Málfregnir - 01.05.1992, Blaðsíða 7

Málfregnir - 01.05.1992, Blaðsíða 7
3. Getið þess sem gert er Menningarkynning af þessu tagi, rekin héðan frá íslandi, hefur verið að því skapi kotungslegri sem hennar væri meiri þörf. íslensk menning þarf einmitt að fá sérstakan byr undir vængi sakir ein- angrunar okkar og tómlætis heimsins gagnvart smáþjóðinni sem fyrr er lýst. Það er trúa mín að því fé sé vel varið sem veitt er til að kynna ísland og menn- ingu þess meðal þjóðanna — íslenska náttúru, íslenska tungu, bókmenntir og listir, íslenskt mannlíf í öllum sínum fjölbreyttu myndum. Við skulum ekki láta við það sitja að flytja út fisk og ál og járnblendi, heldur skulum við láta menn- inguna fylgja sem viðbit ofan á aðrar neysluvörur handa útlendingum. Talsvert hefur reyndar verið gert til að kynna íslenska tungu og menningu er- lendis, bæði með sjálfboðavinnu og fjár- hagslegum stuðningi, og ber það vissu- lega vel að meta. Hér skulu nefnd nokkur dæmi um lofsverða starfsemi í þessu skyni. Islenskukennsla í erlendum háskólum Um þessar mundir eru 12 stöður íslenskra sendikennara við erlenda háskóla: sex stöður í fjórum norrænum löndum, tvær í Þýskalandi, þrjár í Frakklandi og ein í Englandi. Öll þessi sendikennsla er okkur íslendingum fjárhagslega léttbær, hún er kostuð að mestum hluta af erlendu fé. Þetta ber að virða og þakka, ekki síst hlut norrænu landanna sem er miklu mestur og okkur hagstæður eins og fleira í norrænni samvinnu. Auk þessa eru prófessorsstöður í ís- lensku við fjóra erlenda háskóla, kost- aðar af þarlendu fé: í Kaupmannahöfn, Ósló, Oxford og Winnipeg. Fimmta fasta staðan í íslensku (lektorsstaða) er við háskólann í Munchen. Það vekur athygli að í hinu mikla og auðuga landi, Bandaríkjum Norður- Ameríku, sem okkur er skylt að tungu og menningu og tengt með margvís- legum böndum vináttu og viðskipta, er engin háskólastaða beinlínis helguð íslenskri tungu eða bókmenntum. Þetta má hafa í huga hér á eftir þegar vikið verður að þörfum íslenskunnar við Cornell-háskólann í íþöku. En sagan er ekki öll sögð með þessu. Fyrir utan hinar sérstöku stöður, sem flestar eru skipaðar íslenskum mönnum, er íslenska kennd í meira eða minna mæli við ýmsa háskóla sem aukagrein í tengslum við kennslu í öðrum germönsk- um málum, ýmist kennslu í Norðurlanda- málum almennt eða í stórmálunum, ensku og þýsku. Þessi kennsla fer eink- um fram á hinum miklu ensku og þýsku málsvæðum: auk Þýskalands einnig í Austurríki og Sviss, auk Bretlands í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Utan Germana-landa er mikils vert um þá íslenskukennslu sem fram fer í róm- önsku löndunum, Frakklandi og Italíu, og, þótt undarlegt kunni að virðast, í hinu fjarlæga og okkur óskylda landi Japan. Hér skal vikið að einu álitamáli sem upp kemur þegar kenna skal erlendum mönnum íslensku. Áður var venja að nota þá sérstakan fornlegan framburð sem málfræðingar bjuggu til af lærdómi sínum á nítjándu öld. Þessi aðferð á vit- anlega fullan rétt á sér þegar verið er að fræða menn um hljóð og hljóðbreytingar fornmálsins, en hún hefur ýmsa ann- marka ef hún er alhæfð. Hún ýtir undir það að menn líti á íslenskuna sem tvö aðgreind tungumál, „forníslensku“ og „nýíslensku", og kenni forntunguna sem dautt mál úr tengslum við nýmálið. En þessi aðferð er bæði röng og óheppileg. Ókleift er að greina glögglega sundur fornt mál og nýtt, því að nálega allur orðaforði fornmálsins er eða getur verið 7

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.