Málfregnir - 01.05.1992, Qupperneq 18
menntir, hjá okkur. Við ákváðum líka
að beina athyglinni að ferlinu, ekki rann-
sóknum á árangri. Spurðum þess vegna
fremur um ytri skilyrði þýðenda og þýð-
inga en um ágæti verkanna. Samkvæmt
því skiptist skýrslan í kafla um 1) skjala-
þýðingar og almennar þýðingar nytja-
texta, 2) þýðingar fréttaefnis í fjölmiðl-
um, 3) þýðingar almenns efnis fyrir
myndmiðla, 4) þýðingar laga og reglu-
gerða um Evrópumálefni og 5) túlkun.
Þá fylgir kafli um menntunarmál hérlendis
og erlendis, og loks eru dregnar saman
niðurstöður og tillögur til úrbóta.
Leitað var upplýsinga frá þýðendum á
öllum ofangreindum sviðum sem og frá
verkkaupum, s.s. útvarpsstöðvum, opin-
berum stofnunum, myndbandaleigum,
innflutningsfyrirtækjum o.s.frv. Sendir
voru út alls 366 spurningalistar í sjö mis-
munandi gerðum. Skil urðu misjöfn, en
þó nægileg til þess að renna stoðum
undir og skerpa þá mynd sem skýrslu-
höfundar höfðu þegar gert sér af stöðu
mála.
í fullu samræmi við bréfin sem getið
var í upphafi og lýsingu þess verkefnis
sem íslenskri málstöð var falið, beindist
athugun okkar og skýrslugerð fyrst og
fremst að þrennu: löggildingu þýðenda-
starfs, vinnuskilyrðum og kjörum þýð-
enda og menntunarmálum.
1. Löggilding þýðendastarfs
Eðlilegt er að ræddur sé sá kostur að
Alþingi setji lög um störf þýðenda. Slík
lög eru til í einu dæmi, þ.e.a.s. um skjala-
þýðendur, sem verða að afla sér löggild-
ingar til þess að mega starfa. Kjör þeirra
eru ákveðin af dómsmálaráðuneyti án
undangenginna samninga. Prófgjald er
40.000 krónur, og fyrir starfsréttindi til
skjalaþýðinga og dómtúlkunar þurfa
menn að kaupa leyfisbréf, og er gjald
fyrir það 25.000 krónur nú á árinu 1992.
Virðist eðlilegt að sá hópur sem aflar sér
þessara réttinda eigi kröfu á hendur
opinberum stofnunum um að Iöggilding
sé tekin alvarlega.
Áður en teknar eru ákvarðanir um lög-
gildingu starfsheita og verksviða hljóta
menn að velta vandlega fyrir sér hversu
miklar líkur eru til þess að lögum verði
fylgt. Að mati skýrsluhöfunda eru þar
uggvænlegar blikur á lofti. Þegar utan-
ríkisráðuneyti þurfti á því að halda að
láta þýða mörg þúsund blaðsíðna af lög-
um og reglugerðum Evrópubandalagsins
var ekki leitað til löggiltra skjalaþýðenda
heldur búið til einhvers konar „útboðs-
verkefni“. Síðan var tekið tilboði opin-
berrar stofnunar, Orðabókar Háskólans,
án þess að gerð væri krafa um að löggiltir
skjalaþýðendur væru fengnir til verksins.
Af þessu dæmi teljum við Ijóst að
megi draga talsverðar ályktanir. Fyrst
opinberum stofnunum, jafnvel ráðu-
neytum, er ekki treystandi til að fylgja
löggildingarákvæðum virðast hverfandi
líkur til þess að hinn almenni vinnu-
markaður, þar sem lögmál framboðs og
eftirspurnar ríkja ein, taki mark á þeim.
Við treystumst þess vegna ekki til að
leggja til löggildingu almennra þýðenda-
starfa.
2. Vinnuskilyrði og kjör þýðenda
Það er áberandi í svörum þýðenda við
spurningalistum okkar að kvartað sé
undan kjörum og vinnuskilyrðum. Þýð-
ingar skjátexta fyrir sjónvarpsstöðvar og
kvikmyndahús eru unnar í ákvæðisvinnu.
Greitt er fyrir hvern „texta“ á skjánum,
og tímakaup þýðandans fer þá fyrst og
fremst eftir því hversu fljótur hann er að
þýða. Þetta gildir raunar einnig um þýð-
ingar samkvæmt samningum Rithöfunda-
sambands íslands. Opinberlega fara
greiðslur ekki eftir gæðum þýðingarinnar,
og virðast þýðendur telja að sá þáttur
komi nær eingöngu fram í því að leitað sé
oftar til þeirra sem á sér hafa gott orð. En
það gildir þá einnig um þá sem reyndir eru
að því að vera fljótvirkir og mikilvirkir.
18