Málfregnir - 01.04.1991, Síða 13

Málfregnir - 01.04.1991, Síða 13
En að sjálfsögðu hafa mörg nýyrði Svein- bjarnar orðið alþjóðareign, svo tungutöm, að fæsta grunar, hve ung þau eru. Ég nefni t.d. orðið brosmildur, þýðingu Sveinbjarnar á gríska orðinu filommeides, filommeides Afro- díte (Od. VII 362): hin brosmilda Afrodíta. Hefur þetta orð ekki fundizt í eldri heimild- um, og má því ætla, að Sveinbjörn hafi samið það. Annað dæmi um nýyrði, er allir nota án þess að þeim detti Sveinbjörn eða þýðingar hans í hug, er orðið þjóðnýtur (detnioergos). Kemur það fyrir í hinu merkilcga svari Evme- usar svínahirðis (Od. XVII 381 o. áfr.), er Antínóus deildi á hann fyrir að fylgja Odys- seifi (dulbúnum) til íþökuborgar: „Ekki er þetta fallega talað af þér, Antínóus, svo göfugum manni. Hvör ætli geri sér ferð til þess að bjóða til sín ókunnum manni úr öðru landi, nema sá hinn sami sé að einhvörju þjóðnýtur, annaðhvört spámaður eða læknir eða smiður eður og andríkur söngmaður, er kveðið geti mönnum til skemmtunar? Því slíkir menn eru öllum velkomnir um víða veröld." Sveinbjörn Egilsson vann þjóð sinni, var demioergos, á margan hátt og fyrst og fremst með þrotlausu starfi sínu í þágu íslenzkrar tungu. Hann var í senn læknir hennar. smiður og andríkur söngmaður, sannur spámaður betra máls og betri tíðar. 1 Sbr. Steingr. J. Þorsteinsson: Jón Thoroddsen og skáldsögur hans, Reykjavík 1943. II. bindi. 636.- 37. bls." 13

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.