Glóðafeykir - 01.05.1967, Page 42

Glóðafeykir - 01.05.1967, Page 42
42 GLÓÐAFEYKIR í Hvítársíðu. Tveirn árum síðar settust ungu hjónin að á Sauðár- króki. Þar átti Margrét heima þau árin, sem eftir voru ólifuð. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en son eignaðist Margrét áður en hún giftist, Baldvin, bakarasvein í Reykjavík. Er hann kjörsonur Kristjáns, stjúpföður síns. Margrét Valdimarsdóttir var vel gefin fríðleikskona; íturvaxin, björt yfirlitum og bauð af sér hinn bezta þokka. Hún var prúð í fasi, hóglát og hlédræg, en þó glaðvær á sinn hljóðláta hátt, gædd innilegri alúð og hlýju. Sigfús Jóhannsson, vélsmiður á Sauðárkróki, varð bráðkvaddur hinn 15. júlí 1952. Fæddur að Syðri-Húsabakka í Seyluhreppi 6. ágúst 1899, sonur Jóhanns bónda þar og víðar, síðast á Torfustöðum í Svartárdal vestur, Sigfússonar, bónda á Hellulandi og Eyhildarholti, Péturssonar, — og konu hans Soffíu Ólafsdóttur, bónda að Ög- mundarstöðum, Ólafssonar, og Valgerðar konu hans Gunnarsdóttur, bónda í Geita- aerði. o Sigfús óx upp með foreldrum sínum o°' fluttist með o þeim vestur í Svartárdal; var lönsum kennd- o ur við Torfu- staði, þar sem foreldrar hans bjuggu síðast. Fulltíða mað- ur fluttist hann til Blönduóss og síðan til Sauðárkróks, þar sem hann rak vélsmiðju og bifreiðaverkstæði. Kvæntur var hann Ingibjörgu Jóhannsdóttur frá Minna- Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd. Þau eign- uðust ekki börn, en ólu upp sem eigið barn systurdóttur Sigfúsar, Soffíu Ólafs- dóttur, húsfrú í Reykjavík. Sigfús Jóhannsson var vænn maður á velli og vel farinn á allan hátt; bjartleitur, fríðleiksmaður. Hann var einn af kunnustu borg- urum Sauðárkróks, enda þurfti margur til hans að leita. Var hann svo frábær hagleiksmaður, að fáir eru slíkir; mátti með sannindum Ingibjörg Jöhannsdóttir. Sigfiis Jóhannsson.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.