Málfregnir - 01.05.1992, Síða 13
lenskra fornbókmennta í hinum þýska
heimi ætti að vera gerð kvikmynda og
sjónvarpsþátta sem gætu orðið sjálfstæð
listaverk þegar best tekst til. Sömu þýsk-
íslenskir aðilar sem fyrr er um rætt ættu
að leggja málinu lið, en framkvæmdir
yrðu að sjálfsögðu í höndum kvikmynda-
gerðarmanna og sjónvarpsfólks. Bestur
árangur mundi nást með samvinnu
þýskra og íslenskra aðila. Þjóðverjar
mundu leggja fram sína miklu tækni og
reynslu við gerð slíkra frásagnarmynda,
en íslendingar væru best færir um að
koma anda og efni fornsagnanna vel til
skila.
NORÐUR-AMERÍKA
Nú hefur verið fjallað nokkuð um menn-
ingarsamband íslands við hinn þýsku-
mælandi heim og leiðir til að efla það.
Ekki er þar með sagt að vanrækja beri
aðra heimshluta; en það er skoðun mín
að rétt sé að sækja fram í áföngum og að
nú sé brýnast að rækta hina þýsku jörð.
Síðan, og að nokkru jafnframt, kemur
enski heimurinn og loks hin fjarlægari og
fjarskyldari lönd.
Ef nefna ætti einstaka staði þar sem
brýnt er að efla íslenska kennslu og
fræðastarfsemi þá kemur efst á blaði
Cornell-háskólinn í íþöku í Bandaríkj-
unum. Þar er Fiske-bókasafnið, besta
safn íslenskra bóka í Ameríku og eitt
þriggja hinna bestu sem til eru í heimin-
um. Umhverfis þetta safn á að vera
höfuðvígi íslenskra fræða í Vesturheimi,
og svo var þegar Halldór Hermannsson
var þar prófessor og bókavörður. En nú
hafa tekjur safnsins rýrnað og áhugi
háskólamanna sljóvgast. Starfsemin er
öil í molum og engin föst og full staða,
hvorki til kennslu né safnvörslu. Það er
eitt brýnasta verkefni íslenskra menn-
ingarstjóra að bæta úr þessu og koma því
í kring að við Cornell-skólann í Iþöku
verði sem fyrst settur á fót fullkominn
kennarastóll í íslenskri tungu og bók-
menntum.
13