Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 11

Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 11
GLÓÐAFEYKIR 11 Neyzlumjólkursalan varð aðeins um 10% af innveginni mjólk til samlagsins, en 90% af mjólkinni fór til vinnslu. Framleiðsla mjólkursamlagsins 1972 varð þessi: skyr 65.6 tonn, smjör 147 tonn, ostar 457.1 tonn og kasein 41.6 tonn. Smjörbirgðir höfðu lækkað verulega á árinu, en ostabirgðir auk- izt nokkuð. Heildargreiðslur til framleiðenda á árinu 1972 voru 146.5 millj. króna, og endanlegt verð til þeirra fyrir mjólkina 1972 varð kr. 19,09,6 pr. ltr., sem er um 15 aurum umfram staðargrundvöll. Samlagsráð: Á aðalfundi samlagsins var í fyrsta skipti kosið sérstakt samlags- ráð, en það skipa nú: Sigurður Sigurðsson, Brúnastöðum, Jón Guð- mundsson, Óslandi og Ólafur Þórarinsson, Flugumýrarhvammi, en auk þeirra á samlagsstjóri, Sólberg Þorsteinsson, og kaupfélagsstjóri, Helgi Rafn Traustason, sæti í ráðinu. Ný reglugerð var samþykkt á fundinum fyrir mjólkursamlagið. AÐALFUNDUR KAUPFFLAGS SKAGFIRÐINGA var haldinn 10. og 11. maí sl., á Sauðárkróki. Á sl. ári urðu kaupfélagsstjóraskipti hjá félaginu, en þá lét Sveinn Guðmundsson af því starfi eftir 26 ára starf, en við tók Helgi Rafn Traustason, en hann hafði áður í 9 ár starfað sem fulltrúi kaupfélags- stjóra. Helgi Rafn Traustason, kaupfélagsstjóri, flutti yfirlitsræðu um hag og horfur félagsins, og skýrði reikninga þess fyrir sl. ár. í ræðu Helga kom m. a. fram, að félagsmenn í árslok voru 1.356. Á framfæri félagsmanna að þeim sjálfum meðtöldum eru 3.119 manns. íbúar í Skagafirði voru 1. desember sl. 4.040. Heildarvelta kaupfélagsins og fyrirtækja þess var 709.5 millj. kr. og hafði hækkað um 105 milljónir frá 1971, eða 17.5%. Sala á vörum og þjónustu nam 344 milljónum króna, og hafði vaxið um 21.5% frá árinu á undan. Sala á innlendum afurðum með niðurgreiðslum varð samtals kr. 308.6 milljónir. Heildarvelta Fisk- iðjunnar varð 56.5 millj. kr.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.