Glóðafeykir - 01.05.1967, Side 35

Glóðafeykir - 01.05.1967, Side 35
GLÓÐAFEYKIR 35 Og öðru sinni. Þung á brúnir þokan er, þekur byggðir í'ríðar, felur líka fyrir mér fjöllin Blönduhlíðar. Sólarbjarmi. Alltaf þráir andi minn ástargeisla bjarta. Vermi sólin, frið ég finn og fögnuð streyma um hjarta. Brotinn penni. Þeim, er semja ljóð af list lofgerð aldrei þrotni. En það er ekki mikils misst minn þótt penni brotni. María Rögnvaldsdóttir. Tilraunasláturhús Frainleiðsluráðs, Borgarnesi Á síðustu árum hafa kröfur erlendra og innlendra aðila til slátur- húsa vaxið, enda hefur víða verið slátrað árum saman með undan- þágu. Á Alþingi 1966 voru samþykkt ný lög varðandi sláturhúsin og í þeim var tekið fram, að undanþágur mætti ekki veita nema þrjú ár í senn frá gildistöku laganna. Vegna þessa var sýnilegt, að miklar breytingar yrði að gera á sláturhúsunum í náinni framtíð. Augljóst var einnig, að slíkar breytingar yrðu dýrar og ekki hag- kvæmt að koma þeim á, nema í stórum sláturhúsum og þess vegna þyrfti jafnframt endurbyggingum og endurbótum að fækka slátur- húsuuum verulega, og byggja upp stærri einingar.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.