Málfregnir - 01.05.1992, Síða 29
orðin rafeindur ‘electronic’ og viðnœmur
‘resistive’. Mér skilst að þessi orð séu
leidd af nafnorðunum rafeind og viðnám
án viðskeytis (hið síðara með hljóð-
varpi). Svo nýstárlegri orðmyndun hefði
þurft að fylgja svolítil útskýring og mál-
fræðilegur rökstuðningur. Ég býst
reyndar við að orðið viðnœmur fái
staðist, en efast um orðið rafeindur (hk.
rafeint?) af málsögulegum ástæðum sem
ekki er unnt að rekja hér.
Sá framleiðslugalli er á bókinni að
fyrstu stafi vantar í allmörg orð á
íslensku orðaskránni á bls. 157 í fremri
dálki neðanverðum.
íslenskt málfar. Eftir Árna Böðvarsson.
íslensk þjóðfræði. Almenna bókafélagið
hf. Reykjavík 1992. 415 bls.
„Þetta á að vera aðgengileg handbók um
málnotkun", segir höfundur í upphafi
hennar (bls. 7). Hún er vaxin upp úr
Málfari í fjölmiðlum, sem út kom 1989
eftir sama höfund og sagt var frá í Mál-
fregnum 3,2 1989. Þessi nýja bók hefir
ýmis einkenni hinnar fyrri en er miklu
stærri, og nýjum köflum hefir verið bætt
við.
Á eftir „Inngangi“ (sem heitir reyndar
„Formáli“ í efnisyfirliti) skiptist bókin í
14 kafla. Fyrsti og stærsti kaflinn er
„Orðaskrá", tæpar 150 bls., sem „á að
hjálpa til að finna hvaða orð eru talin
öðrum betri og hvers vegna“ (bls. 11).
En þessi orðaskrá er jafnframt atriðis-
orðaskrá bókarinnar og m.a.s. nafna-
skrá. Þar er sem sé að finna nöfn þeirra
manna sem getið er í öðrum bókarköfl-
um og fylgja þá blaðsíðutöl. Aðrir kaflar
heita: Málrækt; Orðaval og stíll; Tísku-
mál; Beygingar; Orðaröð og setningar-
bygging; Orðmyndun; Mannanöfn; Land-
fræðiheiti; Frumsamning; Réttritun;
Framburður; Óþýdd erlend orð; Hugtök
í málfræði, Síðastnefndi kaflinn er skrá
yfir málfræðiheiti, eins konar íðorðaskrá
í málfræði.
Óneitanlega er þetta sérkennileg hand-
bók og líklega ekki auðvelt að gera við
því. Við fyrstu kynni er hún eins og
syrpa af sundurleitum en gagnlegum fróð-
leik um mál og málnotkun, eins konar
sambreyskingur af hinu og öðru. Helst
er hætt við að notendur kunni ekki að
fletta upp í bókinni sér að gagni, en
orðaskráin fremst, sem jafnframt er skrá
yfir atriðisorð, á að auðvelda það.
29