Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Qupperneq 57

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Qupperneq 57
DV Sakamál FÖSTUDAGUR 23. MA( 2008 57 Sakamál UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON kolbeinn@dv.is BANVÆIMIM HRAKI Vín inn vit útvar einliverju sinni sagt um áfengisdrykkju. Það sannaðist á hóteli í Cadempino i Sviss. Þrir félagar höfðu farið út að skemmta sér á dansstað og voru í góðum gír þegar þeir komu heim á hótel um nóttina. Og hvað er eðlilegra en að fara í hrákakeppni þegar skapið er gott og nóttin er ung? Keppnin fólst í að hrækja sem lengst út frá svölum herbergisins og þegar upp var staðið lá emn i valnum. Einn var reyndar kominn undir rekkjuvoðir en hinir héldu keppni áfram. Sá sem síðar lést tók tilhlaup að svölunum, nú skyldi tekið á þvi. Maðurinn, tuttugu og níu ára, féll sex metra niður og dó skömmu síðar. mmm Parkman myrtur Innheimt- an reyndist ekki ferð til fjár. George Parkman var af auðugu fólki kominn og efnaðist enn frekar af lánastarfsemi. Afleiðingar þeirrar starfsemi urðu honum að aldurtila og morðingi hans tilheyrði virt- ustu elítu Boston-borgar, líkt og hann sjálfur. Gas! Gas! Gas! Óhætt er að segja að kona ein á norðvesturhluta Sjálands hafi ekki hugsað málið til enda. Hún var í heimsókn hjá kunn- ingjafólki þegar skyndilega rann á hana æði. Konan, sem var kófdrukkin, tók til handa- gagns voldugan eldhúshníf og sveiflaði honum í allar áttir, eins og um skylmingar váeri að ræða. Húsráðendur sáu sitt óvænna og lögðu á flótta og gerðu lögreglu viðvart. En áður en lögreglan kom á stað- inn hafði konunni tekist að stinga hnífrium í sitt eigið enni. Henni var þó ekki uppgjöf í huga þegar laganna verði bar að og þurfti að beita piparúða til að hemja skassið. Hvort lög- reglumennirnir hrópuðu „Gas! Gas! Gas!" skal ósagt látið. Ekki eingöngu mannfólk sem gistir fangelsið í Chiapas: ASNINN Á BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Lögreglan í Chiapas í Mexókó er öilu vön þegar kemur að því að handtaka fyllibyttur og fleira fólk sem hagar sér illa á almannafæri. En verðir laga þar á bæ hafa ekki eingöngu lent í vandræðum með mannfólk sem ekki kann fót- um sínum forráð þvíþeir hafa oftar en einu sinni þurft að hafa afskipti af ferfætlingum sem vikið hafa af hinum mjóa vegi dyggðarinnar, vegi sem reyndar er ákvarðaður af mannskepnunni. Um þessar mundir er í umdæmi lögreglunn- ar í Chiapas undir lás og slá asni nokkur sem hefur gerst sekur um árás og ofbeldi. Lögreglu- stjórinn, Sinar Gomez, sagði að asninn hlyti ekki frelsi fyrr en eigandi hans hefði samþykkt að greiða sjúkrahúskostnað fórnarlambanna, en asninn sparkaði í og beit tvo karlmenn við búgarð á þessum slóðum. „Hér um slóðir fer hver sá sem fremur glæp í grjótið. Engu máli skiptir hver á í hlut," sagði Sinar Gomez þegar fréttastofa AP hafði sam- band við hann. Eigandi asnans, Mauro Gutierr- ez, sagði AP að hann hygðist reyna að komast að samkomulagi, á vinalegum nótum, við fórn- arlömbin um greiðslu lækniskostnaðar sem er um fjögur hundruð og tuttugu bandaríkjadalir, eða rétt rúmar þrjátíu þúsund krónur. Að sögn fórnarlambanna beit asninn Genaro Vazquez í bringuna og sparkaði í Andres Hern- andez þegar hann kom Vazquez til bjargar, með þeim afleiðingum að hann brákaðist á ökkia. „Allt í einu var skepnan komin ofan á okkur, eins og hún væri með hundaæði," sagði Hern- andez. Það þurfti sex menn til að hemja hina ólmu skepnu. Sem fyrr segir er þetta ekki í fyrsta skipti sem lögreglan setur skepnur á bak við lás og slá. Áður hefur naut verið fangelsað fyrir að eyði- leggja kornuppskeru og tvo sölubása og árið 2006 sat hundur á bak við rimla í tólf daga eft- ir að hafa bitið mann. Eigendur hundsins voru sektaðir um sem nemur þrettán hundruð ís- lenskum krónum. George Parkman læknir var einn af virtari íbúum Boston-borgar úm miðja nítjándu öld, og vel þekktur. Hann átti margar húseignir í borg- inni, sem hann leigði út, og sást gjarna ganga götur borgarinnar og innheimta það sem honum bar af leigutökum sínum. Parkman var virtur læknir og tilheyrði Brahmin-elítunni í Bost- on, en þar var um að ræða mektar- fólk sem taldist til elstu fjölskyldna borgarinnar. Þeir atburðir sem sag- an fjallar um náðu hámarki í bygg- ingu Massachusetts-sjúkrahúss- ins, en Parkman hafði einmitt gefið land undir byggingu þess nokkr- um árum fyrr. Sjúkrahúsbyggingin hýsti einnig læknaskóla Harvard. George Parkman hafði aldrei þekkt annað en auð og velsæld enda tilheyrði hann einni auðugustu ætt borgarinnar. En hann var einnig afar séður í fjármálum og hafði, eft- ir að hann komst til manns, tekist að ávaxta sitt pund með fjárlánum og údeigu íbúða sinna, sem margar hverjar stóðu vart undir nafni. Til mikillar ólukku hafði hann meðal annars lánað John White Webster, prófessor í efhafræði við skólann, töluvert fé. En ekki gekk sem skyldi að innheimta þá skuld og eftir því sem tíminn leið gerðist Parkman önugri vegna þess. Myrtur á rannsóknarstofu George Parkman sótti Webster heim þar sem hann var við vinnu á rannsóknarstofu læknaskól- ans 23. nóvember 1849 og krafðist þess að Webster gerði upp skuld- ina. Til handalögmála kom sem lyktaði með því að Webster rotaði Parkman. Nú voru góð ráð dýr og Webster tók þá ákvörðun að klára verkið sem hann hafði hafið og gerði það svikalaust. Hann hlutaði líkama Parkmans niður og faldi lík- amshlutana í hvelfingu undir skrif- stofu sinni. John White Webster, líkt og Parkman, átti mikið undir sér enda tilheyrði hann Brahmin-elítunni. Webster sagði lögreglunni að hann byggi ekki yfir neinni vimeskju um Hann hlutaði líkama Park- m/inc níAiir a/i fnlrli /i'Irnmc. Læknaskóli Harvard í Boston George Parkman gaf lóð undir byggingu skólans. hvarf Parkmans. Lögreglan í Bost- on hafði enga ástæðu til að álykta að sá framburður væri annað en sannur. Sá fyrsti sem lögreglan hand- tók vegna málsins var íri sem hafði reynt að nota mtmgu dala seðil til að greiða ferjutoll. Ástæða þess að gmnur féll á þennan ólánsama íra var það álit að ekki nokkur íri hefði svo mikið fé milli handanna án þess að hafa óhreint mjöl í poka- horninu. Sök bítur sekan En Ephraim Littlefield, húsvörð- ur í skólanum, hafði grunað Webst- er um græsku allt frá því Parkman hvarf. Grunur Littlefield styrkt- ist þegar Webster stakk að honum peningum svo hann gæti keypt kalkún fýrir þakkargjörðarhátíðina svo fjölskyldan gæti gert sér glað- an dag. Ephraim Littlefield hafði unnið við skólann í sjö ár og aldrei nokkru sinni fyrr hafði Webster gaukað nokkrum sköpuðum hlut að honum. Á meðan kalkúninn steiktist í ofninum braust Littlefield inn í innsiglaða hvelfingu Websters og þar blöstu við honum líkams- leifar Georges Parkman. Réttarhöldin yfir Webster vöktu athygli fólks hvaðanæva úr Banda- ríkjunum. Sextíu þúsund manns vom viðstaddir og var fólki skipt upp í hópa sem var skipt út úr rétt- arsalnum á tíu mínútna fresti. Rétt- arhöldin mörkuðu tímamót að því leyti að aldrei fyrr höfðu tennur verið notaðar sem sönnunargagn. Parkman var með falskar tennur og áberandi undirbit og í mörg ár eft- ir dauða hans voru fölskurnar hans til sýnis á hæðinni fýrir ofan rann- sóknarstofu Websters. Webster var sekur fúndinn og skömmu áður en hann var hengd- ur játaði hann afbrot sitt. Flögur fyrir dóp Nýsjálendingur reyndi að borga fýrir snakk með marijú- ana þegar í ljós kom að hann hafði ekki nægt reiðufé tíl að greiða fyrir snakk í kjóski í Wellington. En hann hefði betur athugað hverjir voru í biðröðinni þega hann bar upp þetta óvenjulega viðskiptatil- boð, því þar stóð lögreglumað- ur í mestu makindum og beið þess að röðin kæmi að honum. Hætt er við að þeir tveir pokar af M&M og kartöfluflög- urnar sem Wade Churchward hugðist kaupa verði honum dýrkeypt því lögregluþjóninum rann blóðið til skyldunnar og handtók hann. Ungur afbrotamaður Hann var ekki hár í loft- inu bílþjófurinn sem stal bíl um miðja nótt í bandaríska bænum Pontiac. Síðastliðna miðvikudagsnótt ákvað átta ára guttí í bænum að fara í bíl- túr. Hann laumaðist því út af heimili sínu og rakst á bíl sem var í lausagangi ekki langt frá. Pottormurinn beið ekki boð- anna en settist undir stýri og bakkaði út á götu. En drengur- inn náði ekki með góðu móti niður á bremsuna og því tókst ekki betur tíl en svo að hann ók ffaman á annan bíl. En ævintýrið var ekki á enda og áður en drengurinn gat rönd við reist kom þriðji bíllinn að- vífandi og var ekið inn í hinn stolna bíl. Ekki er getið um eft- irmál í ffétt AP af málinu. MORÐí HARVARD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.