Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Side 29
DV Umræða FÖSTUDAGUR 23. MAl 2008 29 MYNDIN Þokuslæða Dulúðugt útsýni var frá Sólfarinu við Sæbraut þegar þokan lagðist yfir. Skúturnar liðu hjá enda nægilegt skyggni til siglinga. DV-MYND Sigurður Plúsinn fá strætóbílstjórar sem i gær mótmæltu tímaáætlun sem stuðlarað ofsaakstri vagnstjóra. SPURNINGIN VERÐA PALESTÍNU- MENNIRNIRÞÁ EKKI AÐ FARAí STURTU? „Nei, það er kannski ekki alveg ástæða þess til að líkja því saman. Þeir eru ekki söluvara," segir Árni Johnsen alþingismaður, en á Alþingi á miðvikudaginn sagði Árni að bera mætti saman að innflutt grænmeti sem pakkað er I íslenskar pakkningar, sé sambærilegt við það að Klnverji skolaði sig með Islensku vatni og væri þá orðinn (slendingur. Um reiða konu og flóttafólk Ég er ekki ein um að vera kát með hertu konuna í þætti Þorsteins Guð- mundssonar, Svalbarða, sem sýnd- ur er á SkjáEinum um þessar mund- ir og verður vonandi sem lengst. Þarna birtist þessi ofsalega mann- eskja á skjánum, holdtekja óánægju og gremju enda segir hún farir sínar og okkar hinna alls ekki sléttar. Hún er rífandi reið með hvernig allt veltist og hún spyr hvað þetta eigi eiginlega að þýða og hvað eigi eiginlega að gera til þess að breyta þessu eða hinu sem henni blöskrar svo mjög að hálsinn á henni þrengist allur og strekkist og andlitið verður einsog ein makalaus birting af Ópinu, því ffæga málverki eftir Edvard Munk. Nema hvað, maður bíður spennt- ur eftir því hvað sú reiða segir hverju sinni og ef hana vantar, sem er trú- lega vegna þess að hún er svo mið- ur sín að hún getur ekki talað, saknar maður reiðilestranna. Hvers vegna? Iú, vegna þess að kellingin frá Sval- barða talar ekki tungum tveim og sitt með hvorri; áhorfandinn skil- ur hana því að hún á uppruna sinn í klungrinu innan í honum og hún talar sama tungumál og hann; rödd- in er auðvitað ýkt vegna þess að það er háttur leikkonunnar, Ágústu Evu, en ýkjumar hafa tilgang einsog fyrri daginn því sú reiða talar um það sem brennur á okkur öllum. VIGDÍS GRÍMSDOTTIR rithöfundur skrifar „...en ýkjurnar hafa tilgang einsog fyrri daginn því sú reiða talarumþaðsem brennur á okkur öllum. Margir spyrja sig þeirrar spurn- ingar þessa dagana hvers vegna við ættum að taka á móti landlausum flóttamönnum og veita þeim öryggi og heimilisfang á meðan við erum ekki fær um að rækta eigin garð svo vel grói. Um þetta er rætt í heitustu pottunum og þeir fara mikinn sem segja að við ættum FYRST að hlú að okkar fátæka fólki ÁÐUR en við för- um að sinna palestínskum konum og krökkum sem alið hafa aldur sinn í Irak. Auðvitað er þetta hin dýpsta spuming en svarið er kannski ein- falt þegar grannt er skoðað; það ætti nefnilega enginn sem búsettur er hér á landi að þurfa fátæktarhjálp, hver einasti maður ætti að hafa nóg fýrir sig að leggja, húsnæði, atvinnu og mat - því það er sjálfsagður rétt- ur hans. Það er skömm að því að svo skuli ekki vera og sú skömm er kjörinna stjómvalda. (Hér er sem ég heyri kellingu frá Svalbarða hækka róm og þenja rödd.) Við ættum því alls ekki að bera hlutina saman og segja: - fyrst að rækta garðinn og svo að horfa yfir girðinguna - þegar það er einfaldlega svo vel hægt að gera hvort tveggja samtímis og gott betur. Við ættum að krefjast þess að stjórnvöld eyddu misréttinu á ís- landi og við ættum á sama tíma að sjá sóma okkar í því að bera ábyrgð í heiminum, vegna þess að okkur kemur hann við. Það dugar ekki að vera staðfastur einn daginn og fullur aftieitunar þann næsta. Við bemm ábyrgð hvert á öðru og við erum alls staðar, við erum líka fólkið frá land- inu sem íslensk stjórnvöld tóku vilj- ug þátt í að bombardera. Við emm hluti heimsins en ekki einangraður smákoppur í Norður- höfum. Höfum þetta í huga þar sem við sitjum og skeggræðum í hlýjunni. Sandkassinn EINS 0G ÉG sagði frá í sandkassa síðasta helgarblaðs var dá- samlegt að alast upp úti á landi. Þar ríkti frelsið og kyrrðin. Allir þekktu og vissu allt um alla. Mað- ur var farinn að vinna ábyrgðar- störf í samfélaginu áður en mal- biksdrengir í höfuðborginni vom hættir að pissa undir. Maður fór út að morgni og kom heim að kvöldi. Þegar ég lauk grunnskóla hafði ég meiri og dýrmætari starfsreynslu en margir borgar- búar munu öðlast á allri ævinni. NÚ ÞEGAR ég er fluttur á malbik- ið sakna ég óneitanlega heima- haganna. Netið kemur mér þar til hjálpar en með því get ég fylgst með „fréttum" sem allajafna þykja ekki frétt- ir. Ykkur rekur kannski í roga- stans þegar þið lesið þetta en sannleikurinn er sá að aðeins tvö ár skildu að gamla sveitasímann og internetið í minni heimasveit; Kópaskeri við Öxarfjörð. ARIÐ 1987 tengdist Pétur Þor- steinsson, fýrstur fslendinga, inter- netinu. Það gerði hann í bílskúrn- um heima hjá sér og stofnaði í kjölfarið fslenska menntanetið. Þetta var tveimur árum eftír að sveitasíminn lagðist af en sveitin heima var sú síðasta á landinu til að hætta notkun hans. Það finnst mér merkilegt og vonandi ein- hverjum sem Ies þetta líka. Það er því sérlega gaman að nota netíð til að fá fféttír úr sveitínni heima. A HELSTU fféttasíðu byggðarlags- ins koma stundum fréttír sem eru alveg dásamlegar. Slóðin er 123.is/kopasker. Fréttir sem þar birtast ná allajafna ekki í stóru miðlana. Gott dæmi er stórfrétt sem ég las á síðunni í síðustu viku. Þar auglýsti einn íbúinn eftír lopapeysu sem hann hafði glatað og saknaði mikið. Með fréttinni var mynd af honum í peys- unni góðu, á góðri stund. Það eru þessir hlutir sem gera það að verloim að ég sakna heimahag- anna. Smæðin heillar. mjjjjiþoo) , * JL „rt -hvað er að frétta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.