Málfregnir - 01.05.1992, Qupperneq 16
HEIMIR PÁLSSON
Þýðingar og staða þýðenda
Grein þessi er að stofni til erindi sem flutt var á fundi íslenskrar málnefndar 3. mars
1992 til að gera grein fyrir „Skýrslu um stöðu þýðingarmála “, sem tekin var saman að
beiðni íslenskrar málstöðvar og lokið í janúar 1992. Hér er aðeins stiklað á stóru, og
verður að vísa til skýrslunnar um fyllri lýsingar verksins. — Ritstj.
Tildrög skýrslugerðar
Með bréfum sem fóru milli menntamála-
ráðuneytis og íslenskrar málstöðvar síð-
ari hluta árs 1990 og fram í janúar 1991
var um það samið að málstöðin tæki að
sér að láta gera skýrslu um stöðu þýðing-
armála og greinargerð um leiðir til
úrbóta í þeim efnum. Var Jónínu Mar-
gréti Guðnadóttur og Heimi Pálssyni
falið að vinna verkið, en umsjón af hálfu
málstöðvarinnar hafði Ari Páll Kristins-
son.
Forsaga málsins er löng og reyndar
vandi að ákvarða upphafið í því efni eins
og öðrum. Snemma árs 1990 (febrúar,
mars og apríl) höfðu Félag kvikmynda-
gerðarmanna, félög þýðenda á Ríkisút-
varpinu og Stöð 2 og Samtök íslenskra
myndbandaleiga [svo] öll samþykkt
ályktanir og sent menntamálaráðuneyti
og fleiri aðilum, þar sem fjallað var um
nauðsyn lagasetningar, bæði um þýðing-
arskyldu og lögverndun þýðendastarfs.
Áherslur voru að vonum mismunandi
eftir félögum og samtökum. Þýðendafé-
lögin óskuðu laga sem kvæðu á um lág-
markskröfur fyrir þýðendur á kvik-
mynda- og sjónvarpsefni og gerðu
„dreifingaraðila ábyrga fyrir því að þýð-
ingar í myndmiðlum séu ekki í höndum
fúskara". Félag kvikmyndagerðarmanna
vildi „láta endurskoða reglugerðir sem
þetta varðar til þess að tryggja að þýð-
ingar lendi ekki í höndum fúskara“.
Samtök íslenskra myndbandaleiga tóku
„heilshugar undir áskorun Félags sjón-
varpsþýðenda RÚV og Félags þýðenda
Stöð 2 [svo], auk ályktunar Félags kvik-
myndagerðarmanna, þess efnis að til
komi lögverndun á starfi þýðenda, auk
lagasetningar um framkvæmd þýðingar-
mála“.
Athyglisvert er í þessu sambandi orðið
„fúskari". í daglegu tali felur fúskaranafn-
gift í sér að menn líti svo á að til sé „fag-
mennska" í greininni og sé unnt að greina
milli fagmanna, venjulega menntaðra, og
fúskara. Þegar til þess er litið sem síðar
segir um menntunarmál þýðenda er ljóst
að hugtakanotkun af þessu tagi á illa við,
og líklega eru menn fremur að hugsa um
vel og illa unnin verk. Er þá reyndar vand-
séð hvemig lagasetning getur komið að
gagni meðan ekki er gerður greinarmunur
á greiðslum fyrir verkin eftir því hvernig
þau em unnin.
að íslendingar noti norrænu staðar-
nöfnin í Finnlandi eftir því sem þau end-
ast eins og raunar hefir tíðkast hér á
landi til skamms tíma. Valið ætti því
ekki að vera um Helsinki eða Helsing-
fors heldur miklu fremur um Helsingfors
eða Helsingjafoss.
16