Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 62

Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 62
62 GLÓÐAFEYKIR greindur og bókhneigður, en heilsulítill í æsku og seínþroska að vexti. Hann hóf búnað á Skúfsstöðum 1906 og bjó þar unz hann !ézt, með börnum sínum síðustu árin, eftir að kona hans dó. Þótt Sigurður væri ekki breytingagjarn og hlypi sízt eftir nýjungum í búnaðarháttum, þá bjó hann jafnan við góðan efnahag, eink- um síðustu árin, enda aðsjáll og eigi eyðslu- gjarn. Eigi gekk Sigurður menntaveg og var þó vel til nánxs fallinn. Með sjálfsnámi að öðru en eins vetrar námsdvöl í bænda- skólanum á Hólum, reyndist hann vel starfshæfur í öllu, er stéttarbræðrum hans mátti í hlut falla af félagslegum skyldum. Hann átti mörg ár sæti í hreppsnefnd og skattanefnd, enn þá lengur í sóknarnefnd, í stjórn Sparisjóðs Hólahrepps. Margar slík- ar skyldukvaðir féllu honum í hlut. Vann hann öll slík skyldustörf af mikilli skyldurækni og nákvæmni." (Kolb. Kristinss.). Arið 1904 (1905?) kvæntist Sigurður Önnu Sigurðardóltur, alsyst- ur Haialdar Sigurðssonar, verzlunarmanns á Sauðárkróki, sjá þátt um hann í Glóðafeyki 1972, 13. hefti, bls. 55. „Anna var mikil starfs- kona, rómuð vegna stillingar og mannkosta." (K. K.). Hún lézt 1943. Börn þeirra voru 5: Jón, húsmaður á Skúfsstöðum: Guðrún, hús- freyja á Akureyri; Haraldur, búsettur á Siglufirði: Marleinn, látinn: Þórey, verkakona á Akureyri. Sigurður á Skúfsstöðum var fremur lágur maður vexti og eigi gildvaxinn, svaraði sér vel; dökkhærður, fölur á yfirlit, eygður vel. „Hann var hagur á srníði, en stundaði lítt." Hann var allra manna nákvæmastur í starfi, svo að nærri stappaði fullkominni smámuna- semi. Kom þar fram „vandvirkni bókfærslumannsins og nauðsynleg skylda að láta allar tölur falla til fulls samræmis, svo að hvergi mun- aði um eyri. Var hann og hárglöggur og snjall bókfærslumaður. Vafalaust hefur hann verið bezt til skrifstofustarfa fallinn, þótt ann- ars staðar lægi að mestu starfssvið hans. Hann skrifaði frábærlega fagra rithönd og var sjálfum sér kröfuharður um vöndun og smekk- vísi.“ (K. K.). Páll Þorgrimsson, fyrrum skólavörður á Sauðárkróki, lézt þ. 5. maí 1965. - Fæddur í Enni á Höfðaströnd 25. marz 1893, sonur Þorgríms bónda þar og síðar í Tumabrekku, Kristjánssonar Schel bónda í

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.