Málfregnir - 01.04.1991, Side 30

Málfregnir - 01.04.1991, Side 30
5 Hvernig á aö skammstafa orðið hlutafé- lagl Svar: hf. Þegar tvö eða lleiri orð í röð eru skammstöfuð er haföur punktur á eftir skammstöfun hvers orðs: m.a. (= meðal annars), a.m.k. (= að minnsta kosti). Punktarnir eru jafnmargir og orðin sem skammstöfuð eru. Gildir einu þótt orð sé samsett, eins og hlutafélag. í samræmi við opinberar reglur um notkun punkts í skammstöfunum (frá 1. september 1974) ber því að skammstafa þetta orð hf., en hvorki h.f. né h/f. Því má bæta við, þótt ekki sé um það spurt, að samkvæmt upphaflegunt kröf- urn ættu að vera bil á milli skammstaf- aðra orða eins og þeirra sem rituð eru fullum stöfum. Rétt er því að rita m. a. og a. m. k. En slíkur ritháttur fer ekki alls kostar vel í vélritun, þar sem öll bil eru jafn-breið, og í ritvinnslu á tölvum geta bilin orðið enn stærri og misstór. Setning bilanna er því annmörkum háð þegar ritað er á vél eða tölvu. Fyrir vikið er sá siður að sleppa bilunum orðinn svo almennur í hvers konar vélritun að hann verður að teljast fullgildur. 30

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.