Málfregnir - 01.04.1991, Qupperneq 25

Málfregnir - 01.04.1991, Qupperneq 25
Vert er að vekja athygli á varnaðar- orðum til íslendinga sem ekki eru fimir í að tjá sig á ensku (bls. ix): villur í rituðu máli [eru] jafnan hvimleiðar og greiða síður en svo fyrir viðskiptum. Reynið að láta kunnáttumann fara yfir bréfin ykkar ef þörf krefur. Þetta er þörf ábending en hvað um þá sem nota íslensku? í hinum fimm blaðsíðna íslenska for- mála eru fjögur dæmi um málnotkun sem Islendingar eru vanir að kalla bein- línis málvillur auk nokkurra dæma um umdeilanlegt orðalag og a.m.k. einnar prentvillu. Bls. viii: „Evrópubandalag- ið“, ætti að vera „Evrópubandalaginu“; sömu bls.: „málgerð, sem nauðsynlegt er til að kunna skil á“, ætti að vera „mál- gerð sem nauðsynlegt er að kunna skil á“ (sbr. formálann í Ensk-íslenskri við- skiptaorðabók 1982, bls. X); bls. ix: „báðir“, ætti að vera „hvorir tveggja“ eða „hvorirtveggju“ (í formála Ensk- íslenskrar viðskiptaorðabókar 1982 er notað orðalagið „í báðum tilfellum“ (bls. XI)); bls. x: „sem gert er grein fyrir“, ætti að vera „sem gerð er grein fyrir“. Það hefði verið þarflegt og eflaust við- ráðanlegt fyrir útgefanda að leggja til aðstoð „kunnáttumanns“ við frágang á íslenskri gerð formálans enda var fengin sérfræðiaðstoð frá 23 manns við samn- ingu orðabókarinnar, samkvæmt lista á bls. xi. Orðasafnið sjálft er 445 bls. Ensk orð eru venjulega feitletruð en málfræðileg- ar upplýsingar skáletraðar. Notkunar- svið er oft tilgreint (skáletrað og haft innan sviga). íslensk orð eru höfð með óbreyttu letri. í ensku eru ýmis dæmi um að orð með sams konar ritmynd hafi mis- munandi merkingu eftir áherslu. Því er vel til fundið að tákna áhersluatkvæði sérstaklega þegar svo háttar til. Það er gert með upphafsstöfum, t.d. „RE- ject" (nafnorö) og „re-JECT“ (sagn- orð). Orðasafninu fylgja sjö viðaukar. I þeim fyrsta (2 bls.) er greint frá merk- ingu ýmissa merkja og tákna. í öðrum viðaukanum (45 bls.) eru 202 landafræði- heiti ásamt upplýsingum um íbúaheiti, tungumál, borgir o.fl. Þriðji viðauki (11 bls.) hefur að geyma mörg dæmi um mun- inn á breskri og bandarískri ensku. Fjórði viðauki (6 bls.) er um viðskipta- skilmála. Fimmti viðauki (6 bls.) fjallar um ávörp og kveðjur í viðskiptabréfum. Þá kemur stuttur kafli (2 bls.) um víxil- aðilja en í sjöunda og síðasta viðauk- anum (6 bls.; 3 á íslensku og 3 á ensku) er notendum bent á frekari heimildir ef þeir þurfa á að halda. Pappírinn í bókinni er grófur og harð- ur svo að bókin verður óþarflega þykk og eftir því stinn og stirð í bandi. Hún er t.d. litlu þynnri en Orðabók Menningar- sjóðs sem þó er hátt í 1300 bls. —APK Máltækni. Eftir Kristján Eiríksson. Iðn- skólaútgáfan. Reykjavík 1990. 112 bls. Þessi bók er kynnt svo á kápubaki að henni sé „ætlað að vera eins konar hand- bók til leiðbeiningar um málbeitingu“. Höfundur hennar er kennari í Mennta- skólanum að Laugarvatni. Bókin er þó ekki venjuleg kennslubók. Hún er reyndar mjög óvenjuleg að efni og efnis- skipan. Hér eru t.d. hugleiðingar um málstefnu, málþróun og málvöndun og drepið á einstök álitamál. Ætlunin er að örva lesendur til að hugsa um þessi efni. En hér má líka fletta upp á ýmiss konar fróðleik, býsna sundurleitum. Sumt af því hefir verið hornreka í skólakennslu, t.d. leiðbeiningar um notkun fornafn- anna báðir og hvor tveggja, jafnvel sam- notkun fornafnanna hver og annar eða hvor og annar. Annað hefir orðið út undan í almennri og opinberri málrækt, t.d. ríkja- og þjóðaheiti, enda orka sum 25

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.