Glóðafeykir - 01.05.1967, Qupperneq 39

Glóðafeykir - 01.05.1967, Qupperneq 39
GLOÐAFEYKIR 39 Fallnir félagar Jón Jónsson á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð lézt hinn síðasta dag vetrar, 23. apríl, 1952. Fæddur að Höskuldsstöðum 3. ágúst 1894. Foreldrar: Jón bóndi á Höskuldsstöðum Jónsson, bónda á Miklabæ í Oslandshlíð og síðan á Þorleifsstöðum lengi, Gíslason- ar, og kona hans Jóhanna Eiríksdóttir bónda og hreppstjóra í Djúpadal, Eiríks- sonar prests á Staðarbakka, Bjarnasonar í Djúpadal. Jón óx upp með foreldrum sínum á Höskuldsstöðum og átti þar heima alla ævi. Stundaði algenga sveitavinnu heima þar og heiman, m. a. vegagerð í mörg sumur og var þá flokksstjóri. Atti skepnur og efnaðist vel. Jón á Höskuldsstöðum var dökkur á brún og brá, vel farinn í andliti, svip- mikill og festulegur, meðalmaður á vöxt og þó ríflega, þrekinn um bol og herðar, rammur að afli. Hann var ágætlega viti borinn sem hann átti kyn til, stilltur og fámáll, dulur í skapi og hlédrægur svo að bagi var að, slíkur maður sem hann var; alvörumaður, en gat þó verið gamansamur og notalega kíminn í hópi kunningja. Hann var maður þrautvandaður, ábyrgur orða og gerða og naut hvers manns trausts, atorkusamur og afburða verkmaður, fór þar allt saman: frá- bær verklagni, áhugi og orka. Að Jóni á Höskuldsstöðum var mikill mannskaði. Hann dó ókvæntur og barnlaus. Jón Jónsson. Björn Símonarson, kennari á Hólum, lézt 9. maí 1952. Fæddur að Hofstöðum 20. des. 1892, sonur Símonar bónda í Hofstaðaseli Björnssonar, bónda og hreppstjóra í Ásgeirsbrekku, Pálmasonar, og konu hans Önnu Björnsdóttur bónda á Hofstöðum, Péturssonar, og fyrri konu hans Margrétar Sigríðar Pálsdóttur, bónda og hreppstjóra á Syðri-Brekkum.

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.