Málfregnir - 01.05.1992, Qupperneq 20
menntun þýðenda. Par er áberandi að
þeir hafa fyrst og fremst. formlega
menntun í erlendum málum og bresti á
hana hafa þeir einatt dvalist langdvölum
meðal erlendra þjóða. Hins vegar eru
fáir með meira en framhaldsskólanám í
móðurtungu sinni þótt nokkrir hafi
greinilega haft dálitla reynslu af að skrifa
hana áður en þeir tóku að fást við þýð-
ingar.
í þessu sambandi er rétt að vekja
athygli á að kennsluaðferðir í erlendum
málum hafa breyst mjög mikið síðustu
áratugi. Þýðingarnar sem stundaðar
voru í málanámi í menntaskólum fyrir
aldarfjórðungi eða svo skiluðu vitanlega
misjöfnum árangri og tóku mikinn tíma
frá málanáminu sjálfu, en þær veittu þó
ákveðna innsýn í vanda þýðenda. í stað
þeirra hefur nánast ekkert komið. Boðið
er upp á þýðingaráfanga í vali nokkurra
framhaldsskóla en aðsókn að þeim hefur
verið dræm og þeir kenndir stopult. Er
eðlilegt að spurt sé hvort ekki kynni að
vera full ástæða til að hefja skipulega
kennslu í þýðingum í móðurmálstímum í
framhaldsskólum. Það er gömul reynsla
að þannig gefast margvísleg færi á að
kenna móðurmálið þegar það er borið
saman við aðrar tungur.
Skýrsluhöfundar kynntu sér eftir föng-
um það nám sem boðið er í nokkrum er-
lendum háskólum og segjast í skýrslu
sinni (bls. 26)
hafa valið að lýsa í stuttu máli kennslufyrir-
komulagi í þýðingum við tvo háskóla sem
eiga það sammerkt að vera í ríkjum þar sem
tvö tungumál eru opinber mál, enda þótt
annað eigi undir högg að sækja gagnvart hinu.
Þetta eru Ottawa-háskóli í Kanada og Háskól-
inn í Vasa í Finnlandi. Má finna margt sam-
eiginlegt með viðhorfum minnihlutahópanna
í þessum löndum, frönskumælandi Kanada-
manna og sænskumælandi Finna, og íslend-
inga og þörfin fyrir eflingu málræktar,
nýyrða- og íðorðastarfsemi og þýðingarstarf-
semi almennt er greinilega af sömu rótum
runnin í þessum þremur málsamfélögum.
Fram kemur í skýrslunni að þýðinga-
námið í Vasa sé í hraðri þróun, og
verður fróðlegt að fylgjast með henni á
næstu árum. Við Ottawa-háskóla töldu
höfundar skýrslunnar hins vegar hægt að
benda á mjög nýtilega fyrirmynd, og
segir um það mál í skýrslunni (bls. 26):
Sú valleið er best virðist fallin til fyrirmyndar
á byrjunarstigi í þýðingarkennslu hér á landi
er leið sem lýkur með B.A. Honours-prófi
eftir tveggja ára nám í þýðingum og er ætluð
þeim sem lokið hafa B.A.-prófi í öðrum náms-
greinum. Virðist slík samsetning geta hentað
íslenskum aðstæðum mæta vel, enda mætti þá
nýta tungumálanám til B.A.-prófs ellegar
sérhæfa sig í þýðingum úr þeirri grein annarri
sem þegar er lokið námi í.
Þessi leið ætti líka að gera okkur kleift
að nota ýmislegt það sem nú er boðið upp
á í sundurleitum námskeiðum í kennslu
erlendra mála í Háskóla íslands. Þar eru
ýmisleg þýðingarnámskeið bæði í ensku,
þýsku, frönsku og Norðurlandamálum
og sumstaðar fengin kennslureynsla sem
áreiðanlega getur komið að góðu haldi.
Þá benda skýrsluhöfundar einnig á að
námskeið sem þegar hafa verið skipu-
lögð og auglýst í kennsluskrá vegna
B.A.-náms í íslensku geti nýst þýð-
endum ágætlega.
Miklar rannsóknir liggja þegar fyrir
varðandi þýðingarfræði, bæði almenn og
ekki síður sértæk og tengd afmörkuðum
viðfangsefnum, þar sem biblíuþýðingar
ber að sjálfsögðu hæst og mest hefur
verið að unnið. Það ætti því hvorki að
þurfa að verða skortur á skynsamlegum
fyrirmyndum né hagnýtu fræðilegu
námsefni. Hins vegar mun áreiðanlega
þurfa að leggja kapp á séríslenskar rann-
sóknir á aðferðum og árangri.
Rannsóknarefnin geta verið af ýmsum
toga. Mér vitanlega hafa menn t.d. ekki
reynt enn sem komið er að leita aðferða
til þess að gera sér grein fyrir áhrifum
þýðinga og þýðenda á málnotkun okkar.
Sumt virðist manni liggja í augum uppi.
20