Málfregnir - 01.04.1991, Blaðsíða 8
Skipulagsskrá Málræktarsjóðs
Nafn
1. gr.
Með skipulagsskrá þessari er stofnaður
sjóður sem ber heitið Málræktarsjóður.
2. gr.
Málræktarsjóður hefur sérstakan fjárhag
og er sjálfstæður skattaðili með heimilis-
fang og varnarþing í Reykjavík.
Stofnendur og stofnfé
3. gr.
íslensk málnefnd er stofnandi Málrækt-
arsjóðs. Einstaklingar, samtök, fyrirtæki
eða stofnanir, sem leggja honum til
fjármuni í einhverri mynd fyrir árslok
1992, teljast einnig stofnendur.
4. gr.
Við stofnun sjóðsins hafa verið lagðar
fram 5.380.000 kr.
Stjórn sjóðsins mun beita sér fyrir því að
safna til sjóðsins fé frá öðrum aðilum en
ríkinu allt að 50 milljónum kr. samtals á
verðlagi ársins 1991. Menntamálaráðherra
mun beita sér fyrir því að íslenska ríkið
leggi fram af sinni hálfu samsvarandi upp-
hæð á móti framlögum frá öðrum aðilum.
Pau framlög sem skila sér til ársloka
1992 teljast stofnfé sjóðsins sem ekki má
skerða.
Markmið
5. gr.
Meginmarkmið Málræktarsjóðs er að
8
beita sér fyrir og styðja hvers konar
starfsemi til eflingar íslenskri tungu og
varðveislu hennar samkvæmt nánari
ákvæðum þessarar skipulagsskrár.
6. gr.
Markmiðum sínum hyggst Málræktar-
sjóður einkum ná með því að sinna
þessum verkefnum:
a) að styrkja fjárhagslega nýyrða- og
íðorðastarf í landinu,
b) að styrkja fjárhagslega starf orða-
nefnda sem vinna að þýðingum á
tæknimáli eða sérhæfðu máli,
c) að styrkja fjárhagslega útgáfu hand-
bóka og leiðbeininga um málnotkun,
d) að styrkja fjárhagslega útgáfu kennslu-
efnis í íslensku,
e) að styrkja fjárhagslega útgáfu orða-
bóka,
f) að veita einstaklingum, samtökum og
stofnunum viðurkenningu fyrir mál-
vöndun og málrækt,
g) að styrkja með fjárframlögum hvers
konar framtak sem verða má til þess
að markmiðum Málræktarsjóðs verði
náð.
Tekjur og gjöld
7. gr.
Tekjur Málræktarsjóðs eru sem hér segir:
a) Ávöxtunartekjur stofnfjár.
b) Fjárframlög og gjafir eftir 1992.
c) Aðrar tekjur.
8. gr.
Gjöld Málræktarsjóðs eru sem hér segir: