Málfregnir - 01.04.1991, Blaðsíða 6
16. október, voru Ottó A. Michelsen,
Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur og
Þorsteinn I. Sigfússon. Miklar umræður
urðu á þessum fundi, bæði um fjáröflun
og fleiri þætti málsins. - Eftir þetta voru
fulltrúar málnefndarinnar sammála um
að tímabært væri að nefndin tæki málið í
sínar hendur. Jón Hilmar tók þá saman
greinargerð um stöðu þess, „Til umhugs-
unar um málræktarsjóð“, dags. 20.
október 1989.
Þriðji fundurinn af þessu tagi var þó
haldinn 24. október með Guðmundi B.
Kristmundssyni, framkvæmdastjóra
Málræktarátaks 1989. Mest var rætt um
verkefni málræktarsjóðs. Guðmundur
taldi að stofnun hans væri mikilvægasta
framhald málræktarátaksins og æskilegt
væri að geta tilkynnt um hana fljótlega
eftir að verkefnisstjórn átaksins lyki
störfum 1. desember.
Skipulagsskrá undirbúin
Ingi R. Helgason hafði tilbúin fyrstu
drög að skipulagsskrá 7. nóvember 1989,
og voru þau lögð fyrir næsta fund mál-
nefndarinnar, 14. nóvember, með lag-
færingum frá Baldri Jónssyni. Síðan var
farið vandlega yfir þessi drög á fundum
nefndarinnar og ávallt haft samráð við
Inga R. Helgason á milli funda. Drögin.
og breytingar á þeim, voru einnig send
Ólafi B. Thors til kynningar jafnharðan
og samband haft við hann. Á fundi mál-
nefndar 12. desember 1989 var loks sam-
þykkt „Tillaga um skipulagsskrá mál-
ræktarsjóðs", og skyldi hún send mennta-
málaráðherra ásamt greinargerð.
Við samningu skipulagsskrárinnar var
stuðst við þær umræður sem fram höfðu
farið í málnefndinni og á samráðs-
fundum og við plögg sem fram höfðu
verið lögð. Reynt var að fara sem næst
þeim meginatriðum sem fram komu í
bréfi ráðherra til málnefndarinnar 11.
apríl 1989. Þó var horfið frá því að ætla
málræktarsjóði að veita lán til verkefna.
Flestir, sem tóku þátt í umræðunni,
lögðust gegn því eða réðu frá því.
Vorið 1989 var sú breyting gerð á
lögum um fslenska málnefnd (frá 1984)
að nefndarmönnum var fjölgað úr 5 í 15.
Breytingin öðlaðist gildi í ársbyrjun
1990. Málnefndinni var kappsmál að til-
lögur hennar um skipulagsskrá Málrækt-
arsjóðs hlytu samþykki stjórnvalda sem
fyrst eftir áramótin svo að sjóðurinn gæti
tekið til starfa og stjórn hans kæmist
undir eins í takt við nýskipan málnefnd-
arinnar. En dráttur varð á því þar sem
stjórnvöld treystu sér ekki til að tryggja
sjóðnum 50 milljónir króna samtals á
tveimur árum (1990 og 1991) eins og til-
lögur málnefndar gerðu ráð fyrir. En
menntamálaráðherra var málinu hlynnt-
ur og fullvissaði nefndina um einlægan
vilja sinn og ásetning þótt þessar fjár-
hæðir fengjust ekki á svo skömmum
tíma. Haustið 1990 lagði menntamála-
ráðuneytið fram 1 milljón króna í sjóð-
inn og í fjárlögum fyrir árið 1991 er
framlag ríkisins 2,2 milljónir.
I byrjun þessa árs var enn farið yfir
skipulagsskrána bæði í menntamála- og
dómsmálaráðuneytinu, og einnig í mál-
nefndinni, og nauðsynlegar lagfæringar
gerðar miðað við breyttar fjárhæðir og
fleira. Loks var hún staðfest af dómsmála-
ráðuneyti 7. mars 1991 sem fyrr sagði.
Skipulagsskrá Málræktarsjóðs er birt í
heild á öðrum stað í þessu tölublaði Mál-
fregna.
Stjórn sjóðsins og fulltrúaráð
Islensk málnefnd er stofnandi Málrækt-
arsjóðs. Einstaklingar, samtök, fyrirtæki
eða stofnanir, sem leggja honum til
fjármuni í einhverri mynd fyrir árslok
1992, teljast einnig stofnendur. Eðlilegt
er og æskilegt að fulltrúar þeirra, sem
eitthvað láta af hendi rakna til sjóðsins í
upphafi, geti einnig haft einhver áhrif á
meðferð sjóðsins. Þess vegna er í skipu-
lagsskrá ákvæði um fulltrúaráð. En til
6