Málfregnir - 01.04.1991, Síða 2
Ný lög um
Skömmu fyrir þinglausnir í vetur samþykkti
Alþingi ný lög um mannanöfn. F>ar meö
ganga úr gildi löngu úrelt lög nr. 54/1925.
Frumvarp til hinna nýju laga var fyrst lagt
fram á þinginu í fyrravor og síðan aftur á
haustþinginu. Um það var rækilega fjallað í
síðasta tölublaði Málfregna þar sem birt var
umsögn íslenskrar málnefndar um frum-
varpið. Flestar ábendingar hennar voru að
engu hafðar.
Málnefndin gagnrýndi það helst í um-
sögn sinni að þegnum þjóðfélagsins væri
mismunað gagnvart kenninöfnum. Allir
máttu kenna sig við föður eða móður, en
einungis sumir máttu hafa ættamafn.
Alþingi fann ekkert athugavert við það.
íslenskir ríkisborgarar, sem bera ættamöfn
samkvæmt þjóðskrá við gildistöku laganna,
mega bera þau áfram, hvort sem þau em
löglega eða ólöglega fengin, og sama gildir
um niðja þeirra í karllegg og kvenlegg, en
óheimilt er að taka upp ný ættamöfn skv. 9.
gr. í 14. gr. segir svo að maður, sem hefir
ekki borið ættamafn en hefir rétt til þess,
geti tekið það upp. Allar líkur em því til að
eftir fáeinar kynslóðir geti flestir tekið upp
ættamafn, en þá einungis nafn sem nú er í
notkun. — Var stefnt að þeirri niðurstöðu?
Ekki urðu stórvægilegar breytingar á
frumvarpinu í meðfömm þingsins. Mesta
eftirtekt vekur meðferð löggjafans á 1. gr.
þess, því að hún gengur þvert á nafnvenjur
íslendinga í ll(X) ár og átti sér engan
aðdraganda svo að kunnugt sé. Samkvæmt
fomri venju heitir hver maður aðeins einu
nafni. Tvínefni fóm ekki að tíðkast hér fyrr
en eftir 1700 og þá að dönskum hætti. Pau
hafa þann kost umfram einnefni ein saman
mannanöíh
að fjölga leiðum til að greina einn mann frá
öðmm. En þau hafa líka ókosti og hafa leitt
til misnotkunar. Samkvæmt lögunum frá
1925 mátti gefa bami eitt nafn eða tvö, og í
frumvarpi til hinna nýju laga var því haldið.
„Hverju bami skal gefa eiginnafn, eitt eða
tvö“, stendur þar. Undir þinglok var þessu
allt í einu breytt í: „Hverju bami skal gefa
eiginnafn, þó ekki fleiri en þrjú"! Áhorf-
anda finnst eins og þama hafi verið rokið til
í skyndi. Ekki er þetta í samræmi við þjóð-
lega hefð, engin krafa hefir heyrst um slíkt,
engin umræða um þetta var á undan gengin
í þjóðfélaginu, og engra umsagna leitaö um
slíka breytingu svo að vitað sé. Ekki auð-
veldar þetta skráningu nafna. Hvaða nauð-
syn bar þá til?
Helsti ávinningurinn að þessari löggjöf er
sá að nú koma til framkvæmda ákvæði um
stofnun sérstakrar mannanafnanefndar,
sem hefir það aðalhlutverk að semja skrá
um leyfileg eiginnöfn, vera til ráðuneytis
um nafngjafir og skera úr álita- og ágrein-
ingsmálum sem varða mannanöfn. Mál-
nefndin mælti mjög með þessari tilhögun,
og er ástæða til að fagna henni. Hins vegar
kemur á óvart að Alþingi skyldi hafna því
að íslensk málnefnd, hin opinbera málrækt-
arstofnun, tilnefndi einn mann af þremur í
mannanafnanefnd. Tilmæli þess efnis voru
þó vel rökstudd í umsögn nefndarinnar (sjá
síðasta tölublað Málfregna, bls. 16-17).
Það er einhver bráðabirgðasvipur á
þessum lögum, eins og heildarstefnuna
vanti. Allt kapp var lagt á að koma manna-
nafnanefnd á fót, en það var líka mjög
brýnt. Pó verður að segja eins og er að þessi
löggjöf er Alþingi til lítillar sæmdar. — BJ
2