Málfregnir - 01.05.1992, Side 2

Málfregnir - 01.05.1992, Side 2
Nýjar stafrófsvísur Vorið 1986 gekkst Vísindafélag íslend- inga fyrir ráðstefnu um „vanda íslenskr- ar tungu á vorum dögum“. Þar flutti ég erindi um íslenska stafrófið og vakti þá athygli á því hvernig það hefir verið vanrækt. Sú vanræksla kemur meðal annars fram í því að stafrófsröð hefir verið á reiki, og er enn, þó að nokkuð hafi þokast í rétta átt síðustu ár, einkum vegna þess að Hagstofan (þjóðskrá) og Símaskrá fóru að raða nöfnum samkvæmt tillögum íslenskrar málnefndar um staf- rófsröð. Ekki er við góðu að búast þegar börnum hefir ýmist verið kennt að byrja stafrófið á „a, b, c, d, e, f, g“ eins og í latínu og helstu grannmálum okkar eða „a, á, b, d, ð, e, é“. Það er býsna mikill munur á þessu tvennu. Þama hafa alkunn öfl verið að togast á í okkur íslending- um, en ef til vill hefir sú togstreita hvergi fengið á sig jafn-skýra mynd og hér. Það er eins og íslendingar hafi lengi vel ekki getað eða viljað trúa því að stafrófið þeirra væri öðruvísi en stafróf annarra þjóða. Þó er fágætt í Norður-Evrópu að stafróf tveggja mála séu nákvæmlega eins. Séra Gunnar Pálsson í Hjarðarholti (1714-1791), bróðir Bjarna landlæknis, var gáfaður áhugamaður um íslenskt mál og skáld. Hann orti meðal annars stafrófs- vísurnar alkunnu, „A, b, c, d, e, f, g / eftir kemur h, i, k“, sem allir krakkar hafa verið látnir læra og kirja lag við undanfarna mannsaldra. Þær voru fyrst prentaðar í Hrappsey á Breiðafirði fyrir 210 árum. En þó að öllum þyki vænt um þessar vísur verðum við að horfast í augu við það að þær fara rangt með íslenska stafrófið og eru því ótæk barna- fræðsla. Þetta gerði ég að umtalsefni á ráðstefnu Vísindafélagsins 1986 og varp- aði fram þeirri spurningu hvort einhver hagorður maður gæti ekki komið til hjálp- ar og gert betri bæn. Þórarinn Eldjárn skáld var meðal áheyrenda og einn af frummælendum á ráðstefnunni. Ég tel mér trú um að hann hafi tekið þessi eggjunarorð til sín, því að nú hefir hann gert nýjar vísur og birtir þær í bók sinni, Óðflugu (sem ég beygi svo mér til þæginda), skemmtilegri barna- bók sem kom út skömmu fyrir jól. Fyrir það skal hann hafa lof mitt og þökk. Vís- ur Þórarins eru þannig: A Á B D, Ð E É F G H I, í J K. L M N O, Ó og P eiga þar að standa hjá. R S T U, Ú V næst X Y Ý, svo Þ Æ Ö. íslenskt stafróf er hér læst í erindi þessi skrítin tvö. Þetta er ágæt endurnýjun á vísum séra Gunnars í Hjarðarholti, hæfilega líkt þeim, en leiðrétting samt, og lagið góða er í fullu gildi. Vonandi verður nú þess- um vísum haldið að íslenskum börnum framvegis. - BJ 2

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.