Málfregnir - 01.05.1992, Side 31

Málfregnir - 01.05.1992, Side 31
orðtak er að finna í frásögn Egils sögu af því er Egill Skallagrímsson reisti riíð- stöng þeim Eiríki konungi blóðöxi og Gunnhildi drottningu. Þar segir svo: Hann tók í hönd sér heslistöng og gekk á bergsnös nokkura, þá er vissi til lands inn; þá tók hann hrosshöfuð og setti upp á stöngina. Síðan veitti hann formála og mælti svo: „Hér set eg upp níðstöng, og sný eg þessu níði á hönd Eiríki konungi og Gunnhildi drottn- ingu,“ - hann sneri hrosshöfðinu inn á land, - „sný eg þessu níði á landvættir þær, er land þetta byggva, svo að allar fari þær villar vega, engi hendi né hitti sitt inni, fyrr en þær reka Eirík konung og Gunnhildi úr Iandi.“ Tilvitnunin er úr útgáfu Sigurðar Nor- dals í íslenzkum fornritum II, bls. 171, en stafsetning færð til nútímahorfs. 3 Spurning: Hvernig er ef. ft. af orðinu myndbandaleigal Svar: myndbandaleigna. Síðan myndbandaleigur komu til sögunn- ar fyrir nokkrum árum hefir æ oftar reynt á notkun orðsins leiga í ef. ft., og hefir þá komið f ljós að fólk á eitthvað bágt með gera upp við sig hvernig það á að hafa þessa beygingarmynd. Um þessa óvissu var fjallað í svari við fyrstu spurn- ingunni hér á undan. í síðasta tölublaði Málfregna (bls. 31) var einnig vikið að þessum vanda. Þar var til dæmis bent á að orðið undanþága er í ef. ft. undan- þágna, sbr. saga, sagna og þrúga, þrúgna. Óttinn við n-ið, sem þarna á að vera, er því ástæðulaus. En þó að orðin saga, undanþága og þrúga séu sambæri- leg við orðið myndbandaleiga er enn nær- tækara að vísa til sjálfs orðsins leiga og beygingar þess. Það á sér langa sögu, en hefir að vísu lengst af verið notað í ein- tölu. Hins vegar er það tölubeygt í sam- setningunni hjáleiga sem var algengt orð fyrrum. Hér skal sýnt eitt dæmi um notkun þess í ef. ft. Það er tekið úr ritinu Landið þitt ísland eftir Porstein Jóseps- son og Steindór Steindórsson frá Hlöðum, 2. bindi (1981), þar sem fjallað er um Hraun í Gullbringusýslu, bls. 125: Strandlengjan milli Straumsvíkur sunnan Hafnarfjarðar og Vatnsleysuvíkur. Þar voru nokkrir bæir, meðal annars Straumur, Óttars- staðir, Lónakot og Hvassahraun, auk hjá- leigna. Hér er rétt farið með beygingu. Orðið leiga á að beygjast svo hvort sem það er sjálfstætt eða í samsetningunum hjáleiga eða myndbandaleiga. 31

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.