Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 23. MAl 2008 Helgarblað PV hefur lifað tímana tvenna. Hann talar á einlægan hátt um trúna, skilnaðinn, tónlistina og ástina. Páll talar um villta tíma með Jet Black Joe þar sem hann skaut tronnnarann og varð fyrstur á íslandi til að verða fyrir táragasi, þegar bróðir Gunnars í Krossinum sveik hann og hann fann jafnvægið i lífinu. Ás- geir Jónsson tók viðtal við Pál sem lifir góðu lífi i dag og sér ekki eftir neinu. Þeir eru fáir á íslandi sem ekki þekkja til stórsöngvarans Páls Rós- inkrans. Frá því að Páll steig fram á sjónarsviðið með hljómsveit sinni Jet Black Joe hefur hann alltaf ver- ið í umræðunni þó lítið fari fyrir honum. Svæsnar sögur úr rokkinu, sterk trú, þátttakan í Krossinum, skilnaðurinn og tónlistin eru allt hlutir sem hafa mótað líf þessa manns en á annan hátt en flesta grunar. Lítur á sig sem Hafnfirðing „Ég er fæddur á Landspítalan- um 18.janúar 1974," segir Páll Rós- inkrans þegar hann sest niður til þess að ræða við blaðamann DV um allt og ekki neitt. Páll er vel til fara og virkar hógvær og kurteis. „Ég bjó í Reykjavík til átta ára ald- urs en flutti síðan í Hafnarfjörð. Þar bjó ég til tuttugu og fjögurra ára aldurs þannig að ég tel mig nú vera Hafnfirðing," segir Páll sem stað- festir enn og aftur að Hafnarfjarð- arbær virðist ala endalaust af sér fært tónlistarfólk. Þótt Páll hafi alltaf verið viðloð- andi tónlist og söng, meðal ann- ars í gegnum sunnudagaskólann í Krossinum þegar hann var yngri, byrjaði rokkferillinn þegar hann var 14 ára í Hafnarfirði. „Þá var ég í bílskúrsbandi sem hét Edrú," en aðspurður segir Páll að nafn hljóm- sveitarinnar hafi vissulega verið kaldhæðni. „Það var allavega ekki tilgangur hennar. Enda vorum við bara ungir strákar með sítt hár. Við æfðum tvisvar í vilcu og spiluðum í félagsmiðstöðvunum og svona. Spiluðum lög sem við filuðum og það var bara gaman." Fæðing Jet Black Joe í Húnaveri Það var í gegnum hljómsveitina Edrú sem að Páll kynntist Gunn- ari Bjarna Ragnarssyni, hinum forsprakka Jet Black Joe. „Hljóm- sveitin mín og hljómsveitin hans Bootlegs áttu báðar að spila á úti- hátíðinni í Húnaveri." Má með sanni segja að ábyrgðarleysi og óstundvísi ungra síðhærðra rolck- ara hafi orðið til þess að þeir félag- ar kynntust því báðir voru þeir einu meðlimir sinna hljómsveita sem mættu á svæðið. „Við tókum tal saman og upp á djókið tókum við þátt í einhverri hæfileikakeppni saman." Mánuði síðar var PáÚ mættur heim til Gunn- ars, „Við fórum að semja tónlist og seinna meir fóru fleiri og fleiri að bætast í hópinn og úr varð Jet Black Joe." Fyrsta lag sveitarinnar var tek- ið upp seint á árinu 1991 og var Páll þá 17 ára. Það var smellurinn Rain sem náði strax miklum vinsældum. Lagið kom út vorið 1992 ásamt Big ... is: NýhljómsvxTt hcfur n.irt ótrúlcgmn vinsældum á stuttum tíma: Kvenhylli °g frægðarljós - páll Rrtslnkrans, l8árasirnRvíii1£JeiBlrtckJoc.cr|>opi>stianií> Jtrppleiö lúternkcltuvaartoorr- w< m n»m t»hn » ikiu im, omw ucu. «n> tM Bcintifynusmi Roknasíns Sfc£nS«“»>>u»Sr5 rtnortc t-rT-,B^,>,„ „ sgsrjsxrsi.’s Ir-nm. -jnWCT i t-iy»»--»c»»L-jii .Vt ciAli *k>*6uD»ð takJtótúli.tM nwíuwtl rnVsa. WB rráUusc cr aS&KSi'íaÆ KK&'aiSiU. SKÍ'SSfSÆ’i MSS^* uciHwww™, gszssszzzz asar&assjg- wJ"ÍT, wu r—nnarl Hcuna w toftr löcrrur q; Þfir loiw IR HiiV inn wrti pcn»0ana nrn» ÞMn Sj***t*^v*ig«*g * B Íituín UmTlUia b*ft J-éb hríw pntf «*ki;r 1 Juj: h»ry>t ttillU l»ótt NStamni WB Wtur KrtukincMn aft kmu rt W tjijvai.* tnfr ~S*nt 'tvö r-V' VHW*k"n I*4 ** irprtini >6 tvt» rftu hiult l»í> i*J uia vjfttwftStiórninni uoi Luxtíftne ** 'Vi hiifuiB w-*»A toft hafi ortáft tii tru aft títan h!jóon»c *jn»t Ttrfrxiálr nc hrlncntua rtftEn þaa oríkímatt úÖSSTi liöjo. ht. ES*»n»Jr.- ÚCWSrtr l'Wll Hnú, Itcroiac,. tonl ttartrra. w lWns.lr»rt>C»»tW>Wá>rar»bar„m lart, vC *pCus> crleBíC >»U»t, >ri t.vrt, fcrtlrtrr. Hrur um SaSaStfe — wetiua n»4> þ.4m t#**u hrU uct oUur. Mtt trn lytftfart kcnift fram ft qftMmófiift nm Unct hUtaswinr i pak» d»s* noOKta. 'tLA Hefurverið trúaðurfrá blautu barnsbeini. Fat Stone á plötunni Bandalög 5 og voru vinsældir þessarar ungu og efnilegu rokkfiljómsveitar tryggðar. „Við gáfum út fyrstu plötuna okkar fyrir jóiin 1992," en hún hét í höfuðið á hljómsveitinni og segir Páll að hlutirnir hafi gerst með ógn- arhraða á þessum tíma. „Allt í einu vorum við famir að túra með þess- um stóru hijómsveitum eins og Sál- inni og Todmobile." I kjölfarið fylgdu plötumar You ain't here árið 1993 og Fuzz árið 1994. Það er skemmst frá því að segja að Jet Black Joe var rokkhljómsveit á íslandi á þessum tíma. Skaut trommarann Eins og alltaf fylgdi rokkinu mik- il keyrsla. Sætar stelpur, sukk og há- vaðapartí. Margar ótrúlegar sögur hafa heyrst á kaffistofum af ævintýr- um Páls og félaga og flestar þeirra em dagsannar. „Það em margar sögur frá þessum tíma og flestar em sannar þó þær séu nú stílfærð- ar margar hveijar. En ég hef gaman af því að heyra þær í mismunandi útgáfu og heyra hvemig þær hafa breyst." Þegar Páll er spurður um eina söguna sem tengist voðaskoti er hann ekki lengi að kveikja. „Já, ég skaut trommarann, Jón Örn Arnar- son," segir Páll með sinni hæglátu rödd. „Ég skaut hann í öxlina. Hann limpaðist niður og ég kom honum í snatri á spítala." Þegar þangað var komið kom hver læknirinn á fæt- ur öðmm aðvífandi, „Þeir vom all- ir að segja hvað hann væri heppinn að hafa sloppið því skotið fór rétt fram hjá slagæð. Síðan em þeir all- ir þarna að stumra yfir honum og ræða málin þegar ég segi „Hallæri, ég missi af ljósatímanum," segir Páll og hlær þegar hann rifjar upp sög- una. „Trommarinn var ólaður þarna niður og gat ekki sparkað í rassgatið á mér en við hlógum mikið að þessu síðar meir." Þó sagan hljómi eins og Páll hafi skotið félaga sinn viljandi þá var það ekki raunin. „Þetta var bara voðaskot þó svo að sagan um að ég hafi gert þetta viljandi sé mun skemmtilegri. Þetta var sem sagt 22 kalibera riffill sem ég hafði verið að meðhöndla eitthvað þarna áður, þá óhlaðinn. Svo hafði hann verið hlaðinn þama í millitíðinni- og ég vissi ekki af því." í Þ.Á GÖMLU GÓÐU Palli var sá heitasti á svæðinu. Trommarinn fékk grjót í hausinn Hann gengst við annarri sögu sem blaðamaður mkkar hann um, sem tengist hópslagsmálum eftir ball á ísafirði. „Við vomm þarna að spila á stað sem var kallaður Sjall- inn að mig minnir. Við vorum með tónleika þarna um kvöldið og höfð- um svo gistiaðstöðu á efri hæð- inni." Páll og félagar áttu bókað flug snemma daginn eftir og hugðust fara snemma í háttinn og nenntu ekki að halda eftirpartí eftir tón- leikana að þessu sinni. „Það var þarna hópur fólks sem vildi komast inn en við ætluðum bara í háttinn. Það voru víst ein- hverjar stelpur þarna inni og menn vildu bara hafa þetta rólegt," seg- ir Páll sem reyndar var ekld með stelpu upp á arminn þetta kvöldið. „En þeir vom þarna fýrir utan með einhver læti og vildu komast inn. Sem endaði með því að þeir henda grjóti inn um gluggann og lend- ir grjótið í trommaranum." Hringt var á lögregluna til þess að tilkynna um atvikið en viðbrögð þeirra vom heldur ófagleg svo ekki sé meira sagt. „Þeir voru búnir að vera þarna fyrir utan að fylgjast með þessu all- an tímann og gerðu ekkert. Þegar við hringdum svo sögðu þeir okk- ur að láta vinnandi fólk í friði og skelltu svo á." Fyrstur til að vera meisaður Á þessum tímapunkti voru meðlimir sveitarinnar orðnir held- ur pirraðir á atgangi heimamanna og sinnuleysi lögreglunar en af fasi Páls að dæma þegar sagan er sögð er erfitt að sjá fyrir sér að hann geti yfir höfuð skipt skapi. „Við tókum upp á því að brjóta þarna fæturna af tréstólum sem vom í íbúðinni og hlaupa út með stólfætur á lofti." Þegar út var komið var tekið á móti þeim félögum með grjótkasti og hnefahöggum. „Við tökum þarna hressilega á móti en emm svo reknir aftur inn á endanum. Þegar ég kominn í dyra- gættina lít ég við og sé að það em tveir menn að berja á rótaranum okkar. Ég sé að annar maðurinn er með stein í hendinni sem hann slær niður trekk í trelck og ég held að það sé hreinlega verið að drepa Sigga rótara." Páll hleypur Sigga til bjargar og slær annan manninn þéttu höggi. „Þá er kallað á mig „Páll Rósin- krans" og ég lít við og er meisaður beint í augun. Og sagan segir að ég sé fyrsti maðurinn á íslandi til þess að vera meisaður." Páll og félagar voru handteknir í kjölfarið og þurftu seinna að mæta fýrir rétt. „Við sluppum þó allir við dóm, nema umboðsmaðurinn. Hann var dæmdur fyrir kjálkabrot að mig minnir." Á barmi heimsfrægðar Páll hugsar með hlýhug til þessa Framhald ánæstusíðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.