Málfregnir - 01.04.1991, Qupperneq 5
nýjar hugmyndir um stofnun sérstaks
málræktarsjóðs innan Háskólans. Um
afstöðu sína gaf rektor þau svör að hann
væri reiðubúinn að taka þátt í undirbún-
ingsstarfi ef þess yrði óskað.
Þegar erindi ráðherra var tekið til um-
ræðu í málnefndinni 16. maí var Krist-
jáni Árnasyni og Jóni Hilmari Jónssyni
falið að vinna að undirbúningi fyrir
hennar hönd í samráði við Baldur Jóns-
son og e.t.v. fleiri.
Samráðsfundur í Borgartúni
Undirbúningsnefndin tók þegar til
starfa. Eftir fáeina fundi og samtöl við
menn, innan málnefndar og utan, var
ákveðið að efna til samráðsfundar með
völdurn áhrifamönnum í þjóðlífinu,
einkum til að ræða hugmyndir um fjár-
mögnun sjóðsins. Til þess fundar var
boðið 23 mönnum með nærri eins mán-
aðar fyrirvara, og fylgdi fundarboði all-
rækileg greinargerð, „Hugmyndir og
hugleiðingar um málræktarsjóð", dags.
30. júlí 1989 (á 25 ára afmæli málnefnd-
arinnar).
Fundurinn var haldinn 29. ágúst 1989 í
Borgartúni 6. Þessirsóttu fundinn: Einar
B. Pálsson prófessor, Gunnar M. Hans-
son forstjóri, Indriði G. Þorsteinsson rit-
stjóri, Ingi R. Helgason stjórnarformað-
ur, Ottó A. Michelsen stjórnarformað-
ur, Ólafur B. Thors forstjóri, Sigmundur
Guðbjarnason háskólarektor, Þorsteinn
I. Sigfússon eðlisfræðingur og Þröstur
Ólafsson framkvæmdastjóri auk undir-
búningsnefndarinnar og Svanhildar Ósk-
arsdóttur, sem var fundarritari.
Upphaflega hafði ráðherra hugsað sér
að tillögum um málræktarsjóð yrði
skilað í formi frumvarps, en síðar féll
hann frá því í samtölum við formann
nefndarinnar. Undirbúningsnefndin mið-
aði því aðgerðir sínar við að sett yrði
skipulagsskrá um sjóðinn en ekki sérstök
löggjöf.
Á fundinum í Borgartúni skýrði há-
skólarektor frá störfum millifunda-
nefndar á vegum háskólaráðs, sem átti
að gera tillögur um málrækt í Háskólan-
um. Þessi nefnd hafði skilað áliti og lagt
til að innan Háskólans yrði komið á fót
sérstakri málræktarnefnd og enn fremur
málræktarsjóði sem sú nefnd gæti út-
hlutað úr 1-2 milljónum króna á ári. Þar
sem ekkert kom fram um afstöðu háskóla-
rektors til sjóðs á vegum íslenskrar mál-
nefndar leit undirbúningsnefndin svo á
að Háskólinn hefði ekki áhuga á þátt-
töku í stofnun slíks sjóðs - a.m.k. ekki
að svo stöddu. Allir aðrir fundargestir
tóku hins vegar undir þær hugmyndir
sem fyrir lágu um málræktarsjóð fyrir
alla landsmenn á vegum íslenskrar mál-
nefndar.
Enginn efaðist um þörfina fyrir
sjóðinn, en fram komu mismunandi hug-
myndir um stærð hans. Undirbúnings-
nefndin vildi miða við að höfuðstóll yrði
100 milljónir kr., og gerði þá ráð fyrir að
við úthlutun úr sjóðnum yrði einungis
tekið af vöxtum hans, en höfuðstóll lát-
inn óskertur. Hugmyndin var þá sú að
helmings stofnfjár yrði aflað með
frjálsum framlögum, en ríkið legði fram
jafnvirði þess á tveimur árum.
Aðrir samráðsfundir
Nokkrum dögum eftir fundinn í Borgar-
túni hvarf Kristján Árnason af landi
brott til rannsóknarstarfa og dvaldist er-
lendis fram undir jól, en málnefndin fól
Jóni Hilmari og Baldri að halda undir-
búningi áfram. Þeir héldu þrjá samráðs-
fundi í október með fáeinum völdum
mönnum, og málræktarsjóður var einnig
til umræðu á öllum fundum íslenskrar
málnefndar frá 12. september til 12. des-
ember.
Fyrst var haft samráð við Inga R.
Helgason og Ólaf B. Thors 2. október
1989. Ingi tók þá að sér að sentja drög að
skipulagsskrá fyrir sjóðinn.
Gestir næsta fundar, sem haldinn var
5