Málfregnir - 01.04.1991, Síða 16
Skilgreiningar
Þegar við unnum að endurskoðun Tölvu-
orðasafns var ákveðið að fjölga hugtök-
um, endurskoða eldri þýðingar og semja
skilgreiningar. Skilgreiningar eru fyrst
og fremst nauðsynlegar til þess að af-
marka merkingarsvið hugtaka í bókinni.
Notendur velkjast þá ekki í vafa um
hvaða hugtaki er verið að gefa heiti. í riti
eins og Tölvuorðasafni eru skilgrein-
ingar einnig nauðsynlegar til þess að geta
prófað þau íðorð sem verið er að búa til.
Einnig er nauðsynlegt að gera tillögur
um orðalag á ýmsu því sem segja þarf.
Fram að því að önnur útgáfa Tölvu-
orðasafns kom út hafði lítið verið gefið
út af íðorðasöfnum með skilgreiningum
á hugtökum. Þess vegna var ekki við
mikið að styðjast. Ekki voru heldur til
neinar leiðbeiningar um hvernig ætti að
semja skilgreiningar á íslensku. Hvaða
form á t.d. að vera á skilgreiningu lýsing-
arorðs? Auk þess er í tölvutækni ýmis-
legt sérhæft orðalag sem ekki hafði
fengið neina fótfestu í íslensku. Samning
skilgreininga reyndist því erfiðasti og
tímafrekasti hluti starfsins við undirbún-
ing orðasafnsins.
Stefna nefndarinnar
Á fyrstu þremur til fjórum árunum sem
nefndin starfaði komum við okkur upp
stofni af orðum og mótuðum þá stefnu
sem við höfum fylgt síðan. íðorðastefna
Orðanefndar Skýrslutæknifélagsins er
mjög einföld og felst í tveimur megin-
reglum:
1) að nota íslenska stofna ef þess er
nokkur kostur,
2) að nota þá aðferð sem best hentar
hverju sinni.
í grein sinni, „íslensk orðmyndun"
(Andvarí 1987), ræðir Baldur Jónsson
um vanda þeirra sem vilja reyna að finna
íslensk heiti fyrir ný hugtök og segir
meðal annars (bls. 88):
Við, sein erum að leita uppi orð yfir ný
hugtök og nýja hluti, stöndum frammi fyrir
viðfangsefnum, sem eiga sér í rauninni engin
stærðarmörk. En nú hrannast þau upp með
vaxandi hraða, að því er virðist, og knýja þá
líka á um skjótari úrlausn en nokkru sinni
fyrr. Það er reyndar íhugunarefni, að þetta
eða eitthvað þessu Iíkt hafa menn verið að
segja - og ekki að ástæðulausu - síðastliðin
100 ár og jafnvel helmingi lengur. Ekki er
nema von, að einhver spyrji þá: Er þetta ekki
vonlaust basl allt saman? Og svarið er:
Reynslan vill ekki viðurkenna það enn sem
komið er.
Við viljum a.m.k. ekki leggja á ráðin um,
hvernig best sé að gefast upp, heldur ræða um
leiðir til að stækka orðaforða íslenskunnar.
Við hljótum að setja okkur það markmið að
auðga málið að orðum og orðalagi, svo að
það geti á hverjum tíma gegnt sem best þvf
hlutverki að vera tæki til að tjá hverja þá
hugsun. sem menn vilja koma á framfæri í
ræðu cða riti.
En samhliða þessu verður að liafa það hug-
fast, að við erum ekki að tala um að búa til
nýtt mál fremur en að flytjast af landi brott.
Hér er um það að ræða að nýta og rækta þær
víðáttur, sem rúmast innan landamæra okkar
eigin tungu, e.t.v. að færa þau út, ef þörf
krefur og engum er misboðið með því. Það
skal þá einnig í heiðri haft, að allt, sem for-
feður vorir hafa eftir sig látið - og einhvers
virði er - í rituðu máli og nú einnig hljóðrit-
uðu, megi áfram vera skiljanlegt hverjum,
sem íslensku kann til einhverrar hlítar. Eg
legg mikla áherslu á þetta atriði, af því að
gildi þess vill dyljast mönnum meir en hið
augljósa hagnýta markmið.
í þessum orðum Baldurs eru einkum tvö
atriði sem ég vil leggja áherslu á og
skipta máli þegar starf Orðanefndar
Skýrslutæknifélagsins er skoðað.
I fyrsta lagi er alveg Ijóst að megin-
þorri íslendinga vill ekki gefast upp og
tala ensku þegar rætt er um tölvur því að
þá er stutt í að við töpum tungu forfeðra
okkar alveg.
í öðru lagi er vert að gera sér grein
fyrir því að ekki er verið að tala um að
búa til nýtt mál. Oft heyrist sú gagnrýni
að íslenskur texti um tilteknar fræði-
16