Glóðafeykir - 01.05.1967, Síða 28

Glóðafeykir - 01.05.1967, Síða 28
28 GLÓÐAFEYKIR nefnd æ síðan. Var Stefán Vagnsson sá, er gælunafnið gaf — og þótti vel hafa tekizt, sem vænta mátti. Stefán Vagnsson frá Hjaltastöðum var ritari sýslunefndar 1932 og aftur 1939 og síðan óslitið til 1962, er hann varð að láta af því starfi sem öðrum fyrir sjúkleika sakir. Hann lézt hinn 1. nóv. 1964. Stefán Vagnsson þarf ekki að kynna fyrir Skagfirðingum. Hann var, sem vitað er, manna snjallastur við yrkingar, enda landskunnur hagyrðingur. En auk þess að vera sjálfur skáld, var hann gæddur þeim sjaldgæfa hæfileika að geta magnað andrúmsloftið þannig, að þeir, sem með honum voru og störfuðu urðu einnig ,,skáld". Munu fáir verið hafa sýslunefndarmenn á ritaraárum hans, þeir er eigi brugðu undir sig bragafótum, ef svo bar undir. Stefán Vagnsson var góður og umhyggjusamur fóstri Leirgerðar. Hann lagði til meginefnið — allt hið óbundna, mikið af hinu bundna. Hann skrifaði hana. Hann varðveitti liana. Honum er til- vera hennar raunverulega að þakka — eða kenna. Hér hefur upphaf Leirgerðar. Arið 1932 var Stefán Vagnsson sýslunefndarritari í stað Guðm. Davíðssonar hreppstj. á Hraunum, sem hafði verið það bæði fyrir og eftir það ár. Á þessum fundi urðu talsverðar umræður um reikninga sýslu- vegasjóðs, og þótti sumum nefndarmönnum ýmsir liðir þeirra all- háir, svo sem hestlán, járn undir hesta, grjótkeyrsla að ræsum, og auk þess hafði verkstjórinn, Lúðvíg R. Ivemp á Illugastöðum, leigt sér herbergi á Sauðárkrók, er hann var í „bardúsi" fyrir vegagerð- ina, svo sem reikningsfærslu, útborgun o. fl. Sr. Hallgrími Thorla- cius í Glaumbæ var alltaf heldur lítið um sýsluvegi, enda þeir fjár- frekir meðan heita mátti að sýslan væri óveguð. Komst hann svo að orði, „að menn leggðu í vegina unz þeir væru búnir að rýja sig inn að skyrtunni og þannig spásseruðu þeir eftir hinum nýju vegum.“ Sumir kenndu oddvita sýslunefndar um eyðslu þessa, þar sem hann hefði haft stjórn sýsluvegasjóðs með höndum, en hann kenndi Ivemp um, þar sem liann hefði vitað hvað átti að fara í hvern veg. Undir þessum umræðum laut ritarinn eitt sinn að sýslumanni og sagði: „Þá kenndi Adam Evu um, en Eva höggorminum, stendur í biblíunni.“ „Þetta er rétt hjá þér, Stefán,“ segir sýslumaður. „Eg er Adam, sýslunefndin er Eva og Kemp er höggormurinn." Út af þessu öllu orti ritarinn eftirfylgjandi erindi.

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.