var í vist og vinnumennsku víða á Vestfjöröum sem ung kona en flutti til Isa- fjarðar á þriðja áratugn- um þar sem hún giftist og var síðan húsmóðir þar. Torfhildur var saumadama á Klæð- ___________ skeraverkstæði Einars og Kristjáns á fsafirði um skeið. Hún var síðan í fiskvinnslu og vann við rækjuvinnslu í mörg ár. Fjölskylda Torfhildur giftist 1.10. 1930 Einari Jóni Jóelssyni, f. 4.7. 1902, d. 13.5.1981, sjómanni og verkamanni á ísafirði. Hann var sonur Jóns Jóels Einarssonar og Kristínar Jónu Aradóttur. Börn Torfhildar og Einars: Kristín Einarsdóttir, f. 26.1. 1933, húsmóðir í Njarðvílcum, gift Eiði Reyni Vilhelmssyni; i&i. 104 ára á lauqardag Jónína Guðrún Einars- dóttir, f. 10.10. 1938, d. 21.12. 1939; Jónat- an Bjöm Einarsson, jjM f. 30.7. 1940, d. 18.11. 1991, vinnuvélstjóri í Keflavík, var kvæntur Sólveigu ■ Sigurbjörgu Jónu Þórðardóttur; Sigurbjörn Sævar Ein- arsson, f. 13.1. 1942, verkamaður á ísafirði, var kvæntur Bjarneyju Grém Sigurðardótt- ur en þau skildu; Torfi Einarsson, f. 7.12.1949, útibússtjóri Sjóvá-Almennra á Vestfjörðum, var kvæntur Elísa- betu Jóhannsdóttur sem er látin en seinni kona hans er Guðrún Jónsdóttir. Systkini Torfhildar urðu tíu talsins en þau em öll látin. Foreldrar Torfhildar voru Torfi Bjömsson, f. 5.7. 1854, d. 18.2. 1905, bóndi í Asparvík á Ströndum, og k.h., Anna Bjam- veig Bjamadóttir, f. 19.6. 1863, d. 13.11.1949, húsfreyja. Torflúldur er við góða heilsu en hún dvelur nú á Hlíf á ísafirði. STEINUNNJÓ- HANNESDÓTTIR RITHOFUNDUR Steinunn fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MA 1967, leiklistarprófi frá Leik- listarskóla Þjóðleikhússins 1970, var í frönskunámi við háskólann í Toul- ouse 1967-68, smndaði framhalds- nám í leiklist við Statens Scenskola í Stoklchólmi 1970-71 og við Stokk- hólmsháskóla í leikhúsfræðum og sálfræði 1971-72, og nám í sálarfræði við HÍ 1978-79. Steinunn bjó í Sví- þjóð 1986-90 og sótti hún þá ýmis námskeið tengd leikhúsi og hand- ritagerð. Steinunn var leikari við Þjóðleik- húsið 1972-86 og jafnframt leikstjóri með áhugaleikfélögum á sama tíma. Hún var ritari Leiklistarsambands Norðurlanda 1991-92 og fram- kvæmdastjóri Norrænna leildistar- daga vorið 1992. Hún hefur verið greina- og pistlahöfundur fyrir ýmis blöð og tímarit og höfundur fjölda útvarpsþátta og er nú starfandi rit- höfundur. Steinunn hefur m.a. skrífað ævi- sögu Halldóru Briem, leikritin Dans á rósum, Ferðalok, og Heimur Guð- ríðar, barna- og unglingasögurnar Flautan og vindurinn, Mamma fer á þing og Tunglið hennar Theódóru, auk smásagna, stuttmyndahand- rita, þýðinga og fjölda greina í blöð og tímarit. Þá kom út eftir Steinunni Reisubók Guðríðar Símonardóttur 2001 og hefur hún verið margend- urprentuð síðan. Þess má geta að í Vestmannaeyjum hefur verið stofn- að Félag um sögusetur 1627, sem starfar af mildum krafti og varð til upp úr leshring um bókina. Er Stein- unn ráðgjafi hópsins. Steinunn sat í varastjórn Fé- lags íslenskra leikara, í ritstjórn 19. júní 1993-96, var varamaður í stjórn Rithöfundasambands íslands og í menningarmálanefnd Reykjavíkur 1994-98, átti sæti í dómnefnd Bók- menntaverðlauna Tómasar Guð- mundssonar 1997 og 1998, hefúr set- ið í stjórn Samtaka um betri byggð frá stofnun 1999, situr í stjórn Minning- arsjóðs Guðmundar Böðvarssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur og sit- ur í þjóðmálanefnd Þjóðkirkjunnar. FJÖLSKYLDA Steinunn giftíst 2.3. 1968 Einari Karli Haraldssyni, f. 17.12. 1947, að- stoðarmanni iðnaðarráðherra og fyrrv. ritstjóra. Hann er sonur Har- aldar M. Sigurðssonar, fýrrv. iþrótta- kennara á Alcureyri, og k.h., Sigríð- ar K. Matthíasdóttur, húsmóður og verslunarmanns, d.2005. Börn Steinunnar og Einars eru Arna Kristín, f. 6.8. 1968, flautuleik- ari og tónleikastjóri Sinfónínuhljóm- sveitar íslands, gift Hilmari Þorsteini Hilmarssyni, grafi'skum hönnuði og er sonur þeirra Hilmar Starri, f. 2004, en dóttir Örnu Kristínar og Geirs Rafnssonar er Steinunn Halla, f. 1992; Vera, f. 11.8. 1980, félagsráð- gjafi og blaðamaður við Fréttablaðið en maður hennar er Kristján Hjálm- arsson, fféttastjóri á Fréttablaðinu, og er sonur þeirra Einar Steinn, f. 2002, auk þess sem dóttir Kristjáns er Þórhildur, f. 1995; Gró, f. 12.4. 1988, nemi í Svíþjóð. Systkini Steinunnar eru Leó, f. 23.9. 1951, kennari á Alcranesi, kvæntur Sólveigu Reynisdóttur, framkvæmdastjóra þjónustumið- stöðvar Árbæjar; Hallbera, f. 28.9. 1956, skólabókavörður á Akranesi, gift Gísla Gíslasyni, framkvæmda- stjóra Faxaflóahafiia. Foreldrar Steinunnar: Jóhannes Finnsson, f. 26.6.1917, d. 15.2.1974, bókari og sjómaður á Akranesi, og k.h., Bjarnfríður Leósdóttir, f. 6.8- 1924, fyrrv. kennari og verkalýðsleið- togi á Akranesi. ÆTT Jóhannes var bróðir Gróu Mar- grétar Kristínar, móður Finns Torfa Stefánssonar, tónskálds, gítarleik- ara og fýrrv. alþm. Jóhannes var son- ur Finns Torfa, skipstjóra og útgerð- arm. á Flateyri, bróður Hjörleifs, afa Árna Finnssonar, formanns Nátt- úruverndarsamtaka Islands. Finn- ur Torfi var sonur Guðmundar, b. á Görðum Jónssonar. Móðir Finns Torfa var Gróa, systir Finns í Hvilft, föður Hjálmars, forstjóra Áburðar- verksmiðjunnar, Ragnheiðar, fýrrv. skólastjóra og Gunnlaugs, fýrrv. alþm. í Hvilft. Gróa var dóttir Finns, b. í Hvilft Magnússonar, alþm. þar, bróður Ásgeirs, alþm. á Þingeyrum, Torfa, alþm. á Kleifum og Ragnheið- ar, langömmu Snorra Hjartason- ar skálds og Hjartar tollstjóra, föður Ragnheiðar, fyrrv. relctors MR. Magnús var sonur Einars, dbrm. í Kollafjarðarnesi Jónssonar, af ætt Einars Sigurðssonar, prófasts og skálds í Heydölum. Móðir Gróu var Sigríður Þórarinsdóttir, b. á Vöðlum Jónssonar, b. íUnaðsdal. Móðir Jóhannesar var Steinunn Jóhannesdóttir, b. á Hesti í Önundar- firði, bróður skipstjóranna Bjarna Hermanns og Sæmundar, Kristjáns- sona. Móðir Steinunnar var Jónína Sveinsdóttur frá Ósi í Bolungarvík. Bjamffíður er systir Hallberu, móður Ragnheiðar Ríkharðsdótt- ur alþm., móður Ríkharðs Daða- sonar, fýrrv. landsliðsmanns í knatt- spyrnu. Bjarnfríður er dóttír Leós, skipstjóra og bílstjóra á Akranesi Eyj- ólfssonar, Sigurðssonar. Móðir Leós var Hallbera, systir Magnúsar í Mið- vogi, langafa Sigrúnar Magnúsdótt- ur, forstöðumanns Sjóminjasafnsins í Reykjavík og fyrrv. borgarfulltrúa. Hallbera var dóttir Magnúsar, b. í Efra-Hreppi Sigurðssonar, og Ing- unnar Magnúsdótmr. Móðir Bjarnfríðar var Málfríður, dóttir Bjarna, b. í Nýlendu Vigfús- sonar, og Málffíðar Einarsdóttur. Steinunn og Einar Karl verða með fjölskyldu sinni á Hótel Glym í Hval- firði að kvöldi afmælisdagsins og gista í Guðríðarstofu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.