Málfregnir - 01.04.1991, Blaðsíða 3

Málfregnir - 01.04.1991, Blaðsíða 3
BALDUR JÓNSSON Málræktarsjóður stofnaður íslensk málnefnd hefir stofnað sjóð sem ber heitið Málræktarsjóður, og er hann formlega tekinn til starfa. Skipulagsskrá sjóðsins var staðfest af dómsmálaráðu- neytinu 7. mars sl. í samræmi við hana hefir Islensk málnefnd kosið sjóðnum bráðabirgðastjórn. í henni eiga sæti: Baldur Jónsson, formaður, Kristján Árnason og Sigrún Helgadóttir. Aðal- verkefni þessarar fyrstu stjórnar verður að afla fjár til sjóðsins, og á hún að skila af sér í júní 1992. Hvers vegna málræktarsjóður? Það sem öðru fremur kveikti hugmynd- ina um málræktarsjóð var hin augljósa og brýna þörf fyrir fjárhagslegan stuðn- ing við nýyrðastarfsemina í landinu, einkum störf orðanefnda og önnur íðorðastörf. Eigi að síður var frá önd- verðu gert ráð fyrir því að sjóðurinn hefði víðtækt hlutverk og yrði svo öflug- ur að hann gæti styrkt íslenska tungu á allan hátt. Orðanefndum hefir gengið treglega að afla fjár til starfsemi sinnar. Sumar þeirra glíma við verkefni sem kosta tugi milljóna króna og hafa leitað árangurs- laust til opinberra sjóða eftir fjárstuðn- ingi - jafnvel hvað eftir annað. Þjóðin á marga sjóði til styrktar menningu sinni og einstökum þáttum hennar, en þegar til átti að taka var það ekki í verkahring neins að styrkja íslenska málrækt fjár- hagslega. Framkvæmda- og verðlaunasjóður Málræktarsjóður á einkum að vera fram- kvæmda- og verkefnasjóður, en nokkru af ráðstöfunarfé hans má verja til verð- launa eða viðurkenningar. Þrátt fyrir einhverjar efasemdir um hið síðarnefnda er talið að sá þáttur eigi rétt á sér ef hófs er gætt. Með því er ekki átt við að viður- kenning eða verðlaun megi ekki vera rausnarleg, ef veitt eru á annað borð, heldur er einungis verið að hugsa um hlutfallið milli útgjalda til verkefna og verðlauna. Umfram allt verður að ætla sjóðnum að hlúa að nytsamlegum málræktarverk- efnum sem erfitt er að afia fjár til með öðrum hætti. Gert er ráð fyrir að stór þáttur í starfi sjóðsins verði styrkveitingar til íðorða- starfsemi og þýðinga á sérhæfðu og tækni- legu máli. Þarna eru verkefni nú þegar óþrjótandi, en horfur eru á að þau fari stórvaxandi. Engir aðrir sjóðir styrkja íðorða- eða nýyrðastarfsemi sérstaklega, enda hafa fáir sýnt hugmyndinni um mál- ræktarsjóð jafnmikinn áhuga og íðorða- fólk, sbr. ályktun fundar fulltrúa orða- nefnda og málnefndar frá 29. apríl 1987 (Málfregnir 1,2 1987, bls. 32). Af annars konar verkum, sem þörf er fyrir en of lítið er sinnt vegna fjárskorts, má nefna ýmiss konar handbækur og fræðslurit um íslenskt mál, hagnýtar leiðbeiningar um málnotkun og jafnvel kennslubækur. í þessum efnum eru íslendingar verr settir en ætla mætti miðað við þann mikla áhuga sem hér hefir ríkt á máli og málrækt. Enn fremur er gert ráð fyrir að sjóður- inn geti styrkt annars konar verkefni, jafnvel rannsóknir á íslensku máli og málsögu sem hagnýtar teljast eða bein- línis nauðsynleg undirstaða málfarslegra leiðbeininga, ráðgjafar og kennslu. 3

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.