Málfregnir - 01.04.1991, Side 14

Málfregnir - 01.04.1991, Side 14
SIGRÚN HELGADÓTTIR S Islenskun tölvutækniorða Stofninn í þessari grein er erindi sem höf. flutti á ráðstefnu sem Orðahók Háskólans og ÍBM á íslandi gengust fyrir 24. janúar 1990 og nefndist „Pýðingar á tölvuöld Erindið var hirt í Oröi og tungu 2, 1990. — Ritstj. Haustið 1978 tók ég við formennsku f orðanefnd á vegum Skýrslutæknifélags íslands sem er félagsskapur áhugamanna um tölvutækni og gagnavinnslu. Nefndin hafði starfað frá stofnun félagsins 1968 og látið frá sér fara tvö fjölrit með heitum á hugtökum úr tölvutækni og gagnavinnslu; hið seinna kom út 1974. Síðan árið 1978 hefur orðanefndin sent frá sér þrjú rit: Tölvuorðasafn (1983) með íslenskum og enskum heitum á rösklega 700 hugtökum úr tölvutækni og gagnavinnslu, Örfilmutækni (1985), skrá með hugtökum úr örfilmutækni ásamt enskum og íslenskum heitum og íslensk- um skýringum, og aðra útgáfu Tölvu- orðasafns (1986) með íslenskum og enskum heitum og íslenskum skýringum á tæplega 2600 hugtökum. Frá því haustið 1978 hafa nefndar- menn lengst af verið fjórir: Baldur Jóns- son prófessor, Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur, Örn Kaldalóns kerfis- fræðingur og höfundur þessa pistils. Fundir hafa verið haldnir nokkuð reglu- lega, helst einu sinni í viku, stundum oftar, stundum sjaldnar. Fjölmargir sér- fræðingar hafa komið til liðs við nefnd- ina, einkum þegar unnið var að undir- búningi annarrar útgáfu Tölvuorðasafns. Hér á eftir er ætlunin að greina ofur- lítið frá störfum þessarar nefndar eftir 1978, einkum frá vinnubrögðum hennar. Markmið og leiðir Verkefnið sem orðanefndinni var falið af stjórn félagsins var aldrei afmarkað eða skilgreint. f>ó var ljóst að í aðalatriðum var stefnt að því að gera íslendingum kleift að tala og skrifa um tölvutækni og gagnavinnslu á íslensku. En við vissum að sjálfsögðu ekki hvernig við ættum að ná því markmiði. Mér hugkvæmdist fljótt að athuga hvað aðrar þjóðir hefðu gert. Mál tölvu- tækninnar er enska, og því hljóta fleiri þjóðir en íslendingar að hafa staðið frammi fyrir því vandamáli að þurfa að tala og skrifa um tölvutækni á sinni eigin þjóðtungu. Ég komst að því að Danir, Norðmenn og Svíar höfðu þegar gefið út tölvuorðasöfn. Peir höfðu byggt þau á alþjóðlegum staðli um orðaforða í tölvu- tækni oggagnavinnslu. í þessum staðli er sett fram hugtakakerfi greinarinnar ásamt enskum og frönskum heitum hug- taka og skýringum á ensku og frönsku. Norrænu orðasöfnin voru í aðalatriðum þýðing á þessum staðli. í þeim voru norskar, danskar eða sænskar samsvar- anir enskra heita og skilgreiningar á við- komandi máli. Norrænir frændur okkar taka frjálslegar upp enska stofna en við. Samt getum við ýmislegt lært af þeim í sambandi við skipulag íðorðastarfsemi. Staðlar og hugtakakerfí Þegar gera á yfirlit yfir orðaforða tiltek- innar greinar er fyrsta stigið að afmarka það svið sem taka skal fyrir. Segja má að Orðanefnd Skýrslutæknifélagsins hafi talið öll hugtök, er lúta að tölvutækni og 14

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.