Málfregnir - 01.04.1991, Side 22

Málfregnir - 01.04.1991, Side 22
ARI PALL KRISTINSSON 25 nýyrði frá 1982-1990 Ekki er ólíklegt að ný orð í máli veiti nokkra vísbendingu um hræringar eða breytingar í samfélaginu. Þau benda á nýjungarnar, hverju þarf að gefa nafn. Hér birtist stutt skrá með sýnishornum af nýjum íslenskum orðum frá síðustu árum. Þau eru af nokkrum sviðum þjóð- lífsins. Einna mest virðist fara fyrir orðum á sviði heilbrigðismála og fjöl- miðlunar og ýmiss konar vöruheitum. Endurspeglar það vægi þessara efnis- flokka í umræðu samtímans? Undir hugtakið „nýyrði“ falla nýmynd- uð orð, eldri orð í nýrri merkingu og tökuorð. Þau 25 nýyrði, sem fara hér á eftir, eru úr safni orða sem voru skrásett hjá íslenskri málnefnd og málstöð ein- hvern tíma á árabilinu 1982-1990. Á ís- landi er ekki unnið að því að safna nýj- urn orðum skipulega úr fjölmiðlum, bók- um og tímaritum eins og sums staðar tíðkast í nágrannalöndum. Með slíkri söfnun væri hægt að fylgjast betur með endurnýjun orðaforðans á tilteknum tímabilum en okkur er unnt við núver- andi aðstæður. íslensk málstöð skráir öll ný orð sem henni berast spurnir af og mjög oft verða ný orð til í málstöðinni vegna fyrirspurna frá almenningi, fyrir- tækjum eða opinberum aðilum. Öllu slíku er að sjálfsögðu haldið til haga. Pau nýyrði, sem hér birtast, eru einungis sýnishorn úr þessum gögnum málstöðv- arinnar. Hér er sjónum beint að orðaforða almannamáls. Sneitt er hjá orðum sem eiga aðeins heima í íðorðasöfnum. Prentuð íðorðasöfn frá undanförnum áratug eru nokkur og þar er fjöldi nýyrða, ásamt öðrum íðorðum. Að sjálf- sögðu eiga þó ýmis orð bæði heima í almennu máli og í íðorðaforða ein- hverrar greinar eða einhverra greina. Reynt var að ganga úr skugga um að orðin, sem tekin eru með hér, væru í notkun. Sneitt er hjá orðum sem líkur eru til að séu þegar orðin úrelt eða hafi e.t.v. aldrei breiöst út. Ársetningar við orðin hér á eftir ber ekki að skoða sem öruggt fæöingarár orða. Þær segja aðeins til um hvenær orðið er skrásett í gögnum Islenskrar málstöðvar. Ártölin í listanum eru þó líklega oftast sæmileg vísbending unr aldur orðanna þótt ekki sé hægt að kveða fastara að orði. Stundum er vitað með nokkuð öruggri vissu hver eða hverjir séu líklegustu höfundar orða en allri slíkri vitneskju er sleppt hér. Hafi menn áhuga á að fræð- ast nánar um heimildir um uppruna orð- anna á listanum, geta þeir haft samband við Islenska málstöð. Ef menn vita um eldri dæmi eða ákveðna heimild um eitt- hvert orð væri einnig vel þegið að fá fréttir af því. Listinn hér á eftir er vitaskuld ágrips- kenndur hvernig sem á hann er litið. Til dæmis eru merkingar orða ekki skýrðar ítarlega; aðeins reynt að koma merkingu til skila í megindráttum, oft með því að vísa á erlend orð sem hin íslensku eru upphaflega hugsuð sem þýðingar á. alnæmi, hk. (1985) - AIDS (= acquired immunodeficiency syndrome); sbr. eyðni. bréfasími. kk. (1989) - e. telefax (um tækið). bruða, kv. (1983) - sæ. fullkornsskorpa. 22

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.