Málfregnir - 01.04.1991, Side 29
hylli. Ef vart verður tregðu til að nota
orðið almenningur, t.d. vegna þess að
það hefur fleiri merkingar, mætti hugsa
sér til hreyfings á ný. Kæmi þá fjölstofa
eða fjölnota stofa til álita, ásamt ýmsu
öðru.
2
Ég vinn hjá olíufélagi. Hvernig á ég að
skrifa heiti á efni því sem kallað er á
ensku nitromethanel Er til íslenskt orð?
Svar: Nei, íslenskt orð er ekki til. Að
höfðu samráði við formann Orðanefndar
efnafræðinga er ljóst að ekki er um
annað að ræða en aðlaga erlenda orðið,
skrifa það síðan eftir íslenskum fram-
burði nítrómetan og hafa það hvorug-
kyns. íslenskari geta efnafræðiheiti af
þessum toga sjaldnast orðið.
3
Ég er að semja texta þar sem segir frá því
hvernig fé er varið til ýmissa verkefna. Par
hef ég skrifað „minnu er varið ...“, en
starfsbróðir minn finnur að þessu og
segir að ég ætti að skrifa „minna er varið
...“. Hvað leggið þið til?
Svar: Orðið minna er lýsingarorð í þágu-
falli eintölu í hvorugkyni í miðstigi. í
nútímamáli endar miðstig lýsingarorða á
-a í öllum föllum eintölu í hvorugkyni
(t.d. betra, stœrra), en á -i ella (t.d. betri,
stærri). Samkvæmt því ætti minna aldrei
að geta fengið endinguna -u í neinu falli.
Eðlileg beyging er t.d.: minna fé, um
minna fé, frá minna (ekki *minnu)fé, til
minnafjár. Engum dytti í hug að segja *í
minnu húsi eða * í stærru húsi. Starfs-
bróðir þinn hefur því á réttu að standa.
Eigi að síður áttu þér ofurlitlar máls-
bætur. Fáein lýsingarorð í miðstigi leit-
ast við að fá endinguna -u í þágufalli ein-
tölu í hvorugkyni ef þau eru sjálfstæð,
þ.e. ef þau standa ekki sem einkunn með
nafnorði. Þetta á einkum (jafnvel ein-
göngu) við um orðin fleira, meira og
minna. Oft heyrast setningar á borð við
þessar: Ég gœti sagt þér frá fleiru eða
Hann gat ekki torgað meiru. Hins vegar
er miklu síður sagt: * Ég gæti sagt þér frá
fleiru fólki eða * Hann gat ekki torgað
meiru slátri.
Þessi þrjú miðstigsorð í hvorugkyni
(fleira, meira og tninna) eiga sér engar
samstofna myndir í frumstigi og fela í sér
einhvers konar magnákvörðun eins og
sum fornöfn. Skýringin á því að þau hafa
tilhneigingu til að fá endinguna -u í
þágufalli eintölu þegar þau standa
sjálfstæð, er eflaust sú, að þá fara þau að
minna á háttalag fornafna (og lýsingar-
orða í frumstigi), sem enda einmitt á -u í
þágufalli eintölu í hvorugkyni, t.d. ein-
hverju, engu, nokkru, ýmsu og öðru.
Þessi tilhneiging er ekki ný af nálinni.
Hennar var farið að gæta fyrir nokkrum
öldum. En þó að auðvelt sé að skýra
hvernig á henni stendur og hún sé ekki
ný treystum við okkur ekki til að mæla
með henni, enda hefur þessi afbrigðilega
beyging aldrei orðið einráð, aðeins
komið fram sem skiljanleg tilhneiging til
að víkja frá reglu.
4
Hvers kyns er orðið föll
Svar: Hvorugkyns.
Eitthvað er um það að orðið föl sé haft
kvenkyns, en sú notkun er ekki upp-
runaleg, og við mælum ekki með henni.
Hvorugkynsorðið föl hefir eflaust fylgt
íslenskum orðaforða frá upphafi. Það er
kunnugt úr fornritum, en það kann að
villa einhvern að helsta orðabókin yfir
íslenskt miðaldamál, orðabók Fritzners
(1. bindi 1886), segir föl vera kvenkyns.
Þar er um prentvillu að ræða, og er hún
leiðrétt í viðbótarbindinu (4. bindi) frá
1972. Orðabók Blöndals (1920-1924 og
1963), sem tekur til nútímamáls, þekkir
föl aðeins sem hvorugkynsorð.
29