Málfregnir - 01.04.1991, Qupperneq 24
Ritfregnir
eflir Ara Pál Kristinsson og Baldur Jónsson
Ensk-íslensk viðskiptaorðahók. Eftir
Terry G. Lacy og Þóri Einarsson. 2.
útgáfa endurskoðuð og aukin. Terry G.
Lacy sá um útgáfuna. Bókaútgáfan Örn
og Örlygur hf. Reykjavík 1990. xxi +
525 bls.
Ensk-íslensk viðskiplaorðabók eftir
Terry G. Lacy og Þóri Einarsson kom
fyrst út 1982 og var þá þörf nýjung í
heldur fáskrúðugum orðabókakosti
íslendinga. Hún hafði að geyma um
9000 orð og orðasambönd sem snerta
innflutning og útflutning, kaup og sölu,
banka- og tryggingarstarfsemi, vöru-
flutninga, reikningshald, samskipti
aðilja vinnumarkaðarins, stjórnun fyrir-
tækja og fleiri svið samfélagsins.
Sömu höfundar sendu frá sér íslensk-
enska viðskiptaorðabók 1989 og var sagt
frá henni í Málfregnum 7, bls. 27-28.
Orðaforði þeirrar bókar var ekki sóttur
allur beint í Ensk-íslenska viðskiptaorða-
bók frá 1982 heldur var hann aukinn
efni úr tímaritum, dagblöðum, við-
skiptaskjölum og viðtölum.
Nú hafa þau Terry G. Lacy og Þórir
Einarsson endurskoðað og aukið Ensk-
íslenska viðskiptaorðabók frá 1982 og
hefur Terry G. Lacy einkum unnið að
því. í þessum bókum liggur feiknamikil
vinna og er framtak höfunda þeim mun
þakkarverðara sem ekki var við sam-
bærileg eldri verk að styðjast.
Hin nýja Ensk-íslenska viðskiptaorða-
bók er endurskoðuð og aukin með hlið-
sjón af orðaforðanum í íslensk-ensku
viðskiptaorðabókinni og bætt var við
fjölmörgum orðum úr úrvali nokkurra
íslenskra og erlendra rita. Bókin er því
sömu gerðar og íslensk-ensk viðskipta-
orðabók að því er varðar allt snið og
orðaval. í hinni endurskoðuðu og
auknu Ensk-íslensku viðskiptaorðabók
eru 15000 orð og orðasambönd, ásamt
drjúgum viðaukum sem greint er frá hér
á eftir.
Formálar eru bæði á íslensku og
ensku og eru þeir að mestu leyti sam-
hljóða; hinn síðarnefndi er þó aukinn
stuttum kafla sem heitir „A Word to the
English-Speaker Learning lcelandic“. í
formálum bókarinnar er margt endur-
tekið frá 1982 en stundum með breyttu
orðalagi.
Terry G. Lacy rekur m.a. í formálum
sínum (1990) hver tilgangur bókarinnar
er og hvernig staðið hafi verið að vali
orða. Um tilganginn segir (bls. vii):
Þessi bók var gerð til þess að aðstoða íslend-
inga við að skilja sundur íslenska og enska
tungu, við að skilja betur flókna gerð
enskunnar og síðast en ekki síst við að við-
halda góðri íslensku.
Stuttur kafli í formálanum (tæplega
tvær síður) heitir í íslensku gerðinni
„Að tjá sig á ensku“. Það ber vitni um
dirfsku höfundar að sjóða niður í svo
stuttan kafla leiðbeiningar um enska
málnotkun. Tæpt er á ýmsu og sumt af
því sem sagt er skilur lesandann eftir
hissa en engu nær, t.d. þessi málsgrein
(bls. ix):
Hægt er að bæta framburðinn með því að
lækka röddina þegar við á.
24