Málfregnir - 01.04.1991, Blaðsíða 4

Málfregnir - 01.04.1991, Blaðsíða 4
Gert er ráð fyrir að umtalsverðri upp- hæð af ráðstöfunarfé sjóðsins megi verja í viðurkenningar skyni fyrir tvennt: a) kunnáttu í máli og vandaða meðferð þess í ræðu og riti og b) störf í þágu íslenskrar málræktar. Hver sem er á að geta hlotið viður- kenningu sjóðsins, ekki aðeins einstak- lingar, heldur einnig stofnanir, fyrirtæki, félög, samtök eða hópar. Viðurkenning getur verið verðlaun fyrir frammistöðu, þar á meðal í einhvers konar samkeppni, hvort sem sjóðurinn efnir til hennar eða ekki. Viðurkenning úr sjóðnum þarf ekki að vera peningaverðlaun. Til greina kemur að gefa bækur eða aðra gripi, þar á meðal muni eða merki sem sjóðurinn léti gera í því skyni. Þá kæmi til greina að veita úr sjóðnum ein há verðlaun, t.d. á þriggja eða fimm ára fresti. Annars er gert ráð fyrir að stjórn sjóðsins hafi frjálsar hendur innan þeirra marka sem sett eru í skipulagsskrá til þess að hann geti komið að sem bestum notum. Tildrög Hugmynd um stofnun málræktarsjóðs var fyrst reifuð á fundum íslenskrar mál- nefndar í júní 1983, en tillaga þess efnis vakti hvorki áhuga né umræður í það sinn. Hugmyndin var fyrst kynnt opin- berlega í málræktarþætti í útvarpinu í apríl 1985 og síðan á ráðstefnu um varð- veislu og eflingu íslenskrar tungu í Pjóð- leikhúsinu 1. desember sama ár. Upp úr því fóru stjórnvöld að gefa hugmyndinni gaum. Vorið 1986 óskaði þáverandi menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, eftir því við formann málnefndarinnar, sem þá var Baldur Jónsson, að hann gerði nánari grein fyrir hugmyndum sínum um sjóðinn. Tók hann þá saman „Minnisgreinar um mál- ræktarsjóð“, dags. 19. maí 1986, og voru þær síðan til umræðu og athugunar á vegum ráðherra. Samkvæmt þessum fyrstu hugmyndum átti sjóðurinn aðal- lega að veita styrki til verkefna, en einnig viðurkenningu, bæði fyrir með- ferð máls og málræktarstörf. Fundur fulltrúa frá u.þ.b. 20 orða- nefndum og íslenskri málnefnd ályktaði um málræktarsjóð 29. apríl 1987 og íslensk málnefnd nokkrum dögum síðar (11. maí). í þessum ályktunum er lýst stuðningi við þá hugmynd að stofnaður verði sérstakur sjóður til styrktar íslenskri málrækt í víðum skilningi og til- mælum beint til menntamálaráðherra að hann beiti sér fyrir stofnun sjóðsins. Skömmu síðar lét Sverrir Hermannsson af ráðherrastörfum, og komst ekki frek- ari hreyfing á málið í ráðherratíð hans. Fyrrnefndar minnisgreinar voru einnig kynntar Birgi ísleifi Gunnarssyni þegar hann var menntamálaráðherra (1987- 88). Hann sýndi málinu einnig áhuga, en lét af embætti skömmu síðar. Loks var málið kynnt núverandi menntamálaráð- herra, Svavari Gestssyni, haustið 1988, og upp úr því fór að komast skriður á. Undirbúningur hafinn Með bréfi til íslenskrar málnefndar, dags. 11. apríl 1989, fór ráðherrann þess á leit við nefndina að hún kannaði mögu- leika á því að stofnaður yrði málræktar- sjóður með stuðningi Háskóla íslands og e.t.v. fleiri aðila. Sjóðurinn skyldi vera framkvæmda- og verðlaunasjóður í vörslu málnefndarinnar. Æskilegt var talið að skýrslu um athugun nefndarinnar fylgdu drög að lagafrumvarpi ásamt greinar- gerð. Skömmu eftir að bréfið barst gengu for- maður og varaformaður nefndarinnar, Kristján Árnason og Jón Hilmar Jóns- son, ásamt Baldri Jónssyni, forstöðu- manni íslenskrar málstöðvar, á fund háskólarektors, Sigmundar Guðbjarna- sonar, til að kanna viðhorf hans til málsins, þar sem vitað var að uppi voru 4

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.