Málfregnir - 01.05.1992, Qupperneq 23

Málfregnir - 01.05.1992, Qupperneq 23
þau. En á hitt skal bent að mjög margir telja orð af þessum toga óvelkomin og vilja gjarna komast hjá að nota þau. Hefðgroin notkun aðskotaorðs hindrar ekki að taka megi annað og betra orð fram yfir. Þess má minnast að það mun ekki hafa verið fyrr en á síðustu ára- tugum að áttaviti leysti kornpás af hólmi. Nú er fyrrgreinda orðið miklu algengara. Þeim lesendum til fróðleiks, sem kynnu að vilja losna við einhver aðskotaorð úr máli sínu, verður hér birt sýnishorn úr nýyrðaskrá málstöðvar þar sem valið er ýmisiegt af þessum toga, sem algengt er í töluðu máli, og sýndir íslenskir stað- genglar, eða a.m.k. tillögur um þá. Getur þá hver metið fyrir sig hvað hann kærir sig um að nota. Vitaskuld yrði ég þakklátur ef lesendur Málfregna vildu vera svo vinsamlegir að hafa samband við íslenska málstöð til að láta vita af fleiri hugmyndum um íslensk orð sem leyst gætu óvelkomin orð af hólmi, annað- hvort þau sem nefnd verða hér á eftir eða önnur af svipuðu tagi. Þýðingar og staða þýðenda frh. af bls. 21 sendum og ferli en ekki að fræðilegum vanda þýðenda. Þar með leiddum við hjá okkur að kanna ýmisleg þau mál sem mest er um rætt þegar þýðingar ber á góma. Um þetta efni segir m.a. í skýrsl- unni (bls. 5) og getur staðið hér sem niðurlag máls míns: Alsiða er að gagnrýna þær þýðingar sem gerðar eru fyrir kvikmyndir og fjölmiðla, hæðast að fljótfærnislegum þýðingarvillum og hneykslast á kunnáttuleysi þýðendanna ... bekken: bekja kv. eða flatkoppur kk. debet-kort: staðgreiðslukort hk. flambera: eldsteikja so. fulningarhurð: spjaldahurð kv. fúga (t.d. á milli gólfflísa): fella kv. fúgusement: fellusement hk. jógúrt: júgurð kv. lobbý (í húsi): forsalur kk. eða gangsalur kk. massívur: heilviðar-, t.d. í heilviðarhurð, heilviðarhillur parket: parki kk. parketgólf: parkagólf hk., stafagólf hk. síls eða sílsalisti (á bíl): aurlisti kk. sjampó: hársápa kv. skúlptúr: myndvirki hk. spredder (búnaður sem krækt er á efri horn gáma þegar þeim er lyft): gáma- gripla kv. stabíll: staðbýll lo. stikkprufa: slembisýni hk. sviss (í bíl): straumlás kk. víbrator: bifrari kk. víbrera: bifra so. Um það efni er ekki fjallað hér. Höfundar skýrslunnar hafa ekki kannað árangur af þýð- ingarstarfinu heldur forsendur þess. Niður- stöðurnar er hægt að setja fram í einfaldri staðhæfingu: Flestar þær kröfur sem almennt virðast gerðar til þessara þýðinga eru byggðar á sandi. Þegar hvorki eru gerðar kröfur um menntun né þekkingu, þegar ekki er gerður greinarmunur góðra og lélegra verka, þegar ekki eru sköpuð skilyrði til þess að unnt sé að vanda til vinnunnar — þá er varla von á betri árangri. 23

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.