Málfregnir - 01.04.1991, Side 7
þess að koma í veg fyrir hugsanlega mis-
beitingu þess er gert ráð fyrir því að ein-
staklingar, sem taldir eru meðal stofn-
enda, geti ekki átt sæti í fulltrúaráði,
heldur einungis fulltrúar annarra stofn-
enda og þó aðeins einn frá hverjum
nema málnefndinni.
Þegar fram í sækir má ætla að fulltrúa-
ráði nægi að koma saman einu sinni á
ári, og þá til aðalfundar. Gert er ráð fyrir
að hann verði haldinn nálægt miðju ári.
Gefst þá góður tími til að ganga frá
reikningsskilum sjóðsins næsta starfsár á
undan, sem er almanaksárið, og jafn-
framt gefst þeim fulltrúum, sem til-
nefndir verða í sjóðstjórn, gott tóm til að
búa sig undir setu í stjórninni frá næstu
áramótum.
Pegar fram líða stundir verður stjórn
Málræktarsjóðs skipuð fimm mönnum.
Fulltrúaráð tilnefnir tvo menn í stjórnina
og tvo til vara, en stjórn íslenskrar mál-
nefndar skipar þrjá menn úr sínum hópi
og ákveður hver skuli vera formaður.
Franilög og stofnfé
Um leið og það spurðist vorið 1989 að
hafinn væri undirbúningur sjóðsstofn-
unar fóru framlög að berast til íslenskrar
málnefndar eða loforð um þau. Sænska
akademían reið á vaðið. Hún kom
hingað til lands um sumarið og heimsótti
málnefndina 24. ágúst (aðeins fáeinum
dögum fyrir samráðsfundinn í Borgar-
túni). Við það tækifæri afhenti hún
íslenskri málnefnd 100 þús. sænskra
króna sem stofnframlag til væntanlegs
málræktarsjóðs í tilefni af 25 ára afmæli
málnefndarinnar. Síðar á árinu bárust
málnefndinni 100 þús. kr. frá Orðabók
Háskólans, og Menningarsjóður Iðnað-
arbankans, sem þá var verið að leggja
niður, afhenti nefndinni 1 milljón króna.
í fyrra gaf íslenska járnblendifélagið
málnefndinni 100 þús. kr. til að leggja í
sjóðinn, menntamálaráðuneytið lagði
fram 1 milljón kr., og Alþingi heimilaði
2,2 milljónir kr. í fjárlögum fyrir þetta
ár.
Framlag Sænsku akademíunnar jafn-
gildir nú um 980 þús. ísl. krónum. Heild-
arstofnfé sjóðsins á staðfestingardegi
skipulagsskrár taldist því vera 5.380.000
kr., þ.e. tæpar 5,4 milljónir króna.
Þetta er aðeins brot af því sem stefnt
var að og stefnt er að. Markmiðið er 100
milljóna króna höfuðstóll sem má ekki
skerða. Eigi að síður er mikilsverðum
áfanga náð með staðfestingu skipulags-
skrár. Sjóðurinn er nú formlega tekinn
til starfa, og bráðabirgðastjórnin, sem
kosin hefir verið, getur einbeitt sér að
fjáröflun.
Nú verður að treysta því að íslend-
ingar bregðist vel við þegar til þeirra
verður leitað, hvort sem það verða ein-
staklingar, samtök, fyrirtæki, stofnanir
eða ríkisvaldið. Svíar létu ekki á sér
standa. Sænska akademían byrjaði, og
fáeinar íslenskar stofnanir og fyrirtæki
fylgdu fast á eftir auk ríkisvaldsins. En
við þurfum að gera miklu betur. Nú er
röðin komin að okkur sjálfum.
7