Málfregnir - 01.05.1992, Síða 3
JÓNAS KRISTJÁNSSON
✓
Islenskt mál og umheimurinn
En ég kveð á tungu sem kennd er til frostéls og fanna,
af fáum skilin, lítils metin af öllum;
ef stef mín fá borist um óraveg háværra hranna
þá hverfa þau loks út í vindinn hjá nöktum fjöllum.
JÓN HELGASON
1. Arfur íslendinga
TUNGAN
Á Norðurlöndum hefjast sannfróðar
sögur með Haraldi hárfagra seint á 9.
öld. „Með Haraldi konungi voru skáld,
og kunna menn enn kvæði þeirra og allra
konunga kvæði, þeirra er síðan hafa
verið í Noregi,“ segir Snorri Sturluson í
formála Heimskringlu. Þessi kvæði not-
aði hann síðan sem sínar traustustu
heimildir þegar hann ritaði sögur kon-
unganna. Þá var litið svo á sem eitt tungu-
mál gengi um öll Norðurlönd, og var það
kallað dönsk eða norræn tunga. Eftir að
bókmenntir hefjast á 12. og 13. öld sést
þó að munur er talsverður eftir löndum,
einkum milli austlægu og vestlægu mál-
anna — sænsku og dönsku andspænis
norsku og íslensku; en óll eru málin þó
náskyld, enda er þess hvergi getið í forn-
sögum okkar að norrænir menn eigi f
minnsta vanda að ræðast við þótt þeir
fari milli landa.
En á siðskiptatímanum á 16. öld eru
norræn ritmál orðin stórlega breytt og
frábrugðin innbyrðis. Þá þykir sjálfsagt
að Ritningin sé þýdd á sænsku, dönsku
og íslensku. Norðmenn hlutu að gera sér
að góðu dönsku Biblíuna og hafa vafa-
laust lært á því góða dönsku að sama
skapi sem norskan þeirra mengaðist. Þá
kemur sú skoðun fram hjá Guðbrandi
biskupi og öðrum að íslenskan hafi hald-
ist óbreytt meðan önnur norræn mál hafi
færst úr lagi; hún sé hin eina sanna nor-
ræna tunga. Þetta sjónarmið hefur síðan
verið ríkjandi á öllum tímum. Þannig
segir í stofnskrá Lærdómslistafélagsins,
sem út kom 1780 (5. grein):
Einninn skal félagið geyma og varðveita nor-
ræna tungu sem eitt fagurt aðalmál, er langa
ævi hefir talað verið á Norðurlöndum, og við-
leitast að hreinsa ina sömu frá útlendum orð-
um og talsháttum er nú taka henni að spilla.
Það er að vísu ofmælt að íslenskt mál,
eins og það er í dag, hafi verið talað um
öll Norðurlönd á miðöldunt. En hitt er
ómótmælanlegt að íslenskt nútíðarmál
stendur miklu nær hinni fornu „dönsku
tungu“ heldur en nokkurt annað norrænt
mál nú á dögum. Ekki þarf annað en líta
á íslensk örnefni til að viðurkenna þetta.
Allur þorri íslenskra staðarnafna er gagn-
sær og skiljanlegur. Sum eru dregin af
mannanöfnum, önnur af útliti eða
náttúrufari: Grímstunga, Hvítafell, Fagrí-
dalur, Reykjavík. Sambærileg örnefni á
Norðurlöndum eru flest stórlega afbökuð,
og mega vísindamenn sóa miklum tíma
og hugviti til að grafast eftir uppruna
3