Málfregnir - 01.05.1992, Qupperneq 14

Málfregnir - 01.05.1992, Qupperneq 14
BALDUR JÓNSSON Hvað heitir höfiiðborg Finnlands? „Ekki er nú fróðlega spurt,“ gæti ein- hver sagt. Svo er þó komið að margir velkjast í vafa um hvort þeir eiga að tala um Helsinki, Helsingfors eða jafnvel Helsingjafoss. Þessar línur er ritaðar í því skyni að varpa ljósi á málið og reyna að létta mönnum valið. Rétt er að taka fram í upphafi að nöfnin þrjú eru sitt af hverju þjóðerni. Helsinki er finnskt, Helsingfors sænskt, og Helsingjafoss er íslensk þýðing á sænska nafninu. Finnska nafnið er raun- ar einnig sænskt að uppruna. Það mun vera sænska sóknarnafnið Helsinge klætt í finnskan búning (Elof Hellquist, Svensk etymologisk ordbok, 1-2, 3. útg. 1948. S.u. Halsing-). Ekki er ýkja langt síðan heita mátti alsiða hér á landi að nota sænska heitið Helsingfors, en á síðustu árum hefir það farið mjög halloka fyrir finnska nafninu Helsinki, a.m.k. í fjölmiðlum. Allir kann- ast þó enn við sænska heitið, en íslenska nafnið (þýðingin) Helsingjafoss er flestum gleymt og grafið, náði raunar aldrei mikilli útbreiðslu. Ekki er Ijóst að öllu leyti hvað þessum umskiptum veldur, en þrennt má nefna, og má vera að allt leggist á eitt. í fyrsta lagi er finnska nafnið Helsinki notað í ensku og mörgum öðrum mál- um. Án efa verður það oftast fyrir frétta- mönnum blaða og útvarps sem taka við fréttum utan úr heimi á erlendum mál- um. Þannig hefir nafnið komist á kreik í fjölmiðlum og þrumir í alkunnum sam- setningum, svo sem Helsinki-sáttmáli sem farið er með sem sérnafn. Þetta hef- ir mikil áhrif því að fjölmiðlar stjórna nú meira eða minna ýmsum þáttum hins almenna málfars í landinu. í öðru lagi telja margir sér trú um að með því að segja og skrifa Helsinki, en ekki Helsingfors, séu þeir að leggja Finnum lið í baráttu við óvelkomin er- lend (sænsk) öfl í landi sínu eða eitthvað þvíumlíkt. Loks hafa sumir gert sér í hugarlund að alþjóðleg samþykkt mælti fyrir um notkun staðarnafna að hætti heimamanna á hverjum stað. Að því er höfuðborg Finnlands varðar telja þeir þá að Helsinki sé nafn heimamanna en Helsingfors ekki eða síður. Við þetta allt er ýmislegt að athuga, og á þessu máli eru fleiri hliðar. Fyrst er þess að geta að alþjóðleg sam- þykkt er engin til sem bindur hendur ís- lendinga í þessum efnum. Hið eina sem til greina kemur að skírskota til í þessu sambandi er ályktun sérfræðinganefndar sem starfað hefir um margra ára skeið á vegum Sameinuðu þjóðanna og heitir á ensku „United Nations Group of Experts on Geographical Names“. Þessi nefnd, sem íslendingar hafa aldrei átt fulltrúa í, hefir ályktað að leitast skuli við að rita staðarnöfn hvers lands á máli þeirrar þjóðar sem landið byggir, a.m.k. á landa- bréfum. Þó geti þjóð sem á hefðgróin nöfn á erlendum stöðum notað þau sem aðalnöfn en nafn heimalandsins skuli þá haft með í svigum. Á íslenskum landa- bréfum gætum við samkvæmt þessu kall- að höfuðborg Danmerkur Kaupmanna- höfn, en haft danska heitið Kpbenhavn í svigum. Heimildarmaður minn um þetta er Gylfi Már Guðbergsson, prófessor í landafræði. Hver þjóð ræður sinni tungu, einnig þeim heitum sem hún kann að eiga á 14

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.