Málfregnir - 01.05.1992, Qupperneq 26
Vonandi er annar fróðleikur bókar-
innar traustari en þessi því að þar er af
mörgu að taka sem er eftirsóknarvert.
Til dæmis er gott að fá þarna greinargerð
í „Inngangi" um skrásetningu ættarnafna
frá 1915 til 1925, og marga mun áreiðan-
lega forvitna um uppruna nafna sinna,
aldur þeirra og útbreiðslu.
Orðabók sem inniheldur flest fágæt, fram-
andi og vandskilin orð er verða fyrir í
dönskum bókum. Eftir Gunnlaug Odds-
son. Ný útgáfa með íslenskri orðaskrá.
Jón Hilmar Jónsson sá um útgáfuna
ásamt Þórdísi Úlfarsdóttur. Orðfræðirit
fyrri alda. I. Orðabók Háskólans 1991.
xl + 213 bls.
Höfundur þessarar orðabókar, Gunnlaug-
ur Oddsson (1786-1835), síðast dóm-
kirkjuprestur í Reykjavík, verðskuldar
meiri athygli en hann hefir fengið, og
orðabókin hans hefir legið lengur í lág-
inni en hún á skilið. Þessi nýja útgáfa,
sem er fyrsta rit í nýrri ritröð Orðabókar
Háskólans bætir myndarlega úr og er því
þakkar verð. Henni fylgir fróðlegur inn-
gangur um bókina og höfund hennar eft-
ir Jón Hilmar Jónsson.
Orðabók Gunnlaugs Oddssonar kom
út í Kaupmannahöfn 1819 og er sérstök
fyrir þá sök að í henni eru íslenskar þýð-
ingar á alls kyns orðum útlendum. Latn-
esk-íslensk orðasöfn voru áður til en
engin erlend-íslensk orðabók eins og
þessi þar sem útlendu orðin voru gjald-
geng orð úr samtímanum, og af ýmsum
uppruna. Hér var hið hagnýta sjónarmið
látið ráða líkt og í íðorðasöfnum nútím-
ans.
Líklegt þykir að orðabókin eigi rætur
að rekja til þess að nokkru áður hafði
Gunnlaugi Oddssyni verið falið að semja
landaskipunarfræði á vegum Bókmennta-
félagsins, sem þá var nýstofnað. í því
verki þurfti hann að fjalla um margvísleg
efni sem lítið hafði áður verið skrifað um
á íslensku og erfitt var eða ókleift að
finna íslensk orð um. Ætla má að það
hafi ýtt við Gunnlaugi að taka saman
þetta orðasafn „með áþekku sniði og
þær dönsku orðabækur sem þá voru
nýkomnar út og tóku til orðaforða úr er-
lendum málum", segir Jón Hilmar í inn-
gangi sínum (bls. xiv).
Síðar segir Jón (bls. xxxii): „Ritverk
Gunnlaugs, orðabókin og raunar ekki
síður Landaskipunarfræðin, eru einn
skýrasti vitnisburður sem völ er á um
íslenska málrækt á fyrstu áratugum 19.
aldar og þá einkum um það hvernig tek-
ist er á við lýsingu á erlendri menningu
og þjóðfélagsháttum og hvernig fram-
andi hugtökum er komið til skila með ís-
lensku tungutaki.“
Petta sérkennilega verk skipar því
merkan sess í sögu íslenskra orðabóka
og raunar einnig í sögu íslenskrar mál-
ræktar.
íslensku þýðingarnar í orðabókinni
eru fengnar úr ýmsum áttum; sumar eru
t.d. úr ritum Lærdómslistafélagsins eða
öðru 18. aldar máli, aðrar frá höfundi
sjálfum. Stundum eru erlendu orðin að-
löguð. Þýðingarnar eru ærið misjafnar
að gæðum sem vonlegt er. Sumar eru
liprar og enn í fullu gildi; aðrar eru
greinilega frumtilraunir til að finna
íslensk orð í stað erlendra og ekki allar
fimlegar. Að ýmsu leyti minnir orðabók
Gunnlaugs á þau nýyrðasöfn sem við
erum að gefa út á síðustu árum. Þegar
við sjáum dæmi eins og orðaniðursetn-
ingsfrœði um „syntax“ og tungumálsvand-
lœti um „purisme“ verður okkur á að
brosa út í annað munnvikið og þykjumst
geta gert betur, en þegar fram líða
stundir verður dómurinn um okkar eigin
orð á sama veg; sumt hafi að vísu tekist
vel en annað þyki böngulegt og broslegt.
Jón Hilmar dregur fram í inngangsrit-
gerð sinni hlut Gunnlaugs Oddssonar
sem málræktarmanns og minnir á að
26