Málfregnir - 01.05.1992, Qupperneq 27

Málfregnir - 01.05.1992, Qupperneq 27
Fjölnismenn hafi kunnað að meta orða- bók hans „sem upphafsverk og undir- stöðu í málræktarefnum“ (bls. xxxii- xxxiii). Þessi nýja útgáfa Jóns Hilmars og Þór- dísar Úlfarsdóttur er í tvennu lagi. Fyrst er birtur hinn eiginlegi texti orðabókar- innar samkvæmt upphaflegri útgáfu, en síðan kemur orðaskrá þar sem íslensku þýðingarorðunum er raðað í stafrófsröð og útlendu orðin fylgja. Þessa síðari orðaskrá hafa útgefendur tekið saman til að opna lesendum sem greiðasta leið að íslenska orðaforðanum í bókinni, og eru mörg orðasambönd tekin með. Þannig er frá henni gengið að hún verður mun fyrirferðarmeiri í útgáfunni en upphaf- lega orðabókin sjálf. Þó tekur hún aðeins til nafnorða, lýsingarorða, sagnorða og meginhluta atviksorða, en forsetningum, samtengingum, fornöfnum og töluorð- um er sleppt. Ekki var ætlunin að dæma þetta verk, en ég sé ekki annað í fljótu bragði en það sé vel unnið. Ég get aðeins nefnt eitt atriði sem ég hefi rekist á og líklega má telja til mistaka fremur en að fylgt sé var- hugaverðri orðabókarreglu. Orðasam- bandið hafa á reiðum höndum er sett undir lýsingarorðið reiður (bls. 174) í merkingunni ‘illur í skapi’ í stað þess að hafa flettiorðin tvö (tvítaka flettiorðið reiður). Orðabók Gunnlaugs Oddssonar er gott að hafa til viðmiðunar fyrir alla sem rækta hinn íslenska orðaforða. Hún minnir á hvað unnt er að gera og áunnist hefir. Sannlega erum við komin fram úr samtíð hennar í þýðingum erlendra orða og getum glaðst yfir því. Þeir sem nú leita íslenskra þýðinga ættu þó að treysta því varlega að orðabók Gunnlaugs Odds- sonar geti ekki komið þeim að gagni. Islensk orðtíðnibók. Eftir Jörgen Pind (ritstj.), Friðrik Magnússon og Stefán Briem. Orðabók Háskólans 1991. lv + 1207 bls. Fljótlega eftir að fyrstu tölvur komu til sögunnar fóru málfræðingar að gefa þeim gaum og gera tilraunir til að láta þær vinna fyrir sig, ekki síst að telja orð og finna tíðni þeirra í textum. Það höfðu einungis fáir haft þolinmæði til að fást við í höndunum. Því var býsna margt, sem laut að tíðni málfyrirbæra og stærð- arhlutföllum í máli, hulið málfræðingum fram á síðustu áratugi. Fáeinir íslenskir fræðimenn hafa á undanförnum árum not- að tölvur til að svala sárustu forvitni sinni, einkum um tíðni orða og stafa í einstökum ritverkum eða textasyrpum, en flest hefir það náð skammt og helst til talningar á orðmyndum, sem hafa ekki verið greindar sundur málfræðilega né flokkaðar saman undir viðeigandi fletti- orð. Með þessari fyrstu íslensku orðtíðni- bók hefir verið komist miklu lengra en áður. Þetta er mikið verk að vöxtum og margþætt, að sjálfsögðu tölvuunnið að miklu leyti eins og allar orðabækur af þessu tagi. Tíðnirannsókn þessarar bókar er afar víðtæk. Hún nær ekki aðeins til lesmáls- orða, mismunandi orðmynda og fletti- orða, heldur einnig til stafa og stafasam- banda og málfræðilegra atriða. Allar orð- myndir eru málfræðilega greindar og flokkaðar og þess vegna auðvelt að átta sig á tíðni ýmissa málfyrirbæra, t.d. tíðni fallanna fjögurra í íslenskri nafnorða- beygingu, sem menn höfðu ótryggari vitn- eskju um áður. í þessari bók er ekki aðeins hægt að sjá hver eru algengustu orð málsins, heldur líka hver eru tíðustu nafnorðin, tíðustu lýsingarorðin o.s.frv. Að því er mikill fengur. Auðvitað verður þó að hafa í huga að tíðnirannsóknir eru bundnar þeim efnivið sem lagður er til grundvallar. Hér var reynt að hafa hann 27

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.