Málfregnir - 01.04.1991, Qupperneq 20
element og ferjald fyrir transducer. Við
höfum í fáein skipti notað viðskeytið
-ald til að mynda heiti á tækjum. Um
það eru þrjú dæmi í safninu: mótald,
pakkald og skjáald. Verið getur að tölvu-
notendur séu ekki reiðubúnir að taka við
þessunt boðskap orðanefndar. Pó virðist
sumum a.m.k. finnast orðið mótald skárra
en módem.
Erlcnd lán með aðlögun
Samsetningar í Tölvuorðasafni eru ótelj-
andi og af ýmsum gerðum, og hirði ég
ekki um að gefa dæmi um þær. En ég
mun minnast aðeins á þann flokk sem
kalla mætti „erlend lán með aðlögun“.
Eins og ég nefndi áðan hefur orða-
nefndin ekki lista með orðmyndunarað-
ferðum á borðinu þegar verið er að leita
að nýjum íðorðum. Því er þeim aðferð-
um, sem hér hafa verið nefndar, alls ekki
beitt eftir sérstakri röð. Við reynum hins
vegar alltaf fyrst að nota innlent efni ef
þess er nokkur kostur.
Enska orðið code er bæði sögn og
nafnorð. Nafnorðið er heiti á reglu sem
varpar stökum eins mengis á stök annars
mengis, og sögnin þýðir ‘að umskrá gögn
með því að nota þessa reglu’. Okkur
tókst ekki að finna neinn íslenskan stofn
sem væri nothæfur í þessari merkingu og
öllum þeim samsetningum sem á þurfti
að halda. Þrautalendingin varð því sú að
reyna að sníða enska stofninn til. Úr því
varð sögnin kóta og karlkynsnafnorðið
kóti. Við gátum síðan notað þennan
stofn í öllum samsetningum þar sem
orðið code kom fyrir.
Annað dæmi um tökuorð er hvorug-
kynsorðið bœti sem er myndað sem
hljóðlíking við enska orðið byte, en það
er stytting á orðasambandinu by eight.
Einnig mætti benda á karlkynsorðið
biti sem er notað sem þýðing á bit og er
heiti á tölustaf í tvíundakerfinu. Bit er
stytting á binary integer, en hér er um
orðaleik að ræða þar sem bit í ensku
merkir ‘eitthvað lítið’. í íslensku er
biti einnig eitthvað lítið, eri enska orðið
bit og íslenska orðið biti eru áreiðan-
lega af sama stofni. Enska og íslenska
eru germönsk mál, og mörg orð í þess-
um tveimur tungumálum eru af sama
stofni. Þess vegna er ekki óeðlilegt
að ensku og íslensku íðorðin séu keim-
lík þótt ekki sé um beina lántöku að
ræða.
Stöðlun oröaforöans
Eg mun nú reyna að skýra nánar hvað
ég átti við með stöðlun orðaforðans
fyrr í erindinu. Þessi stöðlun er tví-
þætt. í fyrsta lagi eru gerðar tillögur um
heiti á tilteknum hugtökum. Þegar tveir
menn tala saman er æskilegt að þeir
skilji hvor annan. Orðanefndin hefur
því raðað heitum í forgangsröð ef nauð-
synlegt er talið að fleiri en eitt heiti fylgi
tilteknu hugtaki.
Fyrst er talið aðalorðið sem við
mælum með að sé notað. Það verður
síðan að koma í ljós hvort tölvunot-
endur eru sammála. En við verðum að
vera sjálfum okkur samkvæm og nota
þetta heiti alltaf þegar það kemur fyrir
í skilgreiningum og skýringum. Við
getum ekki leyft okkur nein frávik eða
fjölbreytni í stíl því að lesandinn á
heimtingu á að vita nákvæmlega hvað
við er átt. Þess vegna má t.d. ekki nota
ýmist hitappaborð eða lyklaborð og
ýmist fylki eða víðlœg stœrð.
í öðru lagi eru skilgreiningar notaðar
til þess að afmarka merkingarsvið hug-
taka svo að öllum megi vera ljóst hvaða
hugtaki er verið að gefa heiti. Ensk orð,
eins og íslensk, eru oft margræð. Orða-
listi án skýringa getur verið villandi þar
sem lesandinn veit ekki nákvæmlega
hvaða hugtaki er verið að gefa heiti þótt
hann sjái íðorðin sjálf. Það er einnig
mjög villandi að þýða t.d. ensku orðin
screen og visual display unit með skjár
athugasemdalaust.
20