Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 23. MAl 2008 Fréttir DV Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN SERHÆFÐ ÞJONUSTA FYRIR Jeep CHRYSLER BÍLjÖFUR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Simi 544 5151 • biljofur@biljofur.is Rúnar SigurOur Ells Þorbergur Gelrmundsson Rúnarsson Rúnarsson ÞórOarson Alhliða útfararþjónusta Sírnar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • nmar@utfarir.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Alltfyfif jeppamanninn á einum stað www.icehobby.is K2lcehobby Dalsbraut 1 600 Akureyri sími 464-7960 Prestar og forstöðumenn skráðra trúfélaga mega staðfesta samvist samkynhneigðra ef nýtt frumvarp forsætisráðherra nær fram að ganga. Það er nú til afgreiðslu í allsherjarnefnd Alþingis. Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur segir að hann muni ekki hika við að gefa samkynhneigða saman verði eftir því leitað. Fellx Bergsson, leikari og fulltrúi í mannréttindaráði Reykjavíkurborg- ar, fagnar frumvarpinu en vill að ein hjúskaparlög gildi um alla. FÁRÁNLEGA LÖNG BIÐ BALÐUR GUÐMUNDSSON bladamadur skrifar baldur^dv.is „Ég fagna þessu skrefl en mér finnst samt sem áður fáránlegt að þetta hafi tekið allan þennan tíma. Mér finnst reyndar að það ættu að gilda ein hjú- skaparlög um alla, óháð kynhneigð," segir Felix Bergsson, leikari og full- trúi í mannréttindaráði Reykjavík- urborgar. Ef nýtt frumvarp Geirs H. Haarde forsætisráðherra verður að lögum verður presmm og forstöðu- mönnum skráðra trúfélaga leyft að staðfesta samvist samkynhneigðra. Tímabærar breytingar Felix segir að ef þetta frumvarp verði samþykkt nú sé það vissu- lega framför frá því sem áður var. Áður máttu sýslumenn einir ffam- kvæma staðfestingu samvista sam- kynhneigðra. „Þessar breytingar eru löngu tímabærar. Þeir sem eru trúað- ir og vilja láta gefa sig saman af trúar- hreyfingu geta það nú loksins," segir Felix en hann er í staðfestri samvist með Baldri Þórhallssyni stjómmála- fræðingi. „Það er svo annað mál hvort lífsskoðunarfélög eigi að framkvæma löggjörning eins og að gefa saman fólk. Á meðan það er svo á það sama að gilda um alla. Við Baldur erum í staðfestri samvist en myndum aldrei láta gefa okkur saman í kirkju. Við stöndum utan trúfélaga og erum fé- lagar í Siðmennt. Það er lífsskoðun- arfélag sem mér finnst að ætti að fá sömu réttindi og trúfélög," segir Felix en Siðmennt hef- ur ekki fengið slíka heimild, þrátt fýrir óskir um slíkt. „Það svolítið fyndið að við Islend- ingar skul- um flagga trúfrelsi þótt það sé ekki al- veg reynd- in í raun og veru," segir hann. „Staðfesting samvist- ar er ígildi hjónavígslu, með sömu réttarstöðu og sömu guðsblessun Sátt um breytinguna Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar, segir að nefndin stefni að þvf að afgreiða frumvarp- ið í þessari viku. „Því næst fer það í aðra og þriðju umræðu í þinginu en það er stefnt að því að afgreiða þetta á yfirstandandi þingi. Það er víðtæk samstaða í nefndinni um að gera þessar breytingar á lögunum en inn- an hennar eru sjónarmið á lofti um hvort ganga eigi lengra og nota sömu hugtökyfir staðfestingu samvistar og hjónavígslu," segir Birgir en frumvarp forsætisráðherra gerir ekki ráð fyrir þeirri breytingu að þessu sinni. Það byggist á sjónarmiðum hefðbund- innar hugtakanotkunar kirkjunnar, að sögn Birgis. „Ég ætla ekki að deila við helgisiða- meistara kirkjunnar um hugtakanotk- un. Aðalatriðið er að efiiislega njóti samkyn- hneigðir sömu réttinda að þessu leyti Æ og gagnkyn- i hneigðir. Mér finnst hug- takanotkunin skipta minna máli í þessu sam- bandi," segir hann. Stefnt er að því að lögin taki gildi 27. júní en það er alþjóðlegur baráttudagur samkyn- hneigðra. fgildi hjónavígslu Séra Hjálmar Jónsson dómkirkju- prestur segir að hann muni ekki hika við að staðfesta samvist samkyn- hneigðra, frekar en annarra, verði frumvarpið að lögum. „Mitt svar er stutt og einfalt: já." Aðspurður hvort hann væri viljugur til að ganga lengra og framkvæma hjónavígslu samkyn- hneigðra para segir hann. „Staðfest- ing samvistar er ígildi hjónavígslu, með sömu réttarstöðu og sömu guðsblessun. Orðalag og annað, sem fólk tefur sig við, skiptir mig ekki máli. Ég mun fara að íslenskum lög- um. Annað skulum við láta liggja á milli hluta," segir hann. Heimild frá Guði Gunnar Þorsteinsson í Krossin- um er ekki á því að nýta sér þann rétt sem frumvarpið kveður á um verði það að lög- um. „Hið háa Alþingi er ekki nógu hátt fýrir okkur. Umboðið þarf að koma frá Guði. Það þarf himneska heimild til að gefa saman samkyn- hneigða. Hún liggur ekki fýrir. Hið háa Alþingi er ekki nógu hátt í okkar aug- um til að heimila slíkt," segir Gunnar. Felix Bergsson Fagnar þessu skrefi Gunnar Þorsteinsson í Krossinum Segir heimildina þurfa að koma frá Guði. Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur Segir staðfestingu samvistar ígildi hjónavigslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.