Málfregnir - 01.05.1992, Side 19
Hraðinn er ekki hið eina sem undan er
kvartað. Með sívaxandi sérhæfingu á
öllum sviðum hefur reynt mjög á fræði-
legan orðaforða um hvað eina. Þýð-
endur eru á stundum hinir fyrstu til að
glíma við íslenskun nýrra hugtaka, og
vitanlega er þeim ofætlun að fylgjast
með allri nýyrðasmíð. Pýðendur nytja-
texta þurfa af þessum sökum að sækja
sífellt fleira til sérfræðinga á ýmsum
sviðum. Þar sem engin sérstök stofnun
hefur þær skyldur að sinna margvíslegu
kvabbi á þessum vettvangi er greinilega
oft undir kunningjasamböndum komið
hvert menn leita og hversu góða úrlausn
mála þeir fá. Vitað er að um margt er
leitað til Islenskrar málstöðvar, og telja
skýrsluhöfundar að þar ætti að kosta
kapps um að koma á fót ráðgjafar-
stofnun fyrir þýðendur.
Skynsamlegt sýnist líka að fylgja slíkri
stofnun eftir með vinnuaðstöðu þar sem
þýðendum gæfist kostur á að sitja um
lengri eða skemmri tíma að verki og þeir
hefðu ákjósanlegan bókakost auk að-
gangs að sérfræðiþjónustu, auk þess sem
þeim gæfist færi á að hittast og bera
saman bækur sínar. Þar sem íslensk mál-
stöð hefur gerst miðstöð margháttaðrar
íðorðastarfsemi og í ljósi þess að þar
hefur verið safnað í gagnabanka upplýs-
ingum um íðorð, virðist eðlilegt að þýð-
endamiðstöðin ætti skjól hjá málstöð-
inni. Hugsanlega mætti svo tengja þetta
gamalli hugmynd um að hérlendis verði
komið upp vinnuaðstöðu fyrir erlenda
þýðendur íslenskra bókmennta. Þar fer
hópur fólks sem við sýnum alla jafna lít-
inn sóma en vinnur mikilvæg kynningar-
störf fyrir íslenska þjóð.
Á hinum almenna þýðingarmarkaði er
ljóst að verkkaupar hljóta að leita allra
leiða til að fá sem ódýrasta þjónustu.
Skýrsluhöfundar benda á að ekkert stétt-
arfélag taki til allra þeirra sem við nytja-
þýðingar fást. Á stærstu vinnustöðum,
Ríkisútvarpinu og Stöð 2, eru vinnustaða-
félög sem samið hafa um kaup og kjör,
og í reynd er ekki mikill launamunur
milli stofnananna. Þó sýnist vera skyn-
samlegt að hvetja til stofnunar eiginlegs
stéttarfélags, og hugsanlega væru form-
leg inntökuskilyrði slíks félags til þess
fallin að leggja fyrstu línurnar um skil-
greiningar á hæfni og menntun þeirra
sem við þýðingar fást. Þarna verður þó
greinilega að fara gætilega meðan hvergi
er sinnt þeim þætti sem líklega er mikil-
vægastur og nú skal gerð grein fyrir.
3. Menntunarmál
Þótt þess sé krafist að skjalaþýðendur
gangist undir strangt próf áður en þeir
geta keypt sér löggildingu til starfa,
hefur aldrei verið efnt til formlegrar
kennslu á því sviði. Örstuttur fundur
sem haldinn er til undirbúnings prófi
getur ekki kallast námskeið. Fyrir aðra
hópa þýðenda hefur heldur ekkert form-
legt nám staðið til boða. Það er ótvírætt
af svörum starfandi þýðenda að þeir
telja að mikið gagn gæti orðið að nám-
skeiðum, einkum varðandi almenn þýð-
ingarfræði, íslensku og íðorðafræði.
Margir þeirra sem um þýðingar og
þýðingarfræði hafa fjallað undanfarna
hálfa aðra öld eða svo, hafa gert sér það
til dundurs að velta vöngum yfir hvort sé
mikilvægara fyrir þýðanda að hafa gott
vald á málinu sem þýtt er af eða hinu
sem á er þýtt. Það lætur að líkum að
einna skynsamlegasta svarið sé að menn
verði að valda báðum sem ágætlegast.
Þó er það svo að flestir þeirra sem ég hef
lesið um þetta efni gera heimamálinu,
viðtökumálinu, öllu hærra undir höfði.
Menn benda þá auðvitað á að til þess séu
margvísleg hjálpargögn, einkum náttúr-
lega orðabækur, að brjótast til fulls
skilnings frumtextans, hitt sé erfiðara að
finna sér hjálpartækin til þess að verða
almennilega skrifandi á eigin tungu.
Þetta er fróðlegt að bera saman við
það sem fram kemur í skýrslu okkar um
19