Málfregnir - 01.05.1992, Page 30

Málfregnir - 01.05.1992, Page 30
Spumingar og svör Baldur Jónsson tók saman 1 Spurning: Hvernig er varða í ef. ft.? Svar: varðna. Oft er spurt um ef. ft. orða úr þessum beygingarflokki, þ.e. kvenkynsorða sem enda á -a í nf. et. Svo er að sjá sem nútímamenn séu í meiri vafa um þessa beygingu en forfeður okkar á miðöldum. Eitt af því sem einkenndi þessa orð- stofna á forsögulegum tíma var /i-hljóð sem nú birtist aðeins í þessu eina falli beygingarinnar, ef. ft.: ekkna, gatna, súlna, vikna, vísna, þúfna o.s.frv. í orðum sem hafa verið tíðhöfð í þessu falli frá fomu fari, eins og þeim sem nú vom talin, leikur enginn vafi á, en þegar kemur að sjaldgæfari, og e.t.v. yngri, orð- um renna oft á okkur tvær grímur. Megin- reglan var og er sú að hafa endinguna -na í ef. ft. og ekki um annað að ræða en fylgja henni. Hins vegar verður ekki hjá því komist að víkja frá henni þar sem hljóðskilyrði krefjast þess (t.d. í orðunum lilja og naðraj eða föst venja hefir komist á annað vegna árekstra við önnur orð (t.d. í orðunum álfa, stofa og vara) eða af ein- hverjum öðrum ástæðum (vera). Raunar er margt fleira um þetta að segja sem ekki er unnt að rekja hér. Þetta mál er því oft erfitt úrlausnar, bæði fyrir lærða og leika, en stundum koma dæmi úr fomu máli til hjálpar þegar á liggur, t.d. í því tilviki sem hér um ræðir. Eflaust þykir einhverjum torkennilegt að varða skuli heita varðna í ef. ft. En svo á að vera samkvæmt regl- unni, og svo hefir það verið í raun. Um það vitna a.m.k. tvö dæmi í Sturlungu. Rétt fyrir norðan Biskupsbrekku og vestan Kaldadalsvegar er hæð sem nefn- ist Hallbjarnarvörður (kv. ft.). Þær eru við alfaraleið, og þar hafa ferðamenn oft staldrað við síðan sögur hófust. í Sturl- unga sögu er tvívegis sagt svo frá ferðum manna um Kaldadal að nafnið Hallbjarn- arvörður stendur í ef. ft. og heitir þá Hallbjarnarvarðna. Annað dæmið er í íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar: „þar til er þeir kómu til Hallbjarnarvarðna" (Sturl. I, 394), hitt í Þorgils sögu skarða: „Ok er þeir kómu suðr til Hallbjarnar- varðna“ (Sturl. II, 224). Þannig hefir verið komist að orði í óþvinguðu máli um alþekkt kennileiti á fjölfarinni leið, og þarf ekki frekari vitna við. (Dæmin eru úr Sturlunguútgáfu Jóns Jóhannes- sonar o.fl., Reykjavík 1946.) 2 Spurning: Hvort er réttara að segja „þeir fóru villur vega“ eða „... villir vega“? Svar: Hið rétta er „þeir fóru villir vega“. Þegar sagt er að maður fari villur vega ber ekki að skilja það svo að villur sé ft. af nafnorðinu villa. Menn „fara“ ekki villur þótt þeir lendi í villum (t.d. hafvill- um). Orðið villur er ekki nafnorð í þessu orðtaki, heldur er hér á ferðinni lýsingar- orðið villur sem nú er líklega lítið notað í kk. og kv. nema í þessu sambandi. En það ætti að vera vandalaust í meðförum, beygist eins og illur. Karl fer villur vega, kona fer vill vega, fólk fer villt vega o.s.frv. Eitt kunnasta dæmið um þetta 30

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.