Glóðafeykir - 01.05.1967, Page 32

Glóðafeykir - 01.05.1967, Page 32
32 GLÓÐAFEYKIR Vísnaþáttur María Rögnvaldsdóttir frá Réttarholti, nú á Sauðárkróki, er skáldraælt ágætavel og á í fórum sínum mikinn kveðskap, kvæði mörg og vísur. í syrpu hennar fékk ég höndum fest vísur allmargar. Fara nokkrar þeirra hér á eftir. Árgeislinn. Sumarbjarti sólgeislinn sveiflar vængjablaki, oægist inn um gluggann minn o o ö OO gáir, hvort ég vaki. Hót ei kvartar hugur minn, — hef þó margt að trega — geisli ef bjartur gægist inn gleðst eg hjartanlega. Kuldi. (,,Stóllinn“ í vísunni er Tindastóll). Nú er kalt á norðurpólnum, næðingurinn 17 stig. Úrsvöl þoka yfir Stólnum, austangarrinn kembir sig. Ófœrð. Ei mun greiðfært „orkureið“ eftir breiðum fönnum. Geymir Heiðin napra neyð ,,Norðurleiðar“-mönnum.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.