Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Side 74

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Side 74
74 FÖSTUDAGUR 23. MAf 2008 Fókus DV YFIRDRÁP í HURÐUM MAGNÚS HELGASON opnar sýningu sína Yfirdráp í Virtus við Laugaveg í dag, föstudag. Sýningin ferfram ísýningasal sem kallast Hurðir. Setning sýningarinnar stendur frá klukkan 17 til 19. UÚFIR ENDURFUNDIR Hatturinn er enn á sínum stað og Indy getur enn látið smella í svipunni en helvíti er hetjan samt orðin roskin.Þau nítján ár sem hafa liðið frá því lndiana Jones fór í síð- ustu krossferðina þar til hann fer nú aftur í leðurjakkann og eltist við forláta kristalshauskúpu, sem býr yfir miklum dularmætti, hafa sett sitt mark á Harrison Ford. Þrátt fyr- ir að elli kerling sé farin að narta í hælana á leikaranum fer hann samt tiltölulega létt með að skila okkur þeim Indiana Jones sem við viljum sjá og höfum saknað í tæpa tvo ára- tugi. George Lucas og Steven Spiel- berg taka ellismellinn líka hárrétt- um tökum og reyna hvergi að fela að Indy er eldri og stirðari og aldur- inn er notaður með miklum ágæt- um í kómískum tilgangi. Nú þarf Indy virkilega að hafa fyrir hetjulát- unum og stendur frammi fyrir því að hann er við það að verða of gam- all fyrir þetta brölt. Biðin eftir þessu margboðaða framhaldi hefur verið svo löng að harðir aðdáendur Jones voru marg- ir hverjir farnir að gefa upp alla von um að kempan myndi eiga aftur- kvæmt á hvíta tjaldið. En nú er hann lolcsins mættur og komi hann fagn- andi þótt Indiana Jones og Kon- ungdæmi kristalshauskúpunnar sé síður en svo gallalaus mynd. Þeir félagar Spielberg og Luc- as hafa fyrst og fremst skýrt þessa löngu töf með þeim rökum að þeir hafi ekki viljað leggja í annan forn- leifaleiðangur með Ford fýrr en þeir dyttu niður á pottþétta sögu og skot- helt handrit. Sagan að þessu sinni er þó slík moðsuða og á köflum svo stefnulaus að maður á bágt með að trúa að það hafi tekið 19 ár að grafa þetta upp. Reikult handrit gemr í mörgum tilfellum verið dauðadóm- ur yfir bíómynd en þegar Indiana Jones er annars vegar ræður sögu- þráðurinn ekki úrslitum. Svo lengi sem Jones er í formi og spenmmni er haldið með hraðri keyrslu erum við í toppmálum. Fyrsta Indiana Jones-myndin, Ránið á týndu örkinni, endurvakti á sínum tíma gamlan 3 bíó-fflíng og heillaði unga sem aldna með nýju og göróttu víni í eldgömlum belg. Þessi mynd er enn langbesta Indi- ana Jones-myndin og þær þrjár sem fylgt hafa í kjölfarið standa henni enn mislangt að baki. Almenn sátt ríkir um að önnur myndin sé sú slappasta en það breytti þó engu um að hún skilaði því sem af henni var ætlast. Lucas og Spielberg létu samt þau boð út ganga þegar þriðja myndin kom út að með henni vildu ■:i4diJ;l^^wiicn^7T«r»TrfTiflr!TO1 ■mTT.i i*i« |.vj iix*Mnihl f-.i ý-1 |.t] [tj» | H (»1 [j | (liliVM <«!TT» INDIANAJONES irkirk ANDTHE KINGDOM OFTHE CRYSTAL SKULL LEIKSTJÓRN: Steven Spielberg. AÐALHLUTVERK: Harrison Ford, Cate Blanchett, Karen Allen, Shia BÍÓDÓMUR þeir biðja aðdáendur Jones afsök- unar á mynd númer tvö. Síðasta krossferðin svínvirkaði og það sama má segja um Kon- ungdæmi kristalshauskúpunnar. Myndirnar eru um margt líkar og í báðum rambar ýktur söguþráður- inn á mörkum hins mögulega. Eins og reyndar í tveimur fýrstu mynd- unum. Nú er hins vegar árið 1957 runnið upp og nasistarnir sem Indi- ana Jones barðist áður við heyra sögunni til. Nú er Rússagrýlan hins vegar komin á kreik og á þeim bæn- um er engu minni áhugi á kukli og söfnun dulrænna fornmuna sem eiga að gera þeim sem hafa glingr- ið undir höndum kleift að leggja heiminn að fótum sér. Cate Blanchett leikur ábúðar- mikla og banvæna frauku sem var í uppáhaldi hjá Stalín og hefur yf- irumsjón með galdrabrölti Rússa. Indy flækist inn í leit hennar að kraftmikilli kristalshauskúpu og þarf að rifja upp gamla takta til þess að bjarga hinum frjálsa heimi eina ferðina enn. Hér er ekkert verið að finna upp hjólið og myndin sver sig fullkom- lega í ætt við forverana. Hún byrjar með látum, eins og lög gera ráð fýr- ir, og svo er drjúgum tíma eytt í elt- ingarleik Jones við flóknar vísbend- ingar gamals kollega sem lýkur með því að hann finnur hauskúpuna eft- irsóttu. Þá er ekki eftir neinu að bíða og Spielberg gefur allt í botn í æsi- legum lokakafla sem klikkar ekld. Sagan leyfir Spielberg meira að segja að blanda geimverum í mál- ið en þær hafa verið leikstjóranum hugleiknar sfðan í æsku. Hér renna því saman Indiana Jones og Close Encounters í súpu sem þeim Spi- elberg og Lucas er einum lagið að malla. Það sem helst má finna að myndinni fyrir utan þvælda söguna er sú dapurlega staðreynd að tölvu- tæknibrellur, sem eru ær og kýr Lu- casar, svipta Indiana Jones gamla sjarmanum. Framfarirnar í þess- ari deild gera því jafnlítið fýrir Indy og þær gerðu fyrir seinni Stjörnu- stríðsbálkinn. Sjarminn sem heill- aði í den er dauðhreinsaður og skil- ur eftir sig gervibragð. Þá fá fínir aukaleikarar eldd úr miklu að moða og helst hefði maður viljað fá að sjá hinn frábæra Ray Winstone njóta sín betur. Hinn hvimleiði unglingur Shia LaBeouf er þó þolanlegur sem útþynnt gen af Indiana Jones en einhverra hluta vegna hefur Spiel- berg tekið ástfóstri við þennan frek- ar þreytandi leikara. Rúsínan í þessum fi'na pylsu- enda er svo endurkoma Karen Allen í hlutverki valkyrjunnar Marion sem stal senunni í Ráninu á týndu örkinni og er stóra ástin í lífi Indy. Ljúfsár spennan í samspili þeirra tveggja er ósköp notaleg og þar sýn- ir Ford sína bestu takta og maðurinn yngist upp um áratugi. Þessir krútt- legu endurfundir elskendanna auk smekJdegra vísana í gömlu mynd- irnar, sem kalla fram fornan sælu- hroll, lyfta heildinni upp og skila Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull fjórðu stjörnunni. Þórarinn Þórarinsson Saganhingaðtil rániðAtýndu örkinni (1981) Árið 1936fá bandarískyfirvöld hinn þekkta fornleifafræðing Indiana Jones til þess að hafa uppi á Sáttmálsörkinni sem Biblían sagði hafa geymt boðorðin tlu. Illu heilli eru útsendarar Hitlers skrefi á undan JonesI leitinniaðtýndu örkinni. Örkin er talin búa yfir ótrúlegum mætti sem Hitler hyggst nota til að leggja heimsbyggðina að fótum sér. Indy nýtur dyggrar aðstoðar Marion, gamallar kærustu sem hann sækir til Nepal, í baráttunni við hið illa. INDIANA JONES OG MUSTERI DAUÐANS (1984) Árið er 1935 þannig að um forleik að Ráninu á týndu örkinni að ræða. Engir nasistar og engin Marion. Bara síöskrandi næturklúbbssöngkona og 12 ára kínverskur gutti sem lenda óvart í ægilegum ævintýrum með fornleifafræð- ingnum. Blóðþyrstir ofsatrúarmenn, Þöggar, hafa rænt öllum börnum indversks þorps og þvingað þau í námugröft eftir kynngi- mögnuðum steinum. Indy lætur til leiðast og fer í musteri dauðans þar sem hann lendir í klóm brjálæðinga og engin vettlingatök duga eigi að bjarga börnunum, gellunni og binda enda á ógnarvald hinna illu Þögga. INDIANA JONES OG SÍÐASTA KROSSFERÐIN (1989) Þremur árum eftir að honum tókst að koma í veg fýrir ránið á týndu örkinni kemst hinn frægi ævintýramaður og fornleifafræðingur yfir dagbók sem geymir vísbendingar um hvar finna megi hinn helga gral sem Kristur notaði (síðustu kvöldmáltíðinni. Jones slæst í för með tálkvenndi á vegum nasista í leit að bikarnum og föður Indys. Þegarfeðgarnir. ná saman á ný snýst leit sonar að föður upp í æsispennandi eltingaleik þarsemfeðgarnirleggjaofurkapp á að ná bikranum helga á undan nasistum en Hitler telur sig geta öðlast eilíft líf með því að bergja af honum. MÚSLJMA HÆTTAN Stærsta deilumál Evrópu er komið til Isiands. Þeir sem vilja verða gildir í umræðunni um inn- flytjendamál þurfa að skilja íslam- ista og naívista. Bókin varpar ljósi á marga af stærstu atburðum sam- tímans, til dæmis árásirnar 11. september, skopteikningamál- ið og þjóðflutningana miklu í Evr- ópu. Hún er fádæma upplýsandi og áhrifamikil, fjallar um fordóma og afdráttarlaust um viðkvæmt mál sem fram að þessu hefur ver- ið orðað jafnvarfærnislega og snara í hengds manns húsi. Það verður sífellt erfiðara að komast hjá því að mynda sér skoðun á málefnum .múslima í Evrópu, ekki síst í kjöl- ÍSLAMISTAR kkki OG NAÍVISTAR EFTIR: Karen Jespersen og Ralf Pittelkow ÞÝÐING: Brynjar Arnarsson ÚTGEFANDI: Bókafélagið Ugla BÓICADÓMUR far þess að íslamistar hafa brennt sendiráð og hótað mönnum lífláti fyrir skoðanir eða listsköpun. Bók- in gefur mönnum yfirsýn og hug- takasafn til að leggja mat á það, sem og önnur mál sem varða fjöl- menningu og innflytjendur. Þar skiptir miklu máli að hún greinir á milli múslima og fslamista og vinn- ur þar með gegn fordómum á hóf- sömum múslimum. íslamistar eru strangtrúaðir og alræðissinnaðir múhameðstrúar- menn, sem vilja beygja vestrænt lýðræði undir ósamrýmanleg lög fslams. Naívistar eru vel meinandi Vesturlandabúar sem fórna lýðræð- inu á altari pólitísks rétttrúnaðar í barnaskap sínum. Þessir tveir hóp- ar standa í vegi fyrir aðlögun mús- iimskra innflytjenda að vestrænum samfélögum og um leið vinna þeir gegn undirstöðu lýðræðisins; tján- ingarfrelsinu. Tveir gallar eru helstir á þess- ari bók. I fyrsta lagi er hún full end- urtekningasöm, sem þó er ákveð- ÍSLAMISTAR OG NAÍVISTAR KAREN JESPERSEN RALF PITTELKOW ið herbragð til að halda samhengi í röksemdarfærslunni. I öðru lagi eru skopmyndirnar af Múhameð, sem bókin fjallar að stórum hluta um, ekki birtar í bókinni. Það er furðulegt. JónTraustiReynisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.