Málfregnir - 01.04.1991, Qupperneq 26

Málfregnir - 01.04.1991, Qupperneq 26
tvímælis í þessari bók. Auk slíks efnis má nefna dæmi um ýmis vandbeygð orð, skrár um forsetningar og notkun þeirra, heiti á skepnum, kynjunj og afkvæmum, nöfn á aðallitum húsdýra, orðtök, tals- háetti, upptalningu nokkurra mállýta o.fl. — BJ Stíltækni. Eftir Kristján Eiríksson. Iðn- skólaútgáfan. Reykjavík 1990. 104 bls. Þetta rit var tekið saman í framhaldi af Máltœkni eftir sama höfund (sjá næstu ritfregn á undan) og tengist henni að nokkru, en er þó sjálfstætt. I formála segir höfundur að vonandi geti bókin nýst nemendum framhaldsskóla og öðr- um sem áhuga hafa á greininni. Hún er því öðrum þræði hugsuð sem kennslubók. Kynnt eru nokkur undirstöðuhugtök mál- og stílfræði og skýrð með dæmum, frum- sömdum eða tilvitnuðum. — BJ Islcnsk málhreinsun. Sögulegt yfirlit. Eftir Kjartan G. Ottósson. (Rit íslenskrar málnefndar. 6.) íslensk málnefnd. Reykjavík 1990. 168 bls. Haustið 1985 voru flutt í Ríkisútvarpinu fjögur erindi sem nefndust „Þættir úr sögu íslenskrar málhreinsunar“ og vöktu athygli fyrir mikinn fróðleik og skemmti- legan. Höfundur þessara þátta var ungur málfræðingur, Kjartan G. Ottósson. íslensk ntálnefnd falaðist eftir þáttunum til útgáfu og samdist svo um að höfundur færði búning þeirra til samræmis við það, bætti við tilvísunum til heimilda og yki við efni frá þessari öld. Árangurinn er þetta yfirlit yfir sögu íslenskrar málhreinsunar, hið rækileg- asta sem til er, og er að því mikill fengur. Sagan er rakin í sjö köflum frá 16. öld til vorra daga. Fyrsti kaflinn er stuttur inngangur. Annar kafli nefnist „Af sið- bótarfrömuðum og fornmenntavinum". Hann tekur nokkurn veginn yfir tíma- bilið 1550-1750. Þar er sagt frá mál- áhuga siðbótarmanna, Arngrími lærða, Árna Magnússyni o.fl., og rætt er um embættis-, laga- og verslunarmál. Þriðji kafli tekur yfir síðari hluta 18. aldar.og upphaf hinnar 19. Hann heitir „Tímar Eggerts Ólafssonar og Lærdómslistafé- lagsins“ og endar á Landsuppfræðingar- félaginu og Magnúsi Stephensen. í tveim- ur næstu köflum er rakin barátta mál- hreinsunarmanna á öidinni sem leið. Hinn fyrri er að mestu helgaður Bessa- staðaskóla og Fjölnismönnum, en hinn síðari, „Tungan í straumi sjálfstæðisbar- áttunnar", greinir m.a. frá baráttunni fyrir rétti íslenskunnar gagnvart dönsku. í öllum þessum bókarköflum hefir höfundur stuðst mjög við hið fróðlega rit Halldórs Hermannssonar, Modern lce- landic, svo langt sem það nær, en það kom út 1919, árið sem fyrsta orða- nefndin í landinu tók til starfa. í tveimur síðustu köflunum varð höfundur að róa á önnur mið, og þar hefir hann vikið lengst frá útvarpserind- unum, raunar samið nýja kafla. Hinn fyrri þessara tveggja, „Málhreinsun á tækniöld“, er langlengsti kafli bókarinn- ar. í upphafi er vikið að almennri skóla- skyldu og málverndarstarfi ungmennafé- laganna, síðan er mikið fjallað um ný- yrði og nýyrðastarfsemi, orðanefndir, íslenska málnefnd o.fl. Loks er 7. kaflinn, stuttur kafli, sem nefnist „Niðurlag: Á nýjum tímamótum“. Þar er m.a. sagt frá störfum og álitsgerð stjórnskipaðrar nefndar sem mennta- málaráðherra skipaði 1984 til að „gera tillögur um málvöndun og framburðar- kennslu í grunnskólum". í þessum tveimur síðustu köflum er að finna eina samfellda yfirlitið yfir málhreinsun 20. aldar sem enn er til. Aftast í bókinni er „Ritaskrá“, rækileg upptalning ritaðra heimilda, alls 20 blað- síður. Enginn sem áhuga hefir á íslensku 26

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.