Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 Helgarblaö PV „Ég er búin að vera edrú í eitt ár í þessum mánuði," segir Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir, tuttugu og átta ára Keflvíkingur, um leið og and- lit hennar ljómar af stolti. Stolt má hún vera enda búin að sigrast á djöf- ullegri fíkn, þó ekki í fyrsta skiptið en vonandi það síðasta. „Ég vil sem minnst hugsa um framtíðina, hún er óskrifað blað. Ég tek einn dag í einu núna." Átti frábæra æsku Móðir Kleópötru var aðeins sex- tán ára þegar hún eignaðist hana. „Fyrstu fjögur árin bjuggum við hjá ömmu og afa. Þau eru og hafa alla tíð verið mínar foreldraímyndir. Ég var hamingjusöm sem barn enda fékk ég gott uppeldi frá ömmu, afa, mömmu og fósturpabba sem kom inn í líf mitt við fjögurra ára aldur. Ég átti einfald- lega frábæra æsku." Kleópatra átti mjög auðvelt með að læra og lauk hún grunnskóla án nokkurrar fyr- irhafnar. Hún virtist standa sig vel í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Þegar unglingsárin tóku við fór hún að upplifa svolítið rótleysi. „Ég vissi ekki alveg hvað ég vildi, æddi úr einu í annað og kláraði aldrei neitt. Ég skipti tvívegis um menntaskóla og gafst því miður upp áður en ég náði að ljúka stúdentsprófi." Anorexía „Á menntaskólaárunum fór ég að djamma svolítið eins og ungling- ar gera. Það hentaði mér hins vegar ekki að drekka, mér fannst sú víma vond. Ég kynntist fljótlega amfet- amíni og þar fann ég mig. Ég var að kljást við anorexíu á þessum tíma og hentaði amfetamínið mér því ákaf- lega vel. Þegar ég var undir áhrifum hafði ég enga þörf fyrir að borða. Við smullum því sem eitt. Ég var ekki í dagneyslu en ég tók langar helgar eins og ég orða það." Aðspurð hvort fjölskyldan hafi verið meðvituð um neyslu hennar á þessum tíma hristii Kleópatrahausinn. „Nei, nei, nei, það grunaði engan neitt. Mér fannst svo sem ekkert athugavert við þetta. Ég hafði fullkomna stjórn á neyslunni, eða svo taldi ég mér trú um." Fann draumaprinsinn „Árið 2000 kynntist ég Bjarka Þóri Kjartanssyni. Það ár hreinlega umturnaðist ég enda var Bjarki í al- gjöru rugli." Ég bið hana að útskýra betur hvað hún eigi við með því að hann hafi verið í rugli. „Bjarki var að selja eiturlyf og svo var hann í mikilli neyslu. I mínum huga var hann hinn eini sanni draumaprins. Ég féll alveg fyrir þessum „bad boy". Núna þurfti ég ekki lengur að berjast á milli góðu stelpunnar sem reyndi að standa sig í öllu og þeirrar sem var sama um allt og alla. Ég fékk frelsi til að vera ég sjálf." Ékki leið á löngu þar til Kleóp- atra var komin í daglega neyslu. Hún leggur þó áherslu á að hún hafl ekki notast við sprautur á þessum tíma. Ástfangin Það fór ekki fram hjá neinum að þau Kleópatra og Bjarki voru yfir sig ástfangin. Þau voru ekkert að tví- nóna við hlutina heldur ákváðu þau að stinga af og gifta sig aðeins ör- stuttu eftir að þau kynntust. Enginn vissi af uppátækinu en einhverra hluta vegna komu fréttirnar eng- um á óvart. „Við vorum rosalega ást- fangin," segir Kleópatra með glampa í augunum. Níu mánuðum síðar fæddist þeim Kleópötru og Bjarka sonur. „Ætli ég hafi ekki bara orðið ólétt á brúðkaupsnóttina." í neyslu á meðgöngunni. Þar sem samtal okkar snýr að neyslu liggur beinast við að spyrja hvernig málum var háttað á með- göngunni. „Ég var í neyslu allan tím- ann," segir hún þung á brún. Stuttu eftir að barnið kom í heim- inn ákváðu þau hjónin að flytja út á land og taka sig saman í andlit- inu. „Bjarki barði í borðið og sagðist ekki vilja ala upp barn í neyslu. Við höfðum orðið vitni að því hjá allt of mörgum pörum í kringum okkur að barnaverndarnefnd þyrfti að hafa afskipti af málunum, mörg hræði- leg dæmi. Við vorum staðráðin í að verða ekki ein af þessum foreldr- um." Aðspurð hvort barnið hafi bor- „ÉG VILDIBARA GERA ÞEIM GREIÐA OG DEYJA. ÉG LAGÐIST MEÐ ÞEIM OG LAS FYRIR ÞAU BÓK, ÁÐUR EN ÉG SVO KVADDIÞAU GREIP SONUR MINN MEÐ BÁÐUM HÖNDUM UTAN UM ANDLIT MITT, HORFÐI (AUGU MÍN OG SAGÐI „MAMMA, ÉG VIL EKKIAÐ ÞÚ VERÐIR ENGILL STRAX'Í' ið skaða af neyslu hennar á með- göngunni, dregur hún djúpt andann og svarar „Nei, guði sé lof." Hasstímabil Ekki gekk breytti lífstíllinn bet- ur en svo að þau voru komin aftur til borgarinnar fimm mánuðum síð- ar og farin að stunda nýja tegund neyslu. „Þarna fór ég að reykja hass og við tók mikið reykingatímabil í lífi mínu. Með sannfæringarkraftinum tókst mér eina ferðina enn að telja mér trú um að ég hefði fulla stjórn á neyslunni. En eins og ég átti eftir að reka mig ítrekað á á næstu árum hafði ég rangt fyrir mér." Neyslan jókst og bera fór á bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi í sambandinu. Ekki leið þó á löngu þar til annað barn þeirra kom í heiminn. Örlagaríkt ár Árið 2005 átti eftir að verða ör- lagaríkt í lífi Kleopötru. í aprfl það ár fæddist þriðja barn þeirra og óhætt að segja að álagið hafi aukist til muna. Ofbeldið hafði farið stig- vaxandi í sambandi þeirra hjóna og Kleópatra var orðin mjög einangruð frá umheiminum. „Neyslan var far- in að hafa mjög slæm áhrif á okkur og geðveikin var orðin mikil. Barna- verndarnefnd var farin að banka á dyrnar hjá okkur og lét okkur reglu- lega vita að við værum undir eftirliti. Ég varð mjög tortryggin og fannst all- ur heimurinn vera að svíkja mig. Ein- hver nákominn hafði greinilega haft samband við barnaverndarnefnd. Ég var reið og sár en í dag er ég þakklát," segir Kleópatra sem veit enn ekki hver tilkynnti .þau til barnavernda- nefndar. Umbreyting Nokkíum mánuðum eftir fæð- ingu barnsins átti sér stað hræðileg- ur atburður á heimili þeirra hjóna. Kleópatra treystir sér ekki til að lýsa atburðinum ítarlega en segir mik- ið ofbeldi hafa komið við sögu og að kalla hafi þurft til lögreglu. Mál- ið komst í fjölmiðla og olli töluverðu fári. „Þessi atburður átti eftir að breyta lífi okkar til frambúðar. Okkur var settur úrslitakostur og gerð grein fyrir því að ef við færum ekki í með- ferð á stundinni myndum við missa börnin. Eins og alltaf fannst mér maðurinn minn eiga við meiri og stærri vandamál að stríða en ég sjálf og óttaðist þetta skref því ekki. Það er alveg merkilegt hvað maður get- ur verið blindur á eigin vandamál." Börnunum þremur var komið fyrir hjá ættingjum á meðan þau sjálf fóru í meðferð. Þetta vár þó ekki allt því þarna skildu leiðir þeirra Kleópötru og Bjarka. Vildi deyja Eftir þrjá mánuði edrú gekk lífið sinn vanagang og skiptust þau Bjarki á að vera með börnin. „Eitt kvöld- ið eftir að ég hafði keyrt börnin til pabba síns eftir tveggja vikna viðveru hjá mér ákvað ég að detta í það. Þeg- ar svo kom að því að sækja þau var ég í engu ástandi til að láta sjá mig. Nokkrum dögum síðar ákvað ég að fara og kveðja börnin mín, ég gat ekki hugsað mér að halda áfram að valda þeim vonbrigðum. Ég vildi bara gera þeim greiða og deyja. Ég lagðist með þeim og las fyrir þau bók, áður en ég svo kvaddi þau greip sonur minn með báðum höndum utan um and- lit mitt, horfði í augu mín og sagði: „Mamma, ég vil ekki að þú verðir engill strax"" Fyrsta sprautan „Þetta sama kvöld sprautaði ég mig í fyrsta skipti. Skammturinn var svo stór að hann hefði átt að drepa fflefldan karlmann. Ég fann varla fyrir áhrifum. Ég er viss um að ein- hver mér æðri hafi gripið í taumana þetta kvöld. Minn tími var ekki kom- inn. Ég hélt þó statt og stöðugt áfram að reyna að ganga frá mér. Ég hafði ekki hugrekki til að hengja mig en ædaði að reyna að deyja sem fyrst úr neyslu. Það hvarflaði aldrei að mér að ég væri eigingjörn á þessum tíma. Ég leit bara svo á að ég væri að létta á mínum nánustu með því að tortíma sjálfri mér." Einn fyrir félagann Eftir talið um dauðaþrána spyr ég Kleópötru hvor hún hafi lent í því að missa einhvern nákominn úr neyslu. Svarið sló mig meira en ég átti von á. „Já, marga. Ég hef misst marga vini. Sumir hverjir hafa tekið of stóra skammta, aðrir framið sjálfsmorð og svo varð einn úti. Allt voru þetta ■ HORFIST f AUGU VIÐ SJÁLFA SIG Á meðan Kleópatra var i neyslu forðaðist hún spegilmynd sína eins og heitan eldinn, í dag eru breyttir tímar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.