Málfregnir - 01.05.1992, Síða 21
Sem Þingeyingi finnst mér til að mynda
alltaf að forsetningarliðurinn „til Mý-
vatns“ sé orðrétt þýðing úr ensku („to
Mývatn“). Heiman frá mér fóru menn
alltaf að Mývatni eða upp í Mývatns-
sveit, ef þeir fóru ekki einfaldlega upp í
Sveit. Sama á raunar við samkvæmt
minni máltilfinningu um að fara „til
Þingvalla".
Þetta eru náttúrlega smáatriði en ég
held það væri ómaksins vert ef einhver
tæki sér fyrir hendur að skilgreina
hvernig rannsaka mætti hin erlendu áhrif
í þessu tilliti. Og fleira mætti nefna. Ef
það er rétt, sem einn af reyndum sjón-
varpsþýðendum tjáði okkur Jónínu Mar-
gréti, að orðaforði bandarískra sápuópera
og hugsanlega almennra afþreyingarkvik-
mynda sé allur innan hins fræga tvö þús-
und orða forða, mætti þá ekki hugsa sér
að það setji mark á orðaforða kynslóðar
sem elst upp við þá tegund afþreyingar
þar sem alltaf er verið að segja hið sama
með sama fátæklega orðaforðanum?
Bandarískir málvísindamenn hafa, að
sögn, gert því skóna að skjátextar tölvu-
leikjanna með hinum örstuttu fyrirmæla-
línum muni hafa áhrif á setningagerð
bandarískrar ensku og séu kannski þegar
farnir að móta hana. í jafnsmáu málsam-
félagi og hinu íslenska hljóta áhrif skjá-
texta að geta verið miklu meiri, þegar
fram í sækir, ekki síst þegar stuttu,
þýddu skjátextarnir leggjast á eitt með
þeirri uppeldisstefnu sem telur ótækt að
bjóða bömum annað en einföldustu setn-
ingar á bók og helst ekki lengri orð en
tvíkvæð. Væri ekki a.m.k. ástæða til að
fylgjast með því sem þarna kann að vera
á ferð?
Nám fyrir túlka hefur aldrei verið
skipulagt hérlendis og liggur í augum
uppi að nú er brýnt að hyggja að því.
Viðskiptasamningar okkar við aðrar þjóð-
ir verða bæði flóknari og viðurhlutameiri
með hverju árinu, og alkunna er að þar
getur reynt mjög á málakunnáttu. Mennt-
aðir og þjálfaðir túlkar geta þar komið í
veg fyrir ýmisleg mistök, og væri ekki van-
þörf á.
Lokaorð
Eitt af því sem greinilega gerir starf þýð-
enda erfitt er það almenna vanþakklæti
eða sú litla virðing sem því er sýnd. í
afstöðunni er reyndar fólgin þversögn:
Annars vegar viðurkenna allir sem eitt-
hvert vit hafa á málum að íslensk þjóð sé
um þessar mundir enn háðari þýðingum
en nokkru sinni fyrr. En samtímis er
greinilegt af umtali og mati á þýðenda-
starfi að það er fjarska lítils metið. Allir
eru reiðubúnir að gagnrýna sjónvarps-
þýðingar eða fréttaþýðingar blaðamanna
en afar fáir gera sér nokkra grein fyrir
tímapressunni sem þær eru unnar undir
né heldur þeim lágu launum sem þýð-
endurnir hafa fyrir starf sitt. Það getur
náttúrlega vel verið að „yfirvöldin vor“
telji eðlilegt að kasta höndum til verka
eins og sjónvarpsþýðinga eða fréttaefnis
í blöðum. Það getur mín vegna vel verið
að menn hugsi sem svo að allir skilji er-
lend mál meira eða minna og hlusti þess
vegna einkum á hið talaða efni, þýðing-
arnar séu nánast eins og glósur til
stuðnings. Þetta er hins vegar rangt. í
fyrsta lagi eru fjölmargir sem ekkert
skilja í hinu erlenda tali, í öðru lagi eru
það sjálfsögð mannréttindi, eins og Krist-
ján Árnason, formaður íslenskrar mál-
nefndar, hefur mgnna best rökstutt, að
menn hafi aðgang að upplýsingum á móð-
urmálinu, og í þriðja lagi má ekki gleym-
ast að fjölmiðlaefnið er fræðsluefni upp-
vaxandi kynslóðar. Venjist hún strax í
öndverðu á að það sé flutt á útlensku
með íslenskum glósum verður það hið
eðlilega birtingarform guðdómsins í
framtíðinni.
Rétt er að leggja áherslu á það sem
áður er sagt um viðfangsefni skýrslu
okkar. Við beindum athyglinni að for-
frh. á bls. 23
21