Málfregnir - 01.04.1991, Qupperneq 10
Stjórn
17. gr.
í stjórn Málræktarsjóðs eiga sæti fimm
menn og tveir til vara. Stjórn Islenskrar
málnefndar tilnefnir þrjá sjóðstjórnar-
menn úr sínum hópi. Tveir stjórnar-
menn og tveir varamenn eru tilnefndir af
fulltrúaráði Málræktarsjóðs (sbr. 12.
grein).
Stjórn íslenskrar málnefndar ákveður
hver skuli vera formaður sjóðstjórn-
ar.
18. gr.
Stjórnin er skipuð til fjögurra ára í senn.
Sjá þó ákvæði til bráðabirgða hér á eftir
(28. gr.).
samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, sbr.
lög nr. 19/1988.
23. gr.
Sjóðstjórn semur árlega skýrslu um
starfsemi Málræktarsjóðs og leggur hana
fyrir aðalfund fulltrúaráðs. Jafnframt
leggur hún endurskoðaða ársreikninga
Málræktarsjóðs fyrir aðalfund fulltrúa-
ráðs, sem afgreiðir þá. Reikningsárið er
almanaksárið.
24. gr.
Komi til þess, af einhverjum ástæðum,
að engin stjórn verði starfhæf í Málrækt-
arsjóði, má menntamálaráðherra skipa
sjóðnum nýja stjórn.
19. gr.
Sjóðstjórn heldur fundi þegar þurfa
þykir, eigi sjaldnar en einu sinni á
ári. Afl atkvæða ræður úrslitum allra
mála. Rita skal fundargerðir stjórnar-
funda.
20. gr.
Sjóðstjórn stýrir daglegum rekstri
Málræktarsjóðs og ræður öllum mál-
efnum hans til lykta með þeim tak-
mörkunum sem greindar eru í skipu-
lagsskrá þessari. Sjóðstjórn ber ábyrgð
á því að meginmarkmiðum Málræktar-
sjóðs. eins og þeim er lýst í 5. og 6.
grein hér á undan, verði náð aö svo
miklu leyti sem kostur er.
21. gr.
Sjóðstjórn má ráöa framkvæmda-
stjóra Málræktarsjóðs, sem verði gjald-
keri sjóðsins, hafi prókúruumboð og
sjái um bókhald og fjárreiöur sjóðs-
ins.
22. gr.
Sjóðstjórn skal gæta almennra laga-
ákvæða um sjóði og stofnanir sem starfa
Skipulagsskrá
25. gr.
Skipulagsskrá þessa semur Islensk mál-
nefnd með samþykki menntamálaráð-
herra, og skal síðan leitað staðfestingar
dómsmálaráðuneytis á henni. A stað-
festingardegi skal Málræktarsjóður taka
til starfa.
26. gr.
Ekki má breyta skipulagsskrá þessari
nema 3/4 hlutar fulltrúaráðs gjaldi breyt-
ingunni jákvæði sitt. Leita skal
umsagnar menntamálaráðherra um
breytinguna, og tekur breytingin ekki
gildi fyrr en hún hefur hlotið staðfest-
ingu dómsmálaráðuneytis.
27. gr.
Sjóður þessi verður ekki lagður niður
nema stjórnin sé einhuga um það og
að fenginni umsögn menntamálaráð-
herra. Verði engin önnur stofnun sett á
fót með sama hlutverk eða svipað, skal
menntamálaráðuneytið taka við öllum
eigum hennar til varðveislu og ráð-
stöfunar.
10