Málfregnir - 01.04.1991, Síða 9

Málfregnir - 01.04.1991, Síða 9
a) Útgjöld og kostnaður við að sinna verkefnum sjóðsins samkvæmt 5. og 6. grein hér á undan. b) Almennur rekstrarkostnaður sjóðs- ins. c) Önnur útgjöld. 9. gr. Gæta skal hagsýni í hvívetna við meö- ferð eigna og fjármuna Málræktarsjóðs. Fé sjóðsins skal ætíð ávaxtað með tryggum og arðbærum hætti. 10. gr. Höfuðstól Málræktarsjóðs má ekki skerða. Til útgjalda samkvæmt 8. grein skal einungis nota tekjur sjóðsins, sam- kvæmt 7. grein hér á undan. Rétt er stjórn Málræktarsjóðs að setja sér reglur um úthlutun fjár til verkefna sjóðsins og um veitingu viðurkenninga, og séu þær reglur kynntar almenningi. Fulltrúaráð 11. gr. Stofna skal fulltrúaráð Málræktarsjóðs. í fulltrúaráði eiga sæti: a) þeir menn sem sæti eiga í íslenskri málnefnd samkvæmt 6. grein laga nr. 2/1990, b) fulltrúar samtaka, fyrirtækja eða stofnana sem teljast stofnendur Mál- ræktarsjóðs samkvæmt 3. grein hér á undan. Hver stofnandi á einn mann í fulltrúa- ráði nema Islensk málnefnd, sbr. a-lið. 12. gr. Fulltrúaráði er fengið það hlutverk með skipulagsskrá þessari að stjórna Mál- ræktarsjóði með sjóðstjórn samkvæmt þeim reglum um verkaskiptingu sem fel- ast í skipulagsskránni. Meginhlutverk fulltrúaráðs er að tilnefna tvo menn í stjórn Málræktarsjóðs og tvo til vara og álykta í meginatriðum um stefnu og starfshætti Málræktarsjóðs til leiðsagnar fyrir sjóðstjórn. 13. gr. Formaður og varaformaður íslenskrar málnefndar eru formaður og varafor- maður fulltrúaráðs. 14. gr. Fulltrúaráð skal koma saman a.m.k. einu sinni á ári, í júnímánuði, og nefnist sá fundur aðalfundur Málræktarsjóðs. (Sjá þó ákvæði til bráðabirgða í 28. grein.) Aukafundi má halda ef ástæða er til. Á fulltrúaráðsfundum gilda almenn fundarsköp, og ræður einfaldur meiri hluti úrslitum allra mála. Halda skal gerðabók. 15. gr. Viðfangsefni aðalfundar og dagskrá hans skai vera sem hér segir: a) Lögð er fram skýrsla sjóðstjórnar um starfsemi Málræktarsjóðs fyrir liðið starfsár. b) Afgreiddir eru endurskoðaðir árs- reikningar Málræktarsjóðs fyrir liðið starfsár. c) Tilnefndir eru tveir menn í sjóðstjórn og tveir til vara samkvæmt 12. grein hér á undan. d) Skipaður er löggiltur endurskoðandi fyrir næsta reikningsár. e) Gerðar eru almennar leiðbeinandi ályktanir um starfsemi Málræktarsjóðs. f) Önnur mál. 16. gr. Fari svo, af einhverjum ástæðum, að fulltrúaráð tilnefni ekki menn í sjóð- stjórn má menntamálaráðherra skipa í stjórnina í samræmi við ákvæði 12. greinar hér á undan. 9

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.