Málfregnir - 01.05.1992, Qupperneq 25
kringla, Háskólaforlag Máls og menn-
ingar, 1991. 613 bls.
Höfundar kynna bók sína í formála með
þessum orðum (bls. 5):
Meginviðfangsefni þessarar bókar er að
draga saman á einn stað sem fiest þeirra
nafna sem borin hafa verið af íslendingum.
Við söfnun þeirra var fyrst og fremst stuðst
við útgefin manntöl og þjóðskrá eins og hún
var í árslok 1989 en ti! þess að ná til nafna
fyrir daga manntala var stuðst við útgefin
fornbréf og skjöl. Reynt var að fylla í eyður
miili manntala með öðrum heimildum. I bók-
inni eru á fimmta þúsund nafna en þó hafa
sjálfsagt einhver farið fram hjá okkur.
Með bókinni er ætlunin að sýna hvernig
íslendingar hafa valið börnum sínum nöfn og
hvert þeir hafa leitað fanga við val sitt. Bók-
inni er því ekki ætlað að vera leiðbeiningarrit
um nafnaval heldur á hún að lýsa íslenskum
nafnaforða eins og hann kemur fram í heimild-
um. Hún er hugsuð handa þeim sem áhuga
hafa á sögu íslenskra nafngifta, aldri nafna,
tíðni, uppruna og merkingu.
Bókin hefst á löngum og fróðlegum inn-
gangi, þar sem raktar eru heimildir um
nöfn íslendinga, fjallað um þróun nafna-
forðans, viðskeyti mannanafna og helstu
viðliði, tvínefni, gælunöfn og viðurnefni
og breytingar á tíðni mannanafna á síð-
ustu áratugum. Loks er þar rakin saga ís-
lenskra nafnalaga, og birt eru nýju
mannanafnalögin sem öðluðust gildi 1.
nóvember 1991. í þessum formála er
margt fróðlegt að finna og athyglisvert,
ekki síst um þróun nafnaforðans. En ég
sakna þess að hvergi er minnst á beyg-
ingu mannanafna og hvergi annars
staðar er gerð grein fyrir þeirri fræðslu
sem bókin veitir um hana. Hefði þó ekki
veitt af því.
í aðalhluta bókarinnar eru nöfn talin í
stafrófsröð og fylgir hverju nafni vitneskja
um kynferði og beygingu. Síðan kemur
greinargerð um hvert nafn, elstu heimild-
ir, útbreiðslu og tíðni, og loks er uppruni
skýrður eftir því sem tök eru á.
Bókinni lýkur með rækilegri heimilda-
skrá.
Fyrri rit um íslensk mannanöfn eru
smá í sniðum miðað við þessa nýju bók.
Hún er gerð af ærnum metnaði, og henni
er greinilega ætlað að vera höfuðrit um
nöfn íslendinga. Ekki er nema gott um
það að segja, en ég verð að játa að hún
hefir valdið mér sárum vonbrigðum.
Tvennt ber einkum til þess, leiðinlegar
villur sem við blöstu um leið og ég fletti
bókinni og varhugaverð fræðsla um beyg-
ingu mannanafna svo að ekki sé fastara
að orði kveðið.
Fáein dæmi læt ég nægja. í formála
(bls. 5) er þessi afbökun: „Enginn vafi
liggur á uppruna annarra", sem sé liggur
fyrir leikur. - Ritgerð Halldórs Halldórs-
sonar, „Hugleiðingar um íslenzk manna-
nöfn að gefnu tilefni", er nefnd í inn-
gangi (bls. 15) og í heimildaskrá (bls.
611) og ranglega farið með í bæði skipt-
in, ritað af fyrir að. - I aðalhluta bókar-
innar er sagt til um beygingu allra nafna,
sem fram eru talin, og er þar margt að-
finnsluvert. Beyging mannanafna er oft
vandasöm og vafasöm, en ekki dugir að
afsaka allt með því. Til dæmis er ótvírætt
að eignarfallið af Hákon hefir verið
Hákonar síðan land byggðist. Bókin segir
samt að það sé Hákons (bls. 282). Rétt á
eftir segir svo að nafnið komi fyrir í Land-
námu og það hafi borið Hákon á Hákon-
arstöðum. Nafnið Hálfdan hefir líka haft
endinguna -ar í ef. frá öndverðu og kemur
fyrir í fornritum sem kunnugt er. Bókin
nefnir ekki annað en endinguna -s (bls.
283). Nafnið Baldvin hefir lengst af verið
endingarlaust í þágufalli. Bókin nefnir
aðeins þágufallið Baldvini (bls. 137). í les-
málinu á eftir er þó getið rímna af Baldvin
bóndasyni. Nafnið Eggert er sagt vera í
þágufalli Eggerti (bls. 192), en í formála
(bls. 22) er það haft Eggert. Það er eins og
höfundar taki ekki mikið mark á eigin
fræðslu um beygingu mannanafna, og
hefði þá verið nær að sleppa henni.
25